flugfréttir

Adria Airways er gjaldþrota

- Ríkisstjórn Slóveníu stefnir á stofnun nýs flugfélags sem fyrst

30. september 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Flugvélum Adria Airways höfðu þegar verið lagt

Slóvneska flugfélagið Adria Airways er gjaldþrota en félagið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið hafi formlega óskað eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta og hætt flugrekstri.

Adria Airways verður tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar dómsúrskurðar og endar þar með 58 ára saga félagsins sem var stofnað árið 1961 sem Index-Adria Aviopromet og síðar Inex-Adria Airways.

Zdravko Počivalšek, efnahagsþróunarráðherra Slóveníu, segir að ríkisstjórn landsins stefni á að stofna nýtt ríkisflugfélag eins fljótt og auðið er til að fylla í skarð Adria Airways svo hægt sé að tryggja samgöngur til og frá landinu en ráðherrann tekur samt fram að stofnun nýs flugfélags mun taka einhvern tíma.

Rekstur Adria Airways var keyptur af þýska fjárfestingarfyrirtækinu 4K í Munchen árið 2016 en áform fyrirtækisins til þess að láta flugfélagið vaxa og dafna gengu ekki eftir.

Flugfélagið Adria Airways var mjög virkt á samfélagsmiðlum á borð við Instagram

Síðastliðna viku hefur Adria Airways aflýst 400 flugferðum og aðeins haldið úti áætlunarflugi til Frankfurt en öllu flugi hefur nú verið aflýst.

Skiptar skoðanir hafa verið meðal þingmanna í ríkistjórn Slóveníu varðandi hvort að ríkið hefði átt að grípa inn í og bjarga rekstri félagsins en talið var að staða félagsins hafi verið of slæm til að grípa til björgunaraðgerða.

Ekki er enn vitað nákvæmlega hversu miklar skuldir félagsins voru en talið er að þær nemi 8 milljörðum króna. Félagið átti ekki neinar haldbærar eignir og allar þotur félagsins voru teknar á leigu frá flugvélaleigufyrirtækjum.  fréttir af handahófi

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Flugvél hlekktist á í flugtaki í Rangárþingi

27. júlí 2019

|

Tilkynnt var um flugslys á þriðja tímanum í dag á flugvellinum á Haukadalsmelum í Rangárþingi er lítilli flugvél hlekktist á í flugtaki.

Rekstur Norwegian sagður hanga á bláþræði

9. september 2019

|

Sagt er að Norwegian sé að reyna við síðasta hálmstráið til þess að forða flugfélaginu norska frá gjaldþroti en í augnarblikinu er rekstrarfé félagsins af mjög skornum skammti og á félagið í viðræðum

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00