flugfréttir

100 ár í dag frá því flugvél flaug í fyrsta sinn á Íslandi

- Cecil Faber flaug fyrsta flugið í sögu þjóðarinnar á þessum degi árið 1919

3. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:07

Avro 504K var fyrsta flugvélin til þess að fljúga hér á landi

Það var á þessum degi fyrir einni öld síðan, 3. september árið 1919, sem að flugvél hóf sig til flugs í fyrsta sinn hér á landi og markar dagurinn í dag því 100 ára afmæli flugs á Íslandi.

„En um klukkan 5 í gær gerðist óvæntur atburður suður á flugvelli að reynsluflugið var ákveðið þá strax og án þess að nokkur vissi ók Faber vélinni út á völl, settist við stýrið og rendi af stað“. Svona hljómaði frétt varðandi atburðinn sem birtist í Morgunblaðinu daginn eftir þann 4. september 1919.

Flugvélin, sem markaði upphafið af flugi á Íslandi, var tvíþekja af gerðinni Avro (tegund 504) og var vélin flutt til landsins af Flugfélagi Íslands sem stofnað var í mars fyrr um árið en flugvélin var flutt hingað með skipi um sumarið.

Hópur fólks fylgist með í Vatnsmýrinni er Avro 504K flugvélin hóf sig til flugs

Flugmaðurinn, sem flaug þetta tímamótaflug, var ungur Dani sem hét Cecil Torben Faber og hafði hann reynslu af flugi eftir að hafa flogið í heimstyrjölinni fyrri en áður en vélin kom til landsins höfðu forráðamenn félagsins kannað hentugasta staðinn fyrir fyrsta flugið í nágrenni Reykjavíkur. Var ákveðið að tún í eigu Eggerts Briem í Vatnsmýrinni væri hentugasti lendingarstaðurinn en einnig var búið að athuga með möguleika á lendingarstöðum á Akureyri og á Seyðisfirði.

Tilkynnt um komu flugvélar til landsins auks dansks flugmanns

Sögur um fyrsta flugið bárust til landsins um sumarið með loftskeyti frá Lundúnum um að kapteinn Faber væri á leið til landsins með flugvél ásamt vélfræðingi og ætti það að marka upphafið af fyrstu loftferðunum milli kaupstaða innanlands.

Fram kom að flugvélin tæki aðeins einn farþega og einn flugmann og væri tilgangurinn sá að vekja áhuga fólks fyrir þessu nýja samgöngutæki sem var farið að leggja allan heiminn undir sig á þeim tíma.

Flugvélin var flutt hingað til lands í júlí árið 1919, tveimur mánuðum áður en fyrsta flugið átti sér stað

Í kjölfarið ákvað bæjarstjórnin að láta laga hluta af túnum í Vatnsmýrinni og var það leigt til félagsins sem flugvallarland sem síðar markaði upphafið af Reykjavíkurflugvelli sem hefur verið hjarta flugsamgangna á Íslandi allar götur síðan.

Boðað var til atburðar á túninu 3. september þetta árið og tilkynnt að nú skildi flugvél hefja sig til flugs um kvöldið fóru bæjarbúar að skima til himins er hljóð frá mótorum heyrðist frá flugvellinum.

Kapteinn Cecil Torben Faber

Hópur safnaðist saman til að berja nýja samgöngutækið augum

Hópur fólks hafði safnast saman í Vatnsmýrinni til að berja atburðinn augum og höfðu fæstir séð flugvél áður með berum augum. Var því um furðugrip að ræða eins og orðar var í fréttum en aðeins voru 16 ár liðin frá því Wright-bræður flugu fyrsta flugið í mannkynssögunni.

Í ræðu að tilefni fyrsta flugsins kom fram að flugvélin væri það samgöngutæki sem hvorki þyrfti brýr né vegi og gæti það flogið yfir fjöll, dali, hraun og jökla.

Að lokinni ræðu steig Cecil Faber upp í Avro-flugvélinni á meðan vélfræðingur hans snéri loftskrúfunni og í gang fór vélin.

Sumum brá í brún í hópi þeirra sem stóðu fyrir aftan flugvélina er mikinn vindgust lagði frá skrúfunni. Því næst hélt vélin af stað eftir túninu. Þegar flugvélin fór í loftið var því fagnað með lófaklappi og segir í fréttum að hestarnir við túnið hafi verið mjög hissa ásamt því að einn hundur ætlaði að tryllast.

Teikningar af Avro 504K flugvélinni

Fór í 1.500 fet og flaug í 15 mínútur í fyrsta fluginu

Flugvélin fór upp í 1.500 feta hæð og tók svo dýfur og lék Faber listir sínar fyrir áhorfendaskarann í um 15 mínútur áður en hún kom inn til lendingar. Þetta kvöld var eftirminnilegt í hugum margra og voru margir sem lögðu leið sína aftur niður á flugvöllinn næstu daga í kjölfarið til þess að sjá flugvélina sem var einskonar „galdraverk“ nútímans og var loks komið í ljós að flugið væri ekki eins langt frá raunveruleikanum eins og menn vildu meina.

Næstu sumur bauð flugfélagið almenningi upp á útsýnisflug með flugvélinni en menn voru þó harðir á því að farartæki líkt og þetta yrði notað til að koma á fót reglubundnum flugsamgöngum frá Vatnsmýrinni til landsbyggðarinnar og varð það draumur manna sem átti svo sannarlega eftir að verða að veruleika.

Dagskrá í tilefni af aldarafmæli flugsins fer fram í dag á Reykjavíkurflugvelli

100 ára afmæli flugs á Íslandi verður fagnað í dag með nokkrum atburðum og þar á meðal má nefna sögugöngu sem Isavia býður upp á þar sem áhugafólki er boðið að fræðast um Öskjuhlíð og Nauthólsvík undir leiðsögn Friðþórs Eydals sem hefur skrifað mikið um um sögu flugs og viðveru hersins en saga hersins og flugsins á Íslandi tvinnast mikið saman í Vatnsmýrinni.

Þá stendur Flugmálafélag Íslands fyrir móttöku klukkan 16:15 í dag á Reykjavíkurflugvelli og hefst athöfn með afhjúpun af módeli af Avro 504K flugvélinni sem flaug fyrsta flugið hérlendis og verður henni flogið hring um völlinn.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á á Reykjavíkurflugvelli á þeim 100 árum sem liðið hafa frá fyrsta fluginu

Þá verður Flugsafn Íslands með sögutengda sýningu um flug og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson fara með ávarp auk þess sem boðið verður upp á kaffi og veitingar.

Móttakan verður í flugskýli Geirfugls í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og er í samvinnu við Isavia, Flugsafn Íslands, Íslenska Flugsögufélagið og Flugfélagið Geirfugl.

Teikning af Avro 504K flugvélinni úr bókinni "Íslenskar flugvélar - saga í 90 ár", eftir Snorra Snorrason flugstjóra og breska listamanninn Wilfred Hardy sem gefin var út árið 2009







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga