flugfréttir

Emirates byrjar að fækka A380 risaþotunum

- Tvær þegar úr umferð sem verða nýttar í varahluti fyrir aðrar A380 þotur

4. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:46

Risaþotur Emirates á flugvellinum í Dubai

Emirates hefur innleitt áætlun sína sem miðar af því að fækka Airbus A380 risaþotunum í flota félagsins hægt og rólega á næstu árum.

Emirates hefur í dag 112 risaþotur í flotanum og stóð til á tímabili að endurnýja flotann og fjölga vélunum með næstu kynslóð af Airbus A380 en flugfélagið setti töluverðan þrýsting á Airbus á að koma með á markað Airbus A380neo sem átti að koma með sparneytnari hreyflum.

Airbus sá hinsvegar ekki grundvöll fyrir því að ræðast í þróun á nýrri kynslóð af risaþotunni og viðræður um A380neo fóru út um þúfur og á endanum ákvað Airbus að hætta framleiðslu á risaþotunni.

Vegna þessa hefur Emirates ekki séð ástæðu til að gera ráð fyrir að fjölga A380 risaþotunum og mun þeim því fækka eitthvað í flota Emirates. Flugfélagið gerir ráð fyrir að risaþoturnar verði um 90 til 100 talsins um miðjan næsta áratug.

Að minnsta kosti tvær Airbus A380 risaþotur hafa verið teknar úr umferð á Dubai World Central flugvellinum og verða þær notaðar í varahluti fyrir aðrar risaþotur í flotanum.

„Við höfum sett í gang áætlun okkar um að fækka risaþotunum og hafa tvær þegar verið teknar úr umferð. Það eru margar skoðanir framundan og það er betra að rífa varahluti úr eldri þotum á borð við hjólabúnað í stað þess að fjárfesta í nýju hjólastelli fyrir 3 milljarða króna“, segir Tim Clark, forstjóri Emirates.

Clark minnir á að A380 risaþotan verði áfram í flotanum í mörg ár til viðbótar þrátt fyrir að þeim eigi eftir að fara fækkandi. - „Þær verða enn í flotanum árið 2035. Þær munu ná hámarki í 115 þotum en svo fer talan niður í um 90 til 100 þotur um miðjan næsta áratug“, segir Clark.  fréttir af handahófi

Isavia semur við Mace um uppbyggingu og stækkun á KEF

17. desember 2019

|

Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar.

Hluti af væng klipptist af Cessnu sem flaug á vír á útvarpsmastri

1. janúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 náði að lenda þrátt fyrir að meira en 1 metri

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfi

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00