flugfréttir

Telja öruggt að Brandenburg opnar í október 2020

- Prófanir á lagfæringum á göllum í flugstöðinni lofa góðu

1. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:47

Flughlaðið fyrir framan Terminal 1 flugstöðvarbygginguna á Brandenburg-flugvellinum

Stjórnendur Brandenburg-flugvallarins í Berlín telja að núverandi opnunardagsetning vallarins muni standast og er sagt að ekkert ætti að koma í veg fyrir að hann verði tekinn í notkun í október 2020.

Viðamiklar prófanir hafa farið fram á endurbótum sem gerðar hafa verið á flugstöðinni Terminal 1 í kjölfar fjölda galla sem hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að opna flugvöllinn.

Rekstarfélagið FBB hélt fund með stjórnarmeðlimum flugvallarins í vikunni þar sem fram kom að niðurstöður úr fjölda prófanna sem staðið hafa yfir í sumar leiða í ljós að árangurinn sé „jákvæður“ en flestir gallarnir hafa snúið að brunakerfi vallarins, ljósakerfi auk öryggisbúnaðar.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri FBB, segir að bara það að brunakerfið virki núna eins og það eigi að gera sér mjög stórt skrefi í áttina að því að hægt sé að opna flugvöllinn.

Innritunarborð Lufthansa hafa staðið auð í nokkur ár

Endanleg skýrsla með niðurstöðum úr prófunum með greinargerð yfir árangur í kjölfar lagfæringanna verður birt í lok þessa mánaðar og er því talið að ekkert ætti að geta breytt því að opnun Brandenburg-flugvallarins verður í október á næsta ári.

Opnun flugvallarins hefur mörgum sinnum verið frestað sl. 7 ár og var búið að breyta það oft um dagsetningu að á endanum var hætt að ákveða nýja dagsetningu þar sem þær höfðu aldrei staðist en upphaflega stóð til að taka BER í notkun árið 2011.

Áður hefur komið fram að það sé búið að kosta þýska ríkið um 70 milljónir króna hver einasti dagur sem líður sem flugvöllurinn hefur ekki verið notaður og þá hefur lest, sem gengur til og frá flugvellinum til miðborg Berlínar, gengið reglulega dag og nótt í öll þessi ár.  fréttir af handahófi

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Ernest svipt flugrekstarleyfinu

30. desember 2019

|

Flugmálayfirvöld á Ítalíu hafa tilkynnt að þau munu svipta lágfargjaldafélaginu Ernest airlines flugrekstarleyfinu strax í byrjun ársins 2020.

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.