flugfréttir

Forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing segir af sér

- Kevin McAllister hefur stjórnað farþegaþotudeildinni frá árinu 2016

23. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Kevin McAllister sagði af sér í gær sem forstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing

Kevin McAllister hefur sagt af sér sem framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing.

McAllister hefur gengt embætti forstjóra yfir farþegaþotudeildinni frá árinu 2016 en hann hefur verið meðal þeirra sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir aðkomu Boeing að vandamálinu með Boeing 737 MAX þoturnar að undanförnu.

McAllister sagði starfi sínu lausu í gær og mun Stan Deal, framkvæmdarstjóri Boeing Global Services, taka við stöðu forstjóra yfir farþegaþotudeild Boeing þegar í stað.

„Við erum þakklát fyrir framlag McAllister hjá Boeing, þau störf sem hann sinnti fyrir viðskiptavini og framlag hans til fyrirtækisins á krefjandi tímum“, segir Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóri Boeing, í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í gær.

Stan Deal, sem tekur við hlutverki McAllister, hefur starfað hjá Boeing frá árinu 1986 og hefur hann gengt mörgum hlutverkum og verkefnum innan farþegaþotudeildarinnar.

Kevin McAllister tók við starfinu af Ray Conners árið 2016

Uppsögn McAllister kemur í kjölfar frétta af textaskilaboðum milli tilraunaflugmanna á Boeing 737 MAX þotunum sem varðar hið svokallaða MCAS-kerfi sem er talið hafa verið meginorsök flugslysanna tveggja sem var aðdragandi að kyrrsetningu flugvélanna sem hafa verið kyrrsettar um allan heim í rúma 7 mánuði.

Kevin McAllister tók við formennsku yfir farþegaþotudeildinni í nóvember árið 2016 af Ray Conners sem hafði stýrt farþegaþotudeildinni frá árinu 2012 en áður var McAllister framkvæmdarstjóri hjá GE Aviation Services.  fréttir af handahófi

Airbus framleiðir þriðjungi færri þotur á mánuði

9. apríl 2020

|

Airbus hefur dregið úr framleiðslu á farþegaþotum um þriðjung og eru því töluvert færri þotur framleiddar á mánuði miðað við hversu margar voru smíðaðar áður en heimsfaraldurinn COVID-19 skall á.

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Flugturninum á JFK lokað tímabundið vegna smits

20. mars 2020

|

Loka þurfti flugturninum á John F. Kennedy flugvellinum í New York tímabundið í morgun eftir að í ljós kom að starfsmaður í turninum greindist með kórónaveiruna í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00