flugfréttir

Einn flugmaður í fraktflugi skref að sömu tækni fyrir farþegaflug

- Einn flugmaður í farþegaflugi ein lausn við flugmannaskortinum

27. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Markmið Airbus er að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verði flugmenn óþarfir

Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag krefjast tveggja flugmanna samkvæmt reglugerðum.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus, hélt fyrirlestur á ISTAT EMEA ráðstefnunni í Berlín þann
25. september þar sem hún greindi frá rannsóknum sem Airbus vinnur nú að til að þróa stórar flugvélar þar sem aðeins verður þörf á einum flugmanni.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus

Með stórum fraktflugvélum þar sem aðeins einn flugmaður verður við stjórn segir Lohwasser að með því verður tekið eitt skref nær því að farþegaflug gæti orðið í framtíðinni flogið með aðeins einum flugmanni í stað tveggja en ekki eru mörg ár síðan að þrír voru í áhöfn í stjórnklefanum.

Einn flugmaður í stjórnklefa einnig leið til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga

„Það gefur auga leið að það er skortur á flugmönnum og ástandið mun ekki skána á næstu árum“, sagði Lohwasser sem benti einnig á að þróun á umverfisvænni flugvélum mun verða kostanaðarsamt á sama tíma og verð á flugvélaeldsneyti fer hækkandi. Þar af leiðandi þarf að finna leiðir til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga og mætti gera það með því að fækka flugmönnum í stjórnklefanum.

Lohwasser segir að markmiðið sé að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verða flugmenn óþarfir og munu þær því fljúga án flugmanna með sjálfstýringartækni og verði þeim þá stjórnað af jörðu niðri.  fréttir af handahófi

Nýtt vandamál uppgötvast með Boeing 737 MAX

18. janúar 2020

|

Nýtt vandamál í hugbúnaði um borð í Boeing 737 MAX þotunum hefur uppgötvast en vandamálið kom í ljós í vottunarferlinu sem staðið hefur yfir sl. mánuði.

Hluti af væng klipptist af Cessnu sem flaug á vír á útvarpsmastri

1. janúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 náði að lenda þrátt fyrir að meira en 1 metri

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00