flugfréttir

Einn flugmaður í fraktflugi skref að sömu tækni fyrir farþegaflug

- Einn flugmaður í farþegaflugi ein lausn við flugmannaskortinum

27. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Markmið Airbus er að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verði flugmenn óþarfir

Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag krefjast tveggja flugmanna samkvæmt reglugerðum.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus, hélt fyrirlestur á ISTAT EMEA ráðstefnunni í Berlín þann
25. september þar sem hún greindi frá rannsóknum sem Airbus vinnur nú að til að þróa stórar flugvélar þar sem aðeins verður þörf á einum flugmanni.

Daniela Lohwasser, yfirmaður rannsóknar- og tæknideildar Airbus

Með stórum fraktflugvélum þar sem aðeins einn flugmaður verður við stjórn segir Lohwasser að með því verður tekið eitt skref nær því að farþegaflug gæti orðið í framtíðinni flogið með aðeins einum flugmanni í stað tveggja en ekki eru mörg ár síðan að þrír voru í áhöfn í stjórnklefanum.

Einn flugmaður í stjórnklefa einnig leið til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga

„Það gefur auga leið að það er skortur á flugmönnum og ástandið mun ekki skána á næstu árum“, sagði Lohwasser sem benti einnig á að þróun á umverfisvænni flugvélum mun verða kostanaðarsamt á sama tíma og verð á flugvélaeldsneyti fer hækkandi. Þar af leiðandi þarf að finna leiðir til að lækka rekstrarkostnað flugfélaga og mætti gera það með því að fækka flugmönnum í stjórnklefanum.

Lohwasser segir að markmiðið sé að á endanum verði hægt að fullþróa gervigreindartækni í flugvélum sem þýðir að einn daginn verða flugmenn óþarfir og munu þær því fljúga án flugmanna með sjálfstýringartækni og verði þeim þá stjórnað af jörðu niðri.  fréttir af handahófi

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Flugakademía Keilis útskrifar átján atvinnuflugnema

5. september 2019

|

Átján nemendur í atvinnuflugmannsnámi útskrifuðust sl. laugardag þann 31. ágúst frá Flugakademíu Keilis.

Icelandair mun hætta flugi til San Francisco og Kansas City

30. september 2019

|

Icelandair mun hætta áætlunarflugi til tveggja áfangastaða í Norður-Ameríku sem flogið hefur verið til yfir sumartímann sl. tvö ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00