flugfréttir

Telja öruggt að Brandenburg opnar í október 2020

- Prófanir á lagfæringum á göllum í flugstöðinni lofa góðu

1. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:47

Flughlaðið fyrir framan Terminal 1 flugstöðvarbygginguna á Brandenburg-flugvellinum

Stjórnendur Brandenburg-flugvallarins í Berlín telja að núverandi opnunardagsetning vallarins muni standast og er sagt að ekkert ætti að koma í veg fyrir að hann verði tekinn í notkun í október 2020.

Viðamiklar prófanir hafa farið fram á endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni Terminal 1 í kjölfar fjölda galla sem hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að opna flugvöllinn.

Rekstarfélagið FBB hélt fund með stjórnarmeðlimum flugvallarins í vikunni þar sem fram kom að niðurstöður úr fjölda prófanna sem staðið hafa yfir í sumar leiða í ljós að árangurinn sé „jákvæður“ en flestir gallarnir hafa snúið að brunakerfi vallarins, ljósakerfi auk öryggisbúnaðar.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri FBB, segir að bara það að brunakerfið virki núna eins og það eigi að gera sér mjög stórt skrefi í áttina að því að hægt sé að opna flugvöllinn.

Innritunarborð Lufthansa hafa staðið auð í nokkur ár

Endanleg skýrsla með niðurstöðum úr prófunum með greinargerð yfir árangur í kjölfar lagfæringanna verður birt í lok þessa mánaðar og er því talið að ekkert ætti að geta breytt því að opnun Brandenburg-flugvallarins verður í október á næsta ári.

Opnun flugvallarins hefur mörgum sinnum verið frestað sl. 7 ár og var búið að breyta það oft um dagsetningu að á endanum var hætt að ákveða nýja dagsetningu þar sem þær höfðu aldrei staðist en upphaflega stóð til að taka BER í notkun árið 2011.

Áður hefur komið fram að það sé búið að kosta þýska ríkið um 70 milljónir króna hver einasti dagur sem líður sem flugvöllurinn hefur ekki verið notaður og þá hefur lest, sem gengur til og frá flugvellinum til miðborg Berlínar, gengið reglulega dag og nótt í öll þessi ár.  fréttir af handahófi

Færeyingar panta enn aðra A320neo þotu frá Airbus

25. september 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Þjálfunarflugstjóri veiktist í aðflugi að Leipzig

8. ágúst 2019

|

Þjálfunarflugstjóri veiktist um borð í stjórnklefa á Airbus A300-600 fraktþotu er verið var að þjálfa nýjan flugmann á vélina í fraktflugi frá Stokkhólmi til Leipzig.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00