flugfréttir

Rannsaka aðferð til að þróa þotueldsneyti úr sjónum

- Lífrænt eldsneyti sem væri óháð árstíðarbundinni uppskeru úr landbúnaði

24. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:25

Lífrænt eldsneyti sem væri framleitt úr örverum sem lifa í sjónum gæti orðið að veruleika á næstu árum

Vísindamenn við háskólann í Manchester rannsaka nú aðferð til þess að framleiða nýja tegund af lífrænu þotueldsneyti sem væri hægt að búa til með örverum sem lifa í sjónum.

Nokkrir vísindamenn hafa komist að því að baktería, sem lifir í sjónum sem nefnist „Halomonas“ framleiðir sérstaka tegund af örverum sem mögulega er hægt að nota sem efnasamband til bruna líkt á sér stað með hefðbundnu þotueldsneyti.

Aðferðin er sögð svipa til þeirrar aðferðar sem notuð er við ölgerð og með því að nýta endurnýjanlegar auðlindir væri hægt að nota sjó og sykur við framleiðslu á eldsneyti.

Rannsóknarteyminu er stjórnað af Nigel Scrutton sem er prófessor við líftæknideild háskólans í Manchester og er notast við rannsóknir á sviði gervilíffræði en markmiðið er að breyta eiginleikum örverunnar sem eftir breytinguna myndi hafa sambærilega eiginleika og hráolía.

Kirk Malone, sem einnig kemur að verkefninu, sem fer einnig fram við rannsóknardeild bandaríska sjóhersins í China Lake í Kaliforníu, segir að hægt væri að nýta eldsneyti, sem unnið er úr sjó, í öðrum iðnaði en er kemur að þotueldsneyti væri hægt að ná miklum árangri.

Flestar tegundir af lífrænu eldsneyti sem framleitt hefur verið í dag reiðir sig á hráefni úr landbúnaði

„Í dag er lífrænt flugvélaeldsneyti einungis framleitt úr hráefni sem kemur úr landbúnaði en með því að framleiða lífrænt eldsneyti úr sjó væri hægt að komast hjá því að blanda saman framleiðslu á matvælum og eldsneyti úr sama iðnaði“, segir Malone.

Þá tekur Malone fram að framleiðsla á lífrænu eldsneyti úr landbúnaðarafurðum sé mjög dýr framleiðsla þar sem það sé háð uppskeru sem er árstíðarbundin á meðan hægