flugfréttir

Vilja fá starfsmenn Boeing í viðtal vegna 737 MAX málsins

12. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:52

Frá verksmiðjum Boeing í Renton

Demókratar innan bandaríska þingsins auk nefndar um samgöngu- og innviðamál fara fram á að Boeing leyfi þeim starfsmönnum, sem komu að vottunarferli Boeing 737 MAX þotunnar, að mæta til viðtals og tjá sig varðandi það ferli sem átti sér stað er þotan var í þróun.

Bréf þess efnis var sent til Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóra Boeing, þann 12. september auk lögfræðinga innan Boeing.

„Það er mikilvægt fyrir nefndina að fá að heyra beint frá þeim starfsmönnum Boeing sem hafa upplýsingar um sérstök atriði varðandi þær ákvarðanir sem teknar voru en það er eitthvað sem yfirmenn Boeing hafa ekki viljað sjá sig um“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að yfirheyrslur varðandi Boeing 737 MAX málsins séu fyrirhugaðar á næstu vikum en þegar hafa margir sem hlut eiga að máli verið kallaðir til viðtals hjá yfirvöldum þar sem bandarísk stjórnvöld hafa unnið í málinu er varðar MAX-vélarnar.

Meðal þeirra eru starfsmenn félags atvinnuflugmanna, yfirmenn frá opinberum stofnunum auk aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysunum tveimur en engin frá Boeing hefur mætt til viðtals.

Peter DeFazio, yfirmaður sérstakrar nefndar, sem hefur unnið að rannsóknnni, segir að Boeing hafi aðeins útvegað gögn sem hafa verið send til nefndarinnar en stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars viljað komast til botns í því með hvaða hætti bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) leyfði Boeing að framkvæma sína eigin skoðun og vottanir á Boeing 737 MAX þotunni.

Einnig er stefnt á að rannsaka hvort að náið samstarf Boeing og FAA hafi farið fram í þeim tilgangi að stytta leiðina í vottunarferlinu til þess að koma Boeing 737 MAX fyrr á markaðinn svo þotan gæti byrjað að keppa við A320neo þotu Airbus.  fréttir af handahófi

Airbus kynnir plasthlíf fyrir A350 gegn kaffisulli

24. apríl 2020

|

Airbus hefur komið með lausn á kaffisullsvandanum sem hafði herjað á þá flugmenn sem flugu Airbus A350 þotunum og hefur framleiðandinn kynnt sérstaka plashlíf sem farið er fram á að notuð verði til a

Finnair stefnir á flug til 40 áfangastaða í júlí

19. maí 2020

|

Finnair stefnir á að halda áfram áætlunarflugi til 40 áfangastaða frá og með 1. júlí næstkomandi en félagið ætlar að hefja meðal annars flug til flestallra áfangastaða sinna í Asíu.

Flugvélaleiga höfðar mál gegn Boeing vegna 737 MAX

23. apríl 2020

|

Flugvélaleigufyrirtækið ALAFCO í Kúvæt hefur höfðað mál gegn Boeing vegna pöntunar fyrirtækisins á Boeing 737 MAX en ALAFCO segir að Boeing hafi ekki endurgreitt fyrirtækinu þær greiðslur sem greidd

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00