flugfréttir

Boeing ætlar að ráða 400 manns tímabundið vegna 737 MAX

- Munu aðstoða við undirbúningsvinnu fyrir afhendingu

21. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:42

Verksmiður Boeing í Renton í Washington þar sem Boeing 737 hafa verið framleiddar

Boeing ætlar að ráða allt að 400 manns tímabundið í Moses Lakes í Washington í tengslum við þá vinnu sem framundan er við að undirbúa Boeing 737 MAX þoturnar aftur í umferð.

Grant County flugvöllurinn í Moses Lakes er einn af þeim mörgum stöðum sem Boeing hefur notað til að geyma þotur sem búið er að smíða og bíða þær þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningu MAX-þotnanna verður aflétt.

Boeing vonast til þess að geta afhent allar þær Boeing 737 MAX þotur sem smíðaðar hafa verið á meðan á kyrrsetningunni hefur staðið en vélarnar hafa safnast upp sl. 5 mánuði þar sem framleiddar hafa verið 42 eintök í hverjum mánuði.

Flestar Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið lagðar í stæði við verksmiðjuna í Renton

Boeing tilkynnti í gær að vonir séu bundnar við að afhendingar geti hafist að nýju snemma á fjórða ársfjórðungi eða um leið og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út vottun fyrir þeim hugbúnaðaruppfærslum sem Boeing hefur unnið að á þotunum.

Boeing hefur ekki tilgreint nákvæmlega hversu marga starfsmenn þeir þurfa en flugvélaframleiðandinn hefur sett inn atvinnuauglýsingar þar sem óskað er eftir fjölda tæknifræðinga, flugrafvirkja, flugvirkja auk annarra sérfræðinga.

Yfir 210 nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa safnast upp á athafnasvæði Boeing í Seattle-svæðinu og á fleiri stöðum í Washington-fylki sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina.

Tugi flugfélaga um allan heim bíða þess að fá Boeing 737 MAX þoturnar afhentar  fréttir af handahófi

Flugslys í Íran: Boeing 737-800 fórst skömmu eftir flugtak

8. janúar 2020

|

Enginn komst lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá úkraínska flugfélaginu Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í nótt frá höfuðborginni í Íran.

FAA: Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr heldur en síðar

27. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið í skyn að Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr en áætlanir Boeing gera ráð fyrir.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00