flugfréttir

Huga að því að ferja MAX-þotur til hlýrri landa fyrir veturinn

- Flestar Boeing 737 MAX þoturnar fara í langtímageymslu í eyðimörkum

28. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:15

Boeing 737 MAX þotur United Airlines og Air Canada

Nokkur flugfélög eru farin að huga að því að færa kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur til hlýrri landsvæða þar sem vetur fer nú að ganga í garð á næstunni með kólnandi veðri á norðurhveli jarðar.

Bráðum verður hálft ár liðið frá því Boeing 737 MAX vélarnar voru kyrrsettar um allan heim og eru fjölmargar MAX-þotur geymdar í dag undir berum himni í löndum þar sem veður fer kólnandi á næstunni.

Air Canada, United og Icelandair eru meðal þeirra flugfélaga sem ætla sér að ferja vélarnar til heitari landa eða eru að skoða þann möguleika þar sem milt veðurfar ríkir á veturnar með hita töluvert yfir frostmarki.

Sum flugfélög íhuga flutning en önnur ekki

Air Canada hefur 24 Boeing 737 MAX þotur í sínum flota sem eru geymdar í dag utandyra í Kanada en félagið íhugar að ferja vélarnar til geymslu í eyðimörk þar sem ekki lítur út fyrir að Boeing 737 MAX fái leyfi til að fljúga á ný fyrir veturinn.

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur í flota American Airlines

WestJet, samkeppnisflugfélag Air Canada, ætlar hinsvegar ekki að ferja sínar þotur neitt en félagið hefur þrettán MAX-þotur og ætlar félagið að ræsa hreyflana að minnsta kosti einu sinni í viku í vetur og aka þeim um á athafnasvæði þeirra flugvallar þar sem þær eru geymdar til að „halda þeim heitum“.

United Airlines hefur fjórtán Boeing 737 MAX þotur sem staðsettar eru í dag í Los Angeles og í Houston en félagið ætlar að ferja þær til Arizona á næstunni.

Greint hefur verið frá því að Icelandair séu að skoða möguleika á að ferja þær fjórar Boeing 737 MAX þotur, sem staðið hafa á Keflavíkurflugvelli frá því í mars, í geymslu erlendis. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í viðtali í Fréttablaðinu að Ísland sé ekki besti staðurinn til að geyma flugvélar yfir veturinn.

Boeing ætlar að hækka framleiðsluhraðan á ný upp í 52 þotur
á mánuði eftir áramót

Það kostar flugfélög um 250.000 krónur á mánuði að sinna viðhaldi vegna hverrar Boeing 737 MAX þotu sem er í langtímageymslu og er þá ekki talinn með geymslukostnaðurinn sjálfur. Það þýðir að flugfélag á borð við Air Canada gæti þurft að verja um 6 milljónum króna á mánuði að geyma sínar Boeing 737 MAX þotur.

Að öðru leyti þarf að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir flugvélar sem þurfa að standa til lengri tíma með því að huga að hjólabúnaði og breiða yfir bremsukerfi svo ekki verði tæring vegna regns og snjós. Þá þarf að huga að öllum götum á við pitot- og static-kerfi og skynjurum og vökvakerfi vélanna.

Southwest Airlines þarf ekki að færa sínar Boeing 737 MAX þotur neitt þar sem félagið hefur haft sínar 34 þotur í geymslu í Mojave-eyðimörkinni frá því í sumar en stór hópur flugvirkja hjá félaginu hefur þurft að sinna viðhaldi á vélunum vegna geymslu og eru LEAP-1B hreyflar þeirra ræstir reglulega upp.

Ræsa þarf hreyflana að minnsta kosti 1 sinni í viku

Hreyflaframleiðandinn, CFM International, mælir með að hreyflarnir séu ræstir upp einu sinni í viku og hafðir í gangi í a.m.k. 20 mínútur til að losna við þann raka sem kann að myndast að öðru leyti í olíukerfi vélarinnar. Þá þarf að smyrja ýmsa íhluti með olíu til að forðast tæringu og einnig verða flugvirkjar að ræsa upp APU-kerfi vélanna einu sinni í viku.

