flugfréttir

Var í sínum fyrsta flugtíma er flugkennarinn missti meðvitund

- Tókst að lenda flugvélinni giftusamlega með leiðsögn frá flugturni

1. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:20

Max Sylvester tókst að lenda flugvélinni í sínum fyrsta flugtíma með leiðsögn frá flugturninum eftir að flugkennarinn missti meðvitund

Nemandi, sem var í sínum fyrsta flugtíma, tókst giftusamlega að lenda kennsluflugvél í Perth í Ástralíu í gær eftir að flugkennarinn hans missti skyndilega meðvitund um borð.

Nemandinn, Max Sylvester, sem er á fertugsaldri, og kennarinn hans, höfðu verið í um klukkustund á flugi á flugvél af gerðinni Cessna 152 þegar Max hafði samband við flugturninn á Jandakot-flugvellinum þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann var einn við stjórnvölin.

Max sagði flugturninum að flugkennarinn væri ekki með meðvitund og hann væri farin að halla höfði sínu á axlirnar hans og hann væri í augnablikinu einn að fljúga vélinni.

Flugumferðarstjórinn byrjaði á því að spyrja hann hvort hann kynni að fljúga vélinni en Max svaraði því neitandi þar sem þetta var hans fyrsti flugtími og var þá ákveðið að kalla til flugkennara frá skólanum og láta hann mæti upp í flugturninn til að leiðbeina nemandanum.

Eftirfarandi samtal fór í gang milli nemandans og flugumferðarstjórans:

ATC: Flugkennarinn þinn…. er hann meðvitundarlaus?
Max: Hann hallar sér yfir axlirnar mínar. Ég er að reyna að halda höfði hans uppi en hann hallar höfðinu alltaf niður aftur
ATC: Tango Foxtrot Romeo, veistu hvernig á að fljúga vélinni?
Max: Mjög, mjög lítið. Þetta er fyrsti flugtíminn minn

Neyðarteymi fór strax að vélinni eftir að hún staðnæmdist og var flugkennarinn fluttur á sjúkrahús

Flugumferðarstjórinn leiðbeindi Max í gegnum allt ferlið en það tók hann nokkrar tilraunir til að lenda áður en hann lenti flugvélinni að lokum með glæsibrag.

ATC: Ok, það fyrsta sem við viljum gera er að halda vængjunum láréttum og halda réttri hæð og réttum hraða. Við erum að fylgjast með þér og hvar þú ert í augnablikinu. Hefuru lent flugvél áður?
Max: Nei, aldrei
ATC: Þú ert að standa þig mjög vel. Ég veit að þetta er mjög stressandi. En þú ert að standa þig svakalega vel og við munum hjálpa þér að koma þér niður aftur, ok?

Tíu sjúkrabílar og slökkviliðsbílar voru í viðbragðsstöðu á flugvellinum er Max lenti vélinni en lendingin var það mjúk að hún var engu síðri en lending hjá reyndum flugmönnum sem hafa flogið í mörg ár með hundruði flugtíma að baki.

Flugvélin sem Max Sylvester náði að lenda ber skráninguna VH-TFR

Chuck McElwee, eigandi flugskólanum í Perth, segir að svona atvik hafi aldrei áður komið upp á þeim 28 árum sem hann hefur verið í bransanum og hampaði hann nemandanum og einnig flugumferðarstjóranum og flugkennaranum fyrir frábært samstarf við að leiðbeina Max.

„Þetta hefði geta farið mun verr en allt gekk eins og í sögu í þetta skiptið og því má þakka góðu samstarfi frá flugumferðarstjóranum og flugkennara frá skólanum sem dreif sig upp í flugturninn er í ljós kom hvaða aðstæður hvoru komnar upp þar sem þetta var nemandi“, segir McElwee.

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra mættu með honum út á flugvöll

Eiginkona nemandans og þrjú börn þeirra höfðu öll fylgt honum í fyrsta flugtímann og urðu þau vitni að því þegar hið óvænta ástand kom upp og fylgdust með alveg til enda en mikil fagnaðarlæti brutust út meðal allra er Max náði að lenda vélinni.

„Hún var eins og klettur og náði að halda ró sinni allan tímann alveg til enda. Við sögðum henni að ekki láta Max keyra heim og leyfa honum að jafna sig aðeins fyrst“, sagði McElwee.

Flugkennarinn sem var um borð, Robert Mollard, var fluttur á sjúkrahús og er hann allur að koma til.

Myndband:  fréttir af handahófi

Rannsaka aðferð til að þróa þotueldsneyti úr sjónum

24. október 2019

|

Vísindamenn við háskólann í Manchester rannsaka nú aðferð til þess að framleiða nýja tegund af lífrænu þotueldsneyti sem væri hægt að búa til með örverum sem lifa í sjónum.

Nýr framkvæmdarstjóri yfir stefnumótun hjá Isavia

3. nóvember 2019

|

Arnar Þór Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar hjá Isavia.

Fyrsta A350 þotan fyrir SAS flýgur fyrsta flugið

7. nóvember 2019

|

Fyrsta Airbus A350 þotan fyrir SAS (Scandinavian Airlines) hóf sig á loft í gær er hún fór í sitt fyrsta tilraunaflug áður en hún verður afhent til félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00