flugfréttir

Var í sínum fyrsta flugtíma er flugkennarinn missti meðvitund

- Tókst að lenda flugvélinni giftusamlega með leiðsögn frá flugturni

1. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:20

Max Sylvester tókst að lenda flugvélinni í sínum fyrsta flugtíma með leiðsögn frá flugturninum eftir að flugkennarinn missti meðvitund

Nemandi, sem var í sínum fyrsta flugtíma, tókst giftusamlega að lenda kennsluflugvél í Perth í Ástralíu í gær eftir að flugkennarinn hans missti skyndilega meðvitund um borð.

Nemandinn, Max Sylvester, sem er á fertugsaldri, og kennarinn hans, höfðu verið í um klukkustund á flugi á flugvél af gerðinni Cessna 152 þegar Max hafði samband við flugturninn á Jandakot-flugvellinum þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann var einn við stjórnvölin.

Max sagði flugturninum að flugkennarinn væri ekki með meðvitund og hann væri farin að halla höfði sínu á axlirnar hans og hann væri í augnablikinu einn að fljúga vélinni.

Flugumferðarstjórinn byrjaði á því að spyrja hann hvort hann kynni að fljúga vélinni en Max svaraði því neitandi þar sem þetta var hans fyrsti flugtími og var þá ákveðið að kalla til flugkennara frá skólanum og láta hann mæti upp í flugturninn til að leiðbeina nemandanum.

Eftirfarandi samtal fór í gang milli nemandans og flugumferðarstjórans:

ATC: Flugkennarinn þinn…. er hann meðvitundarlaus?
Max: Hann hallar sér yfir axlirnar mínar. Ég er að reyna að halda höfði hans uppi en hann hallar höfðinu alltaf niður aftur
ATC: Tango Foxtrot Romeo, veistu hvernig á að fljúga vélinni?
Max: Mjög, mjög lítið. Þetta er fyrsti flugtíminn minn

Neyðarteymi fór strax að vélinni eftir að hún staðnæmdist og var flugkennarinn fluttur á sjúkrahús

Flugumferðarstjórinn leiðbeindi Max í gegnum allt ferlið en það tók hann nokkrar tilraunir til að lenda áður en hann lenti flugvélinni að lokum með glæsibrag.

ATC: Ok, það fyrsta sem við viljum gera er að halda vængjunum láréttum og halda réttri hæð og réttum hraða. Við erum að fylgjast með þér og hvar þú ert í augnablikinu. Hefuru lent flugvél áður?
Max: Nei, aldrei
ATC: Þú ert að standa þig mjög vel. Ég veit að þetta er mjög stressandi. En þú ert að standa þig svakalega vel og við munum hjálpa þér að koma þér niður aftur, ok?

Tíu sjúkrabílar og slökkviliðsbílar voru í viðbragðsstöðu á flugvellinum er Max lenti vélinni en lendingin var það mjúk að hún var engu síðri en lending hjá reyndum flugmönnum sem hafa flogið í mörg ár með hundruði flugtíma að baki.

Flugvélin sem Max Sylvester náði að lenda ber skráninguna VH-TFR

Chuck McElwee, eigandi flugskólanum í Perth, segir að svona atvik hafi aldrei áður komið upp á þeim 28 árum sem hann hefur verið í bransanum og hampaði hann nemandanum og einnig flugumferðarstjóranum og flugkennaranum fyrir frábært samstarf við að leiðbeina Max.

„Þetta hefði geta farið mun verr en allt gekk eins og í sögu í þetta skiptið og því má þakka góðu samstarfi frá flugumferðarstjóranum og flugkennara frá skólanum sem dreif sig upp í flugturninn er í ljós kom hvaða aðstæður hvoru komnar upp þar sem þetta var nemandi“, segir McElwee.

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra mættu með honum út á flugvöll

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra höfðu öll fylgt honum í fyrsta flugtímann og urðu þau vitni að því þegar hið óvænta ástand kom upp og fylgdust með alveg til enda en mikil fagnaðarlæti brutust út meðal allra er Max náði að lenda vélinni.

„Hún var eins og klettur og náði að halda ró sinni allan tímann alveg til enda. Við sögðum henni að ekki láta Max keyra heim og leyfa honum að jafna sig aðeins fyrst“, sagði McElwee.

Flugkennarinn sem var um borð, Robert Mollard, var fluttur á sjúkrahús og er hann allur að koma til.

Myndband:  fréttir af handahófi

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Kyrrsettar MAX-þotur ferjaðar í geymslu til Moses Lakes

22. júní 2019

|

Boeing er byrjað að færa nýjar Boeing 737 MAX þotur í geymslu á Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-fylki þar sem flugvélaframleiðandinn er orðin uppiskroppa með geymslurými á Seattl

  Nýjustu flugfréttirnar

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Turkmenistan Airlines pantar Boeing 777-200LR

15. september 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur fest kaup á einni Boeing 777-200LR þotu sem félagið á von á að fá árið 2021.

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00