flugfréttir

Adria Airways er gjaldþrota

- Ríkisstjórn Slóveníu stefnir á stofnun nýs flugfélags sem fyrst

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Flugvélum Adria Airways höfðu þegar verið lagt

Slóvneska flugfélagið Adria Airways er gjaldþrota en félagið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið hafi formlega óskað eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta og hætt flugrekstri.

Adria Airways verður tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar dómsúrskurðar og endar þar með 58 ára saga félagsins sem var stofnað árið 1961 sem Index-Adria Aviopromet og síðar Inex-Adria Airways.

Zdravko Počivalšek, efnahagsþróunarráðherra Slóveníu, segir að ríkisstjórn landsins stefni á að stofna nýtt ríkisflugfélag eins fljótt og auðið er til að fylla í skarð Adria Airways svo hægt sé að tryggja samgöngur til og frá landinu en ráðherrann tekur samt fram að stofnun nýs flugfélags mun taka einhvern tíma.

Rekstur Adria Airways var keyptur af þýska fjárfestingarfyrirtækinu 4K í Munchen árið 2016 en áform fyrirtækisins til þess að láta flugfélagið vaxa og dafna gengu ekki eftir.

Flugfélagið Adria Airways var mjög virkt á samfélagsmiðlum á borð við Instagram

Síðastliðna viku hefur Adria Airways aflýst 400 flugferðum og aðeins haldið úti áætlunarflugi til Frankfurt en öllu flugi hefur nú verið aflýst.

Skiptar skoðanir hafa verið meðal þingmanna í ríkistjórn Slóveníu varðandi hvort að ríkið hefði átt að grípa inn í og bjarga rekstri félagsins en talið var að staða félagsins hafi verið of slæm til að grípa til björgunaraðgerða.

Ekki er enn vitað nákvæmlega hversu miklar skuldir félagsins voru en talið er að þær nemi 8 milljörðum króna. Félagið átti ekki neinar haldbærar eignir og allar þotur félagsins voru teknar á leigu frá flugvélaleigufyrirtækjum.  fréttir af handahófi

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Orðrómur um að Norwegian ætli að yfirgefa Argentínu

2. desember 2019

|

Svo gæti farið að ævintýri Norwegian í Argentínu sé að nálgast endalokin ef marka má heimildamenn sem þekkja til sem segja að flugfélagið norska sé að leita að nýjum eigendum til þess að taka yfir st

Piper Comanche fórst í íbúðarhverfi í San Antonio

2. desember 2019

|

Þrír létust í flugslysi er lítil flugvél af gerðinni Piper PA-24 Comanche brotlenti í íbúðarhverfi í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.