flugfréttir

33 handteknir fyrir að hafa viljandi misst af flugi í Singapore

- Bóka flug til að versla eða eiga lengri kveðjustund með ástvinum

2. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:24

Changi-flugvöllurinn í Singapore

Alls hafa 33 „farþegar“ lent í vandræðum og verið handteknir á þessu ári fyrir að hafa misst viljandi af flugi á Changi-flugvellinum í Singapore.

Í mörgum tilvikum er um að ræða fólk sem pantaði flug til að komast inn á öryggissvæði flugstöðvarinnar í allt öðrum tilgangi en til þess að fara í flug.

Í frétt Straits Times er greint frá því að tvítug stúlka hafi pantað flug bara til þess að komast inn í flugstöðina til að sjá hljómsveit sem var að spila á því svæði flugstöðvarinnar sem einungis er hægt að komast eftir að búið er að fara í gegnum öryggisleit. Þá var önnur stúlka sem gerði það sama bara til að versla föt í fríhöfninni.

Þann 25. ágúst sl. var 27 ára karlmaður sem bókað flug frá Changi-flugvellinum í Singapore til þess að geta varið meiri tíma með unnustu sinni áður en hún fór um borð í flug en að kveðjustund lokinni yfirgaf hann flugvöllinn með ónotað brottfararspjald og var að lokum handtekinn fyrir að hafa misnotað öryggissvæði vallarins.

Nokkrir hafa bókað flug einungis til þess að komast í fríhafnarverslanirnar á Changi-flugvellinum

Þá var 42 ára gömul kona sem bókaði flug frá Singapore í þeim tilgangi að versla vörur í fríhöfninni en er hún lék sama leik aftur nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að hún hafði einnig fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan en hélt svo heim á leið án þess að hafa ætlað sér að fara með flugi.

Til að sporna við vandamálinu er búið að koma upp viðvörunarskiltum þar sem farþegar eru varaðir við því að þeir geti átt von á því að fá sekt upp á allt að 1,8 milljón króna séu þeir ekki að fara í flug þrátt fyrir að hafa innritað sig og með brottfararspjald.

Árið 2018 voru um 40 manns handteknir fyrir að misnota öryggissvæði flugvallarins eftir að hafa bókað flug án þess að fljúga og er talið að sú tala verði enn hærri í ár þar sem fjórir mánuðir eru eftir af árinu.  fréttir af handahófi

Leigja Airbus A320 til að fylla í skarð Boeing 737 MAX

22. desember 2019

|

Pólska flugfélagið LOT Polish Airlines mun taka á leigu fjórar Airbus A320 þotur á næstunni til að nota í leiðarkerfinu á meðan á kyrrsetningu Boeing 737 MAX vélanna stendur yfir.

Flogið tómum aftur til Bandaríkjanna 10 tímum eftir afhendingu til Doha

28. desember 2019

|

Fjórum splunkunýjum Dreamliner-þotum fyrir Qatar Airways af gerðinni Boeing 787-9 var í gær flogið aftur til baka tómum til Bandaríkjanna frá Doha í Katar eftir að þær höfðu nýlokið við 14 tíma afhen

Flugmaður hjá Aeroflot lést í miðju áætlunarflugi

25. nóvember 2019

|

Flugmaður hjá Aeroflot lést í gær eftir að hann veiktist skyndilega í flugi um borð í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00