flugfréttir

Forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing segir af sér

- Kevin McAllister hefur stjórnað farþegaþotudeildinni frá árinu 2016

23. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Kevin McAllister sagði af sér í gær sem forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing

Kevin McAllister hefur sagt af sér sem framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing.

McAllister hefur gengt embætti forstjóra yfir farþegaþotudeildinni frá árinu 2016 en hann hefur verið meðal þeirra sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir aðkomu Boeing að vandamálinu með Boeing 737 MAX þoturnar að undanförnu.

McAllister sagði starfi sínu lausu í gær og mun Stan Deal, framkvæmdarstjóri Boeing Global Services, taka við stöðu forstjóra yfir farþegaþotudeild Boeing þegar í stað.

„Við erum þakklát fyrir framlag McAllister hjá Boeing, þau störf sem hann sinnti fyrir viðskiptavini og framlag hans til fyrirtækisins á krefjandi tímum“, segir Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóri Boeing, í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í gær.

Stan Deal, sem tekur við hlutverki McAllister, hefur starfað hjá Boeing frá árinu 1986 og hefur hann gengt mörgum hlutverkum og verkefnum innan farþegaþotudeildarinnar.

Kevin McAllister tók við starfinu af Ray Conners árið 2016

Uppsögn McAllister kemur í kjölfar frétta af textaskilaboðum milli tilraunaflugmanna á Boeing 737 MAX þotunum sem varðar hið svokallaða MCAS-kerfi sem er talið hafa verið meginorsök flugslysanna tveggja sem var aðdragandi að kyrrsetningu flugvélanna sem hafa verið kyrrsettar um allan heim í rúma 7 mánuði.

Kevin McAllister tók við formennsku yfir farþegaþotudeildinni í nóvember árið 2016 af Ray Conners sem hafði stýrt farþegaþotudeildinni frá árinu 2012 en áður var McAllister framkvæmdarstjóri hjá GE Aviation Services.  fréttir af handahófi

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Huga að því að ferja MAX-þotur til hlýrri landa fyrir veturinn

28. ágúst 2019

|

Nokkur flugfélög eru farin að huga að því að færa kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur til hlýrri landsvæða þar sem vetur fer nú að ganga í garð á næstunni með kólnandi veðri á norðurhveli jarðar.

Condor sækir um lán til þýska ríkisins

23. september 2019

|

Starfsemi þýska flugfélagsins Condor er enn í gangi og hefur flugáætlun þess félags ekki raskast þrátt fyrir gjaldþrot Thomas Cook en Condor er 49 prósent í eigu Thomas Cook.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Missti mótor í flugtaki og fór í gegnum auglýsingaskilti

18. nóvember 2019

|

Þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega er lítil flugvél fór í gegnum auglýsingaskilti í bænum Ogden í Utah í Bandaríkjunum í gær.

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00