Boeing 737NG þota Southwest Airlines í Mojave-eyðimörkinni

Í langtímageymslu í eyðimörk er mælt með að dyrnar á flugvélunum séu hafðar opnar til að forðast að hátt hitastig valdi skemmdum í farþegarýminu en það býður upp á að fuglar eða önnur dýr geta gert sig heimakomin inn í flugvélarnar og þarf þá að hafa eftirlit með því.

„Dýpri geymsla“ helmingi ódýrari kostur

Sum flugfélög gætu farið þá leið að setja sínar Boeing 737 MAX þotur í „dýpri geymslu“ sem þýðir að þá eru rafhlöður fjarlægðar og gengið er frá hreyflum með þeim hætti að ekki þurfi að verja eins miklum mannafla í viðhald á meðan á geymslu stendur og krefst það þá einnig þess að ekki þurfi að uppfylla eins miklar kröfur varðandi reglugerðir frá flugmálayfirvöldum.

Boeing 737 MAX þotur Southwest Airlines í Mojave-eyðimörkinni

Slík geymsla er allt að helmingi ódýrari en hefðbundin geymsla þar sem nauðsynlegt er að ræsa flugvélar upp reglulega en á móti þarf þá að losa í burt alla olíu og skipta á olíukerfinu með sérstakri olíu með ryðvarnarefni og þá þarf að innsigla allar rifur og breiða fyrir alla glugga með álbreiðum.

„Ekki settar í geymslu eins og hver annar hlutur og gengið svo í burtu“

Á hverjum degi er farin eftirlitsferð um hverja flugvél sem er í geymslu í eyðimörkinni þar sem athugað er með hvort að ábreiður sé ennþá fastar, vikulega er skoðað eftir ryði eða tæringu og á tveggja vikna fresti er rafkerfi vélanna ræst upp í tvær klukkustundir.

Flugfélagið TUI hefur eina kyrrsetta Boeing 737 MAX þotu á Tenerife

Þá er hver flugvél færð til um sem nemur þriðjung af ummáli hjólanna einu sinni í mánuði til að koma í veg fyrir að vélarnar standi ekki á sama punktinum á dekkinu of lengi og á 3 mánaða fresti eru flapar, hliðarstýri og aðrir stýrisfletir hreyfð til og færð í ystu stöðu og til baka.

Ef kyrrsetning varir lengur en eitt ár þarf að draga upp hjólabúnað og setja aftur niður en slík aðgerð er frekar dýr miðað við geymslustöðu og þarf því að hífa flugvélina upp með tjökkum sem er komið fyrir undir vængjunum.

Boeing og Airbus mæla með því að þotur, sem eru í langtímageymslu, sé komið í undirbúningsástand eins og fyrir notkun væri að ræða á eins ár fresti og svo gengið frá þeim að nýju.

„Þetta er ekki þannig að þeir leggja vélunum, ganga í burtu og koma til baka sex mánuðum síðar“, segir Tim Zemanovic, forstjóri hjá fyrirtækinu Fillmore Aviation, sem einnig hefur verið forstöðumaður hjá flugvélakirkjugarði.  fréttir af handahófi

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

MAX-vandinn mun kosta Boeing um 2.310.000.000.000 krónur

29. janúar 2020

|

Boeing telur að kostnaðurinn við kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum eigi eftir að kosta framleiðandann um 18.6 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar yfir 2 þúsundum og þrjú hundruð milljörðum kró

Setja fjórar Boeing 757 og Boeing 767 þotur á sölu

21. febrúar 2020

|

Flugfélagið Uzbekistan Airways hefur sett á sölu fjórar Boeing farþegaþotur en vélarnar sem félagið hefur ákveðið að losa sig við og selja eru tvær Boeing 757-200 þotur og tvær Boeing 767-300ER breið

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00