flugfréttir

Bjóða öllum menntaskólanemum í Aspen ókeypis flugtíma

- Vilja koma sem flestum nemendum í Aspen í Colorado í flugnám

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:19

Michael Pearce segir að enginn flugskóli hafi áður gert svipað og Aspen Flight Academy er að gera núna sem er að bjóða menntaskólanemum upp á frítt flug

Flugakademían í Aspen í Colorado ætlar að gefa öllum nemendum við Aspen Public menntaskólann ókeypis flugtíma til að hvetja þá til þess að leggja fyrir sig nám í flugtengdum greinum.

Um 556 nemendur stunda nám við Aspen Public menntaskólann og geta þeir allir nýtt sér tilboð flugskólans sem hefur farið af stað með herför sem nefnist „Every Student Flies“.

Þeir nemendur sem nýta sér þetta tækifæri fá frítt kynnisflug með flugkennara um borð í kennsluvélum af gerðinni Diamond DA40 og að flugi loknu fara þeir í skoðunarferð í flugturninn á Aspen/Pitkin County flugvellinum.

Öllum nemendum við menntaskólann í Aspen stendur til boða að
fá frítt kynnisflug

Kennarar og starfsmenn menntaskólans fá líka að fljúga með nemendunum

Þá stendur kennurum og starfsfólki við Aspen Public menntaskólann einnig til boða að koma með nemendum í frían flugtíma hjá flugskólanum og upplifa hvernig það er að fljúga í lítilli flugvél.

„Every Student Flies“ verkefnið var sett af stað af Michael Pearce sem starfar sem flugstjóri Boeing 777 hjá American Airlines en hann er einnig í stjórn flugskólans Aspen Flight Academy.

„Við erum mjög spennt yfir því að fara af stað með þetta einstaka verkefni sem er að bjóða öllum nemendum við menntaskólann í Aspen það tækifæri að upplifa flugið og kynnast þeim störfum sem bjóðast í fluginu“, segir Pearce sem tekur fram að þetta sé eitthvað sem enginn annar flugskóli hafi gert áður.

Aspen Flight Academy hefur keypt tvær nýjar Diamond DA40 vélar sérstaklega vegna verkefnisins

„Þetta er alveg einstakt tækifæri sem við erum að bjóða nemendum í menntaskólum og þetta mun ekki kosta þá, eða fjölskyldu þeirra, ekki krónu“, segir einn flugkennari við flugskólann.  fréttir af handahófi

Flugstjóri hjá Aeroflot ákærður í kjölfar flugslyss

3. október 2019

|

Saksóknarar í Rússlandi hafa gefið út kæru á hendur flugstjóra hjá Aeroflot í kjölfar flugslyss en hann flaug Sukhoi Superjet 100 þotu félagsins sem varð alelda eftir harkalega lendingu í Moskvu í ma

Flugmenn Thomas Cook segjast hafa verið stungnir í bakið

23. september 2019

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) hafa birt frá sér yfirlýsingu í kjölfar gjaldþrots Thomas Cook þar sem flugmenn segja að þeir hafi verið „stungnir í bakið“ og skildir eftir í algjörri óvissu e

WOW air á að fljúga á ný strax í næsta mánuði

6. september 2019

|

Til stendur að koma rekstri WOW air aftur í gang í október. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var á Grillinu á Hótel Sögu skömmu eftir hádegi í dag þar sem bandaríska vi

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00