flugfréttir

Ætla að trufla flugumferð um Heathrow með drónum

- Umhverfissinnar mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:10

Boeing 747 júmbó-þota British Airways í lendingu á Heathrow-flugvellinum í London

Lögreglan í Bretlandi undirbýr sig nú yfir yfirvofandi drónaárás á Heathrow-flugvöllinn í London en hópur breskra umhverfissinna ætla að fljúga drónum í nálægt við stærsta flugvelli Bretlands þann 13. september næstkomandi.

Hópurinn ætlar sér að raska áætlunarflugi og vonast til þess að með því verði settur þrýstingur á bresk stjórnvöld til þess að taka í taumana og hraða aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun er kemur að flugi.

Lögreglan í Lundúnum segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir drónaárásina en það eru samtök sem kalla sig „Heathrow Pause“ sem hafa lýst yfir fyrirhuguðum aðgerðum.

Í yfirlýsingu frá Heathrow Airports kemur fram að þótt það sé rétt að grípa verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga þá sé ekki rétta leiðin að fremja glæpsamlegar aðgerðir með því að stofna flugöryggi í hættu og raska ferðaáætlunum þúsunda farþega.

„Að fljúga drónum eða fjarstýrðum loftförum af hvaða tegund sem er í nálægð flugvalla varðar við lög og vinnum við í samstarfi við lögregluna með því markmiði að koma í veg fyrir slíkar aðgerðir. Einnig munum við notast við drónavarnir sem eru hannaðar til að lágmarka röskun af drónum í nálægð við flugvelli“, segir í tilkynningu frá Heathrow Airports.

„Heathrow Pause“ samtökin segja að til stendur að fljúga drónum innan við 5 kílómetra radíus frá Heathrow-flugvellinum sem er nóg til þess að raska brottförum og lendingum um völlinn.

„Aðgerðarleysi stjórnvalda er kemur að loftslagsbreytingum og fyrirætlunum um að stækka flugvöllinn enn frekar gerir það að verkum að við höfum enga annarra kosta völ en að bregðast við með aðgerðum“, segja samtökin.  fréttir af handahófi

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

Þotu snúið við eftir að farsími fannst um borð

23. október 2019

|

Breiðþotu af gerðinni Airbus A330 frá Air France var snúið við til Írlands á leið sinni til Bandaríkjanna um helgina eftir að í ljós kom að farsími fannst í vélinni sem enginn farþegi um borð né neinn

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00