flugfréttir

Bjóða öllum menntaskólanemum í Aspen ókeypis flugtíma

- Vilja koma sem flestum nemendum í Aspen í Colorado í flugnám

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:19

Michael Pearce segir að enginn flugskóli hafi áður gert svipað og Aspen Flight Academy er að gera núna sem er að bjóða menntaskólanemum upp á frítt flug

Flugakademían í Aspen í Colorado ætlar að gefa öllum nemendum við Aspen Public menntaskólann ókeypis flugtíma til að hvetja þá til þess að leggja fyrir sig nám í flugtengdum greinum.

Um 556 nemendur stunda nám við Aspen Public menntaskólann og geta þeir allir nýtt sér tilboð flugskólans sem hefur farið af stað með herför sem nefnist „Every Student Flies“.

Þeir nemendur sem nýta sér þetta tækifæri fá frítt kynnisflug með flugkennara um borð í kennsluvélum af gerðinni Diamond DA40 og að flugi loknu fara þeir í skoðunarferð í flugturninn á Aspen/Pitkin County flugvellinum.

Öllum nemendum við menntaskólann í Aspen stendur til boða að
fá frítt kynnisflug

Kennarar og starfsmenn menntaskólans fá líka að fljúga með nemendunum

Þá stendur kennurum og starfsfólki við Aspen Public menntaskólann einnig til boða að koma með nemendum í frían flugtíma hjá flugskólanum og upplifa hvernig það er að fljúga í lítilli flugvél.

„Every Student Flies“ verkefnið var sett af stað af Michael Pearce sem starfar sem flugstjóri Boeing 777 hjá American Airlines en hann er einnig í stjórn flugskólans Aspen Flight Academy.

„Við erum mjög spennt yfir því að fara af stað með þetta einstaka verkefni sem er að bjóða öllum nemendum við menntaskólann í Aspen það tækifæri að upplifa flugið og kynnast þeim störfum sem bjóðast í fluginu“, segir Pearce sem tekur fram að þetta sé eitthvað sem enginn annar flugskóli hafi gert áður.

Aspen Flight Academy hefur keypt tvær nýjar Diamond DA40 vélar sérstaklega vegna verkefnisins

„Þetta er alveg einstakt tækifæri sem við erum að bjóða nemendum í menntaskólum og þetta mun ekki kosta þá, eða fjölskyldu þeirra, ekki krónu“, segir einn flugkennari við flugskólann.  fréttir af handahófi

Íhuga að stöðva framleiðsluna á 737 MAX í Renton

16. desember 2019

|

Svo gæti farið að Boeing muni grípa til þess ráðs að loka tímabundið verksmiðjum sínum í Renton og stöðva framleiðslu á Boeing 737 MAX þotunni samkvæmt frétt sem dagblaðið The Seattle Times birti í g

Airbus með pantanir í 274 þotur í janúar

9. febrúar 2020

|

Airbus fékk pantanir í 274 nýjar farþegaþotur í janúar sl. en á sama tíma afhenti flugvélaframleiðandinn 31 þotu.

Flugmannaskortur talin orsök flugatviks í Portúgal

29. desember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Portúgal hafa komist að þeirri niðurstöðu að skortur á flugmönnum hafi verið meginorsök atviks sem átti sér stað þann 6. júlí í fyrra er flugvél af gerðinni ATR 72-600 frá flugféla

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.