flugfréttir

Boeing ætlar að ráða 400 manns tímabundið vegna 737 MAX

- Munu aðstoða við undirbúningsvinnu fyrir afhendingu

21. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:42

Verksmiður Boeing í Renton í Washington þar sem Boeing 737 hafa verið framleiddar

Boeing ætlar að ráða allt að 400 manns tímabundið í Moses Lakes í Washington í tengslum við þá vinnu sem framundan er við að undirbúa Boeing 737 MAX þoturnar aftur í umferð.

Grant County flugvöllurinn í Moses Lakes er einn af þeim mörgum stöðum sem Boeing hefur notað til að geyma þotur sem búið er að smíða og bíða þær þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningu MAX-þotnanna verður aflétt.

Boeing vonast til þess að geta afhent allar þær Boeing 737 MAX þotur sem smíðaðar hafa verið á meðan á kyrrsetningunni hefur staðið en vélarnar hafa safnast upp sl. 5 mánuði þar sem framleiddar hafa verið 42 eintök í hverjum mánuði.

Flestar Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið lagðar í stæði við verksmiðjuna í Renton

Boeing tilkynnti í gær að vonir séu bundnar við að afhendingar geti hafist að nýju snemma á fjórða ársfjórðungi eða um leið og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út vottun fyrir þeim hugbúnaðaruppfærslum sem Boeing hefur unnið að á þotunum.

Boeing hefur ekki tilgreint nákvæmlega hversu marga starfsmenn þeir þurfa en flugvélaframleiðandinn hefur sett inn atvinnuauglýsingar þar sem óskað er eftir fjölda tæknifræðinga, flugrafvirkja, flugvirkja auk annarra sérfræðinga.

Yfir 210 nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa safnast upp á athafnasvæði Boeing í Seattle-svæðinu og á fleiri stöðum í Washington-fylki sem bíða þess að verða afhentar til viðskiptavina.

Tugi flugfélaga um allan heim bíða þess að fá Boeing 737 MAX þoturnar afhentar  fréttir af handahófi

Gera ráð fyrir að kyrrsetning 737 MAX vari út október

10. júlí 2019

|

Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gerir félagið ekki ráð fyrir þeim í leiðarkerfinu fyrr en í fyrsta lagi í byrjun nóvember þar sem útlit er fyrir að kyrr

33 handteknir fyrir að hafa viljandi misst af flugi í Singapore

2. september 2019

|

Alls hafa 33 „farþegar“ lent í vandræðum og verið handteknir á þessu ári fyrir að hafa misst viljandi af flugi á Changi-flugvellinum í Singapore.

Boeing 777-9 hreyfist fyrir sínu eigin afli í fyrsta sinn

24. júní 2019

|

Fyrsta Boeing 777X tilraunarþotan hefur hafið akstursprófanir og þar með er hún farin að hreyfast í fyrsta sinn með sínu eigin afli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Turkmenistan Airlines pantar Boeing 777-200LR

15. september 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur fest kaup á einni Boeing 777-200LR þotu sem félagið á von á að fá árið 2021.

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00