flugfréttir

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

- Flugstjórinn lenti þotunni eins síns liðs

15. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:31

Stjórnklefa á Airbus A320 þotu í aðflugi á lokastefnu

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi sem birt var þann 12. september sl. en atvikið átti sér stað þann 30. september í fyrra en flugstjórinn kláraði lendingu eins síns liðs.

Fram kemur að flugmaðurinn hafi fengið kvíðakast í kjölfar fráhvarfsflugs („go around“) sem átti sér stað deginum áður sem hafði áhrif á starfsgetu hans næsta dag þegar kvíði fór að byggjast upp þegar hann var í aðflugi að flugvellinum í Glasgow.

Í skýrslunni er ekki tilgreint hvaða flugfélag á í hlut en fram kemur skráning þotunnar sem mun vera Airbus A319 þotu í flota easyJet.

Fram kemur að flugstjórinn og flugmaðurinn hafi flogið saman deginum áður frá Glasgow til Mallorca en þá var aðstoðarflugmaðurinn að handfljúga vélinni á lokastefnu að flugvellinum í Palma.

Þegar vélin var í 30 fetum yfir braut kom snörp vindhviða sem feykti vélinni til af stefnu í átt að brautarjaðrinum sem varð til þess að flugstjórinn tók við stjórninni og hætti við lendinguna og fór í fráhvarfsflug.

Daginn eftir voru báður flugmennirnir aftur að fljúga saman frá Glasgow til London Stansted og því næst til baka til Glasgow og tók flugmaðurinn lendinguna í Glasgow en um borð voru 148 farþegar og sex manna áhöfn.

Þotan var af gerðinni Airbus A319

Hægt og bítandi á leiðinni til Glasgow fór kvíði að byggjast upp hjá flugmanninum sem jókst til muna þegar flugstjórinn nefndi vindhvörf („wind shear“) í aðfluginu. Fljótlega sagði flugmaðurinn við flugstjórann að hann treysti sér ekki til að ljúka aðfluginu og lendingunni og yfirgaf hann stjórnklefann.

Sjúkrabíll beið vélarinnar og vitjaði læknateymi flugmannsins sem sagði að hann hefði fengið kvíðakast.

Flugstjórinn sagði í viðtali við rannsóknarnefndina að honum sýndist flugmanninum líða „nokkuð vel“ er þeir voru að fara yfir flugið frá Glasgow til Palma daginn áður þar sem þeir ræddu fráhvarfsflugið sem þeir þurftu að taka en flugstjórinn sagði að flugmaðurinn hefði verið pirraður og ósáttur við frammistöðuna hjá sér en flugstjórinn sá ekki ástæða til að aðhafast eitthvað frekar í málinu.

Flugstjórinn sagði að daginn eftir er þeir flugu frá Glasgow til London Stansted hafi hann spurt flugmanninn hvernig honum liði í dag en ákvað hann að vera ekki að spyrja hann eitthvað mikið út í það og tók hann ekki eftir neinum ummerkjum um stress í fari hans.

Fyrsta sinn sem hann lenti í vindhvörfum

Flugmaðurinn sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hann hefði upplifað vindhvörf þegar þeir voru að lenda í Palma og honum hefði fundist það frekar óþægilegt. Einnig sagði hann að honum hefði fundist erfitt að koma vélinni aftur inn á stefnu að miðlínu og koma vélinni í „flare“ á sama tíma og óttaðist hann að vélin myndi koma niður á brautarjaðrinum.

Þá nefndi flugmaðurinn einnig að hann hefði ekki sofið mjög vel daginn áður og vissi hann að að það væri ferli sem er ætlað til að tilkynna þreytu eða veikindi en þar sem ekki var um að ræða flug snemma að morgni þá fannst honum hann vera í góðu flugformi.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði fundið fyrir kvíða byggjast upp daginn eftir er þeir flugu til baka frá London Stansted til Glasgow og hefði hann farið að ofhugsa hlutina og setti þrýsting á sjálfan sig að ná fullkominni lendingu.

Tilfinningarnar og hugsanirnar náði hinsvegar yfirhöndinni sem varð honum um megn og náði það hámarki þegar kom að aðfluginu að Glasgow-flugvelli.

Niðurstaða skýrslunar er sú að það hafi verið á ábyrgð flugmannsins að sleppa því að fljúga og tilkynna um líðan sína ef honum fannst það vera ástæða til og ráðfæra sig við flugstjórann á hvaða tímapunkti sem er á meðan á flugi stóð en fram kemur að það geti verið þó erfitt fyrir flugmenn að vega og meta hvenær þeim þykir ástæða að lýsa því yfir að þeir telji sig ekki vera í formi til að fljúga.

Þá fannst flugmanninum einnig að hann yrði að ná fullkominni lendingu til að „endurræsa“ sjálfstraustið sitt og þar af leiðandi var hann staðráðinn í að komast í gegnum kvíðann í stað þess að bugast sem á endanum varð raunin.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga