flugfréttir

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

- Verður dýrkeypt fyrir bandarísk flugfélög sem hafa pantað þotur frá Airbus

5. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:11

Tollarnir eiga eftir að hafa áhrif á allar þær pantanir sem bandarísk flugfélag hafa lagt inn til Airbus

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.

Þetta þýðir að öll bandarísk flugfélög, sem hafa pantað farþegaþotur frá Airbus fyrir fleiri millljarða króna, munu þurfa að greiða mjög háar upphæðir en tollarnir eru 10% af kaupverði.

Tollarnir ná til allra flugvéla sem eru 30 tonn af þyngd og yfir sé miðað við þyngd án hleðslu en tollarnir ná ekki til þeirra flugvéla sem notaðar eru í hernaðarlegum tilgangi.

Tollarnir eru hluti af þeirri álagningu sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur kynnt að undanförnu og ná þeir einnig yfir aðrar vörur og þar á meðal matvörur frá Frakklandi og Ítalíu.

Fram kemur að tollar á evrópskar flugvélar sem keyptar eru til Bandaríkjanna sé samt hluti af áralöngum deilum milli Boeing og Airbus en Boeing hefur allt frá árinu 2004 sakað Airbus um að hafa þegið ólögmætar greiðslur frá ríkisstjórnum Evrópulanda sem framleiðandinn á að hafa notað til að fjármanga þróun og smíði á risaþotunni Airbus A380 og Airbus 350.

Airbus segir að fyrirhugaðir tollar bandarískra stjórnvalda, sem eiga að taka í gildi þann 18. október næstkomandi, mun auka enn óvissuna með framtíð flugfélaganna og koma á ójafnvægi í flugiðnaðinum.

Tollarnir munu án efa hafa mikil áhrif á rekstur bandarískra flugfélaga en Delta Air Lines hefur pantað 170 þotur frá Airbus og mun kaupverðið við þær pantanir hækka umtalsvert en ekki er vitað hver áhrifin verða er kemur að pöntun félagsins í Airbus A220 sem framleiddar eru í Kanada.  fréttir af handahófi

EasyJet gagnrýnt fyrir sæti með engu sætisbaki

7. ágúst 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur svarað fyrir þá gagnrýni sem félagið hefur fengið á sig eftir að ljósmynd var birt á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir konu sitja í sæti sem hafði ekkert sætisb

Endaði með nefið á ljósastaur við flugstöð í Perth

30. júlí 2019

|

Engan sakaði er lítil farþegaþota af gerðinni Avro RJ85 endaði á ljósastaur á flugstöðvarbyggingu á flugvellinum í Perth í Ástralíu í nótt.

Tveggja vikna töf á endurreisn hiðs nýja WOW air

25. september 2019

|

Nýja WOW air flugfélagið, eða WOW 2 eins og bandaríska kaupsýslukonan Michelle Ballarin kýs að kalla félagið, mun ekki hefja flug strax í byrjun október eins og til stóð og kemur fram að fyrstu flugf

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00