flugfréttir

Vilja fá starfsmenn Boeing í viðtal vegna 737 MAX málsins

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:52

Frá verksmiðjum Boeing í Renton

Demókratar innan bandaríska þingsins auk nefndar um samgöngu- og innviðamál fara fram á að Boeing leyfi þeim starfsmönnum, sem komu að vottunarferli Boeing 737 MAX þotunnar, að mæta til viðtals og tjá sig varðandi það ferli sem átti sér stað er þotan var í þróun.

Bréf þess efnis var sent til Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóra Boeing, þann 12. september auk lögfræðinga innan Boeing.

„Það er mikilvægt fyrir nefndina að fá að heyra beint frá þeim starfsmönnum Boeing sem hafa upplýsingar um sérstök atriði varðandi þær ákvarðanir sem teknar voru en það er eitthvað sem yfirmenn Boeing hafa ekki viljað sjá sig um“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að yfirheyrslur varðandi Boeing 737 MAX málsins séu fyrirhugaðar á næstu vikum en þegar hafa margir sem hlut eiga að máli verið kallaðir til viðtals hjá yfirvöldum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa unnið í málinu er varðar MAX-vélarnar.

Meðal þeirra eru starfsmenn félags atvinnuflugmanna, yfirmenn frá opinberum stofnunum auk aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysunum tveimur en engin frá Boeing hefur mætt til viðtals.

Peter DeFazio, yfirmaður sérstakrar nefndar, sem hefur unnið að rannsóknnni, segir að Boeing hafi aðeins útvegað gögn sem hafa verið send til nefndarinnar en stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars viljað komast til botns í því með hvaða hætti bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfði Boeing að framkvæma sína eigin skoðun og vottanir á Boeing 737 MAX þotunni.

Einnig er stefnt á að rannsaka hvort að náið samstarf Boeing og FAA hafi farið fram í þeim tilgangi að stytta leiðina í vottunarferlinu til þess að koma Boeing 737 MAX fyrr á markaðinn svo þotan gæti byrjað að keppa við A320neo þotu Airbus.  fréttir af handahófi

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

BelugaXL fær vottun frá EASA

13. nóvember 2019

|

BelugaXL, nýja flutningaflugvél Airbus, hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) en 16 mánuðir eru frá því að fyrsta BelugaXL þotan flaug sitt fyrsta flug.

Hong Kong Airlines býður flugmönnum að yfirgefa félagið

4. október 2019

|

Vegna áframhaldandi óeirða í kjölfar mótmæla í Hong Kong og mikillar spennu milli stjórnvalda í Hong Kong og Kína hefur flugfélagið Hong Kong Airlines ákveðið að bjóða flugmönnum starfslokasamninga þ

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Missti mótor í flugtaki og fór í gegnum auglýsingaskilti

18. nóvember 2019

|

Þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega er lítil flugvél fór í gegnum auglýsingaskilti í bænum Ogden í Utah í Bandaríkjunum í gær.

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00