flugfréttir

Rússar hafa áhuga á fjartengdri flugumferðarstjórnun

2. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:24

Með fjartengdri flugumferðarstjórnun sér flugumferðarstjóri lifandi útsendingu frá myndavélum á flugvelli sem staðsettur er á allt öðrum stað

Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhuga fyrir því að koma upp fjartengdri flugumferðarstjórnun á nokkrum flugvöllum í landinu þar sem flugumferðinni væri þá stjórnað úr flugturni sem staðsettur er á allt öðrum stað.

Slík tækni hefur rutt sér til rúms til að mynda í Svíþjóð en Svíar hafa komið upp svokallaðri „Remote Tower Center“ á flugvellinum í Örnsköldsvik sem er útbúinn fjölda laser-skynjara og myndavéla ásamt fullkomnri veðurstöð og eru allar upplýsingarnar sendar til flugturns sem er staðsettur í yfir 100 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum sjálfum.

Rússneska flugumferðarstjórnin, Rosaviatsia, hefur átt í viðræðum við rússneska samgönguráðuneytið og rannsóknarstofnun flugmála en stjórnvöld í Rússland telja að með fjartengdri flugumferðarstjórn væri hægt að auka gæði og hagkvæmni í rekstri á flugvöllum þar sem flugumferð er tiltölulega lítil.

Formlegar viðræður varðandi þennan möguleika fóru fram á MAKS flugsýningunni í Moskvu á dögunum og deildu aðilar frá öðrum löndum reynslu sinni af fjartengdri flugumferðarstjórnun og einnig greindu þeir frá þeim vandamálum sem geta komið upp við að flytja gögn í beinni frá fjartengda flugvellinum til stjórnstöðvar.

Írsk flugmálayfirvöld hafa til að mynda þegar gert samning við Saab í Svíþjóð um uppsetningu á fjartengdri flugstjórnartækni á flugvellinum í Dublin en þaðan stendur til að stjórna flugumferðinni á flugvöllunum í Cork og á Shannon.  fréttir af handahófi

Framtíð júmbó-þotunnar í óvissu

21. nóvember 2019

|

Svo gæti farið að Boeing neyðist til þess að hætta að framleiða júmbó-þotuna þar sem óvissa ríkir um framhald á framleiðslu á stórum einingum fyrir skrokk vélarinnar.

Fjórir flugmenn handteknir fyrir aðstoð við flótta

6. janúar 2020

|

Fjórir einkaþotuflugmenn hafa verið handteknir af tyrknesku lögreglunni, grunaðir um að hafa aðstoðað Carlos Ghosn, fyrrum framkvæmdarstjóra Nissan og Renault, við flótta frá Japan.

GE9x-hreyfill skemmdist í flutningi í harkalegri lendingu

8. nóvember 2019

|

Annar af tveimur GE9x hreyflunum, sem á að knýja áfram fyrstu Boeing 777X tilraunaþotuna, skemmdist í flutningi þegar verið var að ferja hann til Seattle á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00