flugfréttir

33 handteknir fyrir að hafa viljandi misst af flugi í Singapore

- Bóka flug til að versla eða eiga lengri kveðjustund með ástvinum

2. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:24

Changi-flugvöllurinn í Singapore

Alls hafa 33 „farþegar“ lent í vandræðum og verið handteknir á þessu ári fyrir að hafa misst viljandi af flugi á Changi-flugvellinum í Singapore.

Í mörgum tilvikum er um að ræða fólk sem pantaði flug til að komast inn á öryggissvæði flugstöðvarinnar í allt öðrum tilgangi en til þess að fara í flug.

Í frétt Straits Times er greint frá því að tvítug stúlka hafi pantað flug bara til þess að komast inn í flugstöðina til að sjá hljómsveit sem var að spila á því svæði flugstöðvarinnar sem einungis er hægt að komast eftir að búið er að fara í gegnum öryggisleit. Þá var önnur stúlka sem gerði það sama bara til að versla föt í fríhöfninni.

Þann 25. ágúst sl. var 27 ára karlmaður sem bókað flug frá Changi-flugvellinum í Singapore til þess að geta varið meiri tíma með unnustu sinni áður en hún fór um borð í flug en að kveðjustund lokinni yfirgaf hann flugvöllinn með ónotað brottfararspjald og var að lokum handtekinn fyrir að hafa misnotað öryggissvæði vallarins.

Nokkrir hafa bókað flug einungis til þess að komast í fríhafnarverslanirnar á Changi-flugvellinum

Þá var 42 ára gömul kona sem bókaði flug frá Singapore í þeim tilgangi að versla vörur í fríhöfninni en er hún lék sama leik aftur nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að hún hafði einnig fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan en hélt svo heim á leið án þess að hafa ætlað sér að fara með flugi.

Til að sporna við vandamálinu er búið að koma upp viðvörunarskiltum þar sem farþegar eru varaðir við því að þeir geti átt von á því að fá sekt upp á allt að 1,8 milljón króna séu þeir ekki að fara í flug þrátt fyrir að hafa innritað sig og með brottfararspjald.

Árið 2018 voru um 40 manns handteknir fyrir að misnota öryggissvæði flugvallarins eftir að hafa bókað flug án þess að fljúga og er talið að sú tala verði enn hærri í ár þar sem fjórir mánuðir eru eftir af árinu.  fréttir af handahófi

Super King Air endaði á flugskýli eftir flugtak í Texas

1. júlí 2019

|

Enginn komst lífs af í flugslysi í Bandaríkjunum er flugvél af gerðinni Super King Air endaði á flugskýli skömmu eftir flugtak frá litlum flugvelli norður af Dallas í gær.

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

28. júní 2019

|

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

Super King Air endaði á flugskýli eftir flugtak í Texas

1. júlí 2019

|

Enginn komst lífs af í flugslysi í Bandaríkjunum er flugvél af gerðinni Super King Air endaði á flugskýli skömmu eftir flugtak frá litlum flugvelli norður af Dallas í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Turkmenistan Airlines pantar Boeing 777-200LR

15. september 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur fest kaup á einni Boeing 777-200LR þotu sem félagið á von á að fá árið 2021.

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00