flugfréttir

Delta kaupir fimmtungs hlut í stærsta flugfélagi S-Ameríku

- Fjárfesta í LATAM fyrir 243 milljarða króna og taka að sér flugvélakaup

27. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:20

LATAM var stofnað árið 2012 við samruna LAN Chile og TAM og er félagið stærsta flugfélag Suður-Ameríku

Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

Fram kemur að Delta Air Lines mun fjárfesta fyrir 1.9 milljarð bandaríkjadali í LATAM sem samsvarar 234 milljörðum króna en til samans munu leiðarkerfi flugfélaganna tveggja telja 435 áfangastaði í sex heimsálfum.

Hluti af samningnum er að Delta mun fjármagna kaup á fjórum nýjum Airbus A350 þotum fyrir LATAM og tryggja fyrirhuguð kaup á 10 slíkum þotum til viðbótar.

Delta mun fá sæti í stjórn LATAM og fjárfesta fyrir yfir 40 milljarða króna þar að auki í samstarfinu sjálfu en með því mun LATAM yfirgefa flugfélagabandalagið oneworld en félagið hefur verið meðlimur í því frá árinu 1999.

„Þetta eru vonbrigði fyrir okkur en við virðum þeirra ákvörðun. Þeir hafa verið traustir meðlimir í langan tíma og við óskum þeim velfarnaðar“, segir í yfirlýsingu frá oneworld.

LATAM varð til við samruna flugfélaganna LAN Airlines og TAM Airlines sem sameinuðust árið 2012 en við sameininguna varð til stærsta flugfélag Suður-Ameríku.  fréttir af handahófi

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Ryanair í mál við fráfarandi rekstrarstjóra félagsins

12. ágúst 2019

|

Ryanair hefur höfðað mál gegn Peter Bellew, fráfarandi rekstrarstjóra félagsins, sem er á förum yfir til easyJet sem er aðal samkeppnisaðili Ryanair.

87 flugmönnum sagt upp hjá Icelandair

25. september 2019

|

Icelandair hefur sagt upp 87 flugmönnum hjá félaginu og hefur félagið ákveðið að grípa til þeirra aðgerða sem koma í stað ákvörðunar um að lækka 111 flugmenn niður í hálft starf eins og upphaflega st

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00