flugfréttir

Emirates byrjar að fækka A380 risaþotunum

- Tvær þegar úr umferð sem verða nýttar í varahluti fyrir aðrar A380 þotur

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:46

Risaþotur Emirates á flugvellinum í Dubai

Emirates hefur innleitt áætlun sína sem miðar af því að fækka Airbus A380 risaþotunum í flota félagsins hægt og rólega á næstu árum.

Emirates hefur í dag 112 risaþotur í flotanum og stóð til á tímabili að endurnýja flotann og fjölga vélunum með næstu kynslóð af Airbus A380 en flugfélagið setti töluverðan þrýsting á Airbus á að koma með á markað Airbus A380neo sem átti að koma með sparneytnari hreyflum.

Airbus sá hinsvegar ekki grundvöll fyrir því að ræðast í þróun á nýrri kynslóð af risaþotunni og viðræður um A380neo fóru út um þúfur og á endanum ákvað Airbus að hætta framleiðslu á risaþotunni.

Vegna þessa hefur Emirates ekki séð ástæðu til að gera ráð fyrir að fjölga A380 risaþotunum og mun þeim því fækka eitthvað í flota Emirates. Flugfélagið gerir ráð fyrir að risaþoturnar verði um 90 til 100 talsins um miðjan næsta áratug.

Að minnsta kosti tvær Airbus A380 risaþotur hafa verið teknar úr umferð á Dubai World Central flugvellinum og verða þær notaðar í varahluti fyrir aðrar risaþotur í flotanum.

„Við höfum sett í gang áætlun okkar um að fækka risaþotunum og hafa tvær þegar verið teknar úr umferð. Það eru margar skoðanir framundan og það er betra að rífa varahluti úr eldri þotum á borð við hjólabúnað í stað þess að fjárfesta í nýju hjólastelli fyrir 3 milljarða króna“, segir Tim Clark, forstjóri Emirates.

Clark minnir á að A380 risaþotan verði áfram í flotanum í mörg ár til viðbótar þrátt fyrir að þeim eigi eftir að fara fækkandi. - „Þær verða enn í flotanum árið 2035. Þær munu ná hámarki í 115 þotum en svo fer talan niður í um 90 til 100 þotur um miðjan næsta áratug“, segir Clark.  fréttir af handahófi

Fyrstir til að fljúga milli Evrópu og Suður-Ameríku með A321LR

8. júlí 2019

|

Portúgalska flugfélagið TAP Air Portugal verður fyrsta flugfélagið til að hefja áætlunarflug með Airbus A321LR yfir Suður-Atlantshafið en félagið mun í haust hefja flug með þessari flugvélategund á

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Flugakademía Keilis útskrifar átján atvinnuflugnema

5. september 2019

|

Átján nemendur í atvinnuflugmannsnámi útskrifuðust sl. laugardag þann 31. ágúst frá Flugakademíu Keilis.

  Nýjustu flugfréttirnar

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Turkmenistan Airlines pantar Boeing 777-200LR

15. september 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur fest kaup á einni Boeing 777-200LR þotu sem félagið á von á að fá árið 2021.

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00