flugfréttir

Fékk fugla í báða hreyfla í flugtaki og nauðlenti á akri

- Airbus A321 þota frá Ural Airlines nauðlenti rétt eftir flugtak í Moskvu

15. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:44

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu eftir flugtak er báðir hreyflarnir fengu fugla inn í sig

Farþegaþota nauðlenti á maísakri í morgun í Rússlandi eftir að báðir hreyflar vélarinnar stöðvuðust eftir að þotan flaug í gegnum fuglager skömmu eftir flugtak frá Moskvu.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 og frá rússneska flugfélaginu Ural Airlines, fór í loftið frá Zhukovsky-flugvellinum klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma áleiðis til Simferopol í Úkraínu og voru 226 farþegar um borð auk sjö manna áhafnar.

Þotan var aðeins komin í 750 feta hæð yfir jörðu þegar fjöldi fugla enduðu í báðum hreyflunum með þeim afleiðingum að flugmenn vélarinnar urðu að nauðlenda á kornakri skammt frá flugvellinum.

226 farþegar voru um borð og var flugvélin rýmd á augabragði
eftir nauðlendinguna

Fram kemur að minnsta kosti 10 manns um borð hlutu meiðsl í lendingunni og tókst að rýma vélina á augabragði eftir brotlendinguna. Þotan er mikið skemmt en enginn eldur kom upp en töluverðan reyk lagði frá hreyflunum.

Enginn lét lífið í slysinu en Ural Airlines hampar flugmönnum vélarinnar fyrir fagmannleg viðbrögð og segir að snögg viðbrögð neyðarteymis og sjúkrabíla hafi skipt sköpum.

Flugstjóri vélarinnar hefur starfað hjá Ural Airlines frá árinu 2013 og hefur hann yfir 3.000 flugtíma að baki á meðan flugmaðurinn hefur 600 tíma að baki en hann var ráðinn til félagsins í fyrra.

Átta rútur mættu á slysstað og ferjuðu farþega aftur til Zhukovsky-flugvallarins þar sem þeir fengu aðstoð og aðhlynningu.

Slysið þykir minna á atburðinn sem átti sér stað fyrir 10 árum síðan er hinn heimsþekkti flugmaður Chesley „Sully“ Sullenberger nauðlenti Airbus A320 þotu á Hudson-ánni í New York þann 15. janúar 2009 en sú þota fékk gæsir í báða hreyflanna skömmu eftir flugtak frá LaGuardia-flugvellinum.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Binter Canarias fær sína fyrstu E195-E2 þotu frá Embraer

25. nóvember 2019

|

Binter Canarias, flugfélag Kanaríeyja, hefur fengið afhenta sína fyrstu E2 þotu frá Embeaer.

Hercules-flugvél fórst við slökkvistörf í Ástralíu

24. janúar 2020

|

Þrír eru látnir eftir að flugvél af gerðinni Lockheed C-130 Hercules fórst í gær er vélin var að sinna slökkvistarfi í baráttunni við skógareldanna í Ástralíu.

United pantar fimmtíu A321XLR þotur frá Airbus

4. desember 2019

|

United Airlines hefur langt inn stóra pöntun í 50 farþegaþotur frá Airbus af gerðinni Airbus A321XLR að andvirði 7 milljarða bandaríkjadala sem jafngildir 853 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.