flugfréttir

Bandaríkin setja 10 prósent tolla á evrópskar flugvélar

- Verður dýrkeypt fyrir bandarísk flugfélög sem hafa pantað þotur frá Airbus

5. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:11

Tollarnir eiga eftir að hafa áhrif á allar þær pantanir sem bandarísk flugfélag hafa lagt inn til Airbus

Um miðjan mánuðinn mun ríkisstjórn Bandaríkjanna byrja að innheimta tolla á allar þær flugvélar sem framleiddar eru í Evrópu sem keyptar eru af bandarískum flugfélögum og flugrekstraraðilum.

Þetta þýðir að öll bandarísk flugfélög, sem hafa pantað farþegaþotur frá Airbus fyrir fleiri millljarða króna, munu þurfa að greiða mjög háar upphæðir en tollarnir eru 10% af kaupverði.

Tollarnir ná til allra flugvéla sem eru 30 tonn af þyngd og yfir sé miðað við þyngd án hleðslu en tollarnir ná ekki til þeirra flugvéla sem notaðar eru í hernaðarlegum tilgangi.

Tollarnir eru hluti af þeirri álagningu sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur kynnt að undanförnu og ná þeir einnig yfir aðrar vörur og þar á meðal matvörur frá Frakklandi og Ítalíu.

Fram kemur að tollar á evrópskar flugvélar sem keyptar eru til Bandaríkjanna sé samt hluti af áralöngum deilum milli Boeing og Airbus en Boeing hefur allt frá árinu 2004 sakað Airbus um að hafa þegið ólögmætar greiðslur frá ríkisstjórnum Evrópulanda sem framleiðandinn á að hafa notað til að fjármanga þróun og smíði á risaþotunni Airbus A380 og Airbus 350.

Airbus segir að fyrirhugaðir tollar bandarískra stjórnvalda, sem eiga að taka í gildi þann 18. október næstkomandi, mun auka enn óvissuna með framtíð flugfélaganna og koma á ójafnvægi í flugiðnaðinum.

Tollarnir munu án efa hafa mikil áhrif á rekstur bandarískra flugfélaga en Delta Air Lines hefur pantað 170 þotur frá Airbus og mun kaupverðið við þær pantanir hækka umtalsvert en ekki er vitað hver áhrifin verða er kemur að pöntun félagsins í Airbus A220 sem framleiddar eru í Kanada.  fréttir af handahófi

„Alþjóðleg samstaða lykillinn að endurkomu Boeing 737 MAX“

11. desember 2019

|

Níu mánuðir verða bráðum liðnir frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar í mars á þessu ári en enn er ekki komin nein dagsetning varðandi hvenær þær geta farið að fljúga aftur.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

  Nýjustu flugfréttirnar

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

Engin áform um að hefja nýja leit

12. febrúar 2020

|

Samgönguráðherra Malasíu segir að ekki sé á döfunni að hefja leit að nýju að malasísku farþegaþotunni sem hvarf í mars árið 2014.

Annað stærsta flugfélag Ítalíu gjaldþrota

11. febrúar 2020

|

Ítalska flugfélagið Air Italy er gjalþrota og hætti félagið starfsemi sinni í dag vegna rekstarerfiðleika þrátt fyrir að Qatar Airways hafi átt helmingshlut í félaginu.

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Hundruðir erlendra flugmanna í Kína í launalaust leyfi

10. febrúar 2020

|

Hundruðir erlendra flugmanna, sem hafa flogið fyrir kínversk flugfélög, hafa verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi um óákveðinn tíma vegna kórónaveirunnar.

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Bananakóngur hyggst endurreisa Adria Airways

6. febrúar 2020

|

Nýir eigendur slóvneska flugfélagins Adria Airways hafa kynnt áform sín um að endurreisa ríkisflugfélag Slóveníu og þá mögulega undir nýju nafni en félagið varð gjaldþrota í september í fyrra.