flugfréttir

Ætla að trufla flugumferð um Heathrow með drónum

- Umhverfissinnar mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:10

Boeing 747 júmbó-þota British Airways í lendingu á Heathrow-flugvellinum í London

Lögreglan í Bretlandi undirbýr sig nú yfir yfirvofandi drónaárás á Heathrow-flugvöllinn í London en hópur breskra umhverfissinna ætla að fljúga drónum í nálægt við stærsta flugvelli Bretlands þann 13. september næstkomandi.

Hópurinn ætlar sér að raska áætlunarflugi og vonast til þess að með því verði settur þrýstingur á bresk stjórnvöld til þess að taka í taumana og hraða aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun er kemur að flugi.

Lögreglan í Lundúnum segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir drónaárásina en það eru samtök sem kalla sig „Heathrow Pause“ sem hafa lýst yfir fyrirhuguðum aðgerðum.

Í yfirlýsingu frá Heathrow Airports kemur fram að þótt það sé rétt að grípa verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga þá sé ekki rétta leiðin að fremja glæpsamlegar aðgerðir með því að stofna flugöryggi í hættu og raska ferðaáætlunum þúsunda farþega.

„Að fljúga drónum eða fjarstýrðum loftförum af hvaða tegund sem er í nálægð flugvalla varðar við lög og vinnum við í samstarfi við lögregluna með því markmiði að koma í veg fyrir slíkar aðgerðir. Einnig munum við notast við drónavarnir sem eru hannaðar til að lágmarka röskun af drónum í nálægð við flugvelli“, segir í tilkynningu frá Heathrow Airports.

„Heathrow Pause“ samtökin segja að til stendur að fljúga drónum innan við 5 kílómetra radíus frá Heathrow-flugvellinum sem er nóg til þess að raska brottförum og lendingum um völlinn.

„Aðgerðarleysi stjórnvalda er kemur að loftslagsbreytingum og fyrirætlunum um að stækka flugvöllinn enn frekar gerir það að verkum að við höfum enga annarra kosta völ en að bregðast við með aðgerðum“, segja samtökin.  fréttir af handahófi

Donald Trump fjallaði í ræðu sinni um flugvelli árið 1775

5. júlí 2019

|

Donald Trump, Bandaríkjaforseta, varð á í messunni í ræðu sinni í gær að tilefni þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna er hann rifjaði upp baráttu Bandaríkjanna í sjálfstæðisstríðinu og sagði að bandaríski h

Hafði ekki leyfi til að lenda í Bandaríkjunum og var snúið við

24. júní 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330 frá Brussels Airlines þurfti um helgina að snúa við aftur til Belgíu er hún var yfir Atlantshafinu þar sem í ljós kom að flugvélin hafði ekki leyfi til þess að le

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Turkmenistan Airlines pantar Boeing 777-200LR

15. september 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur fest kaup á einni Boeing 777-200LR þotu sem félagið á von á að fá árið 2021.

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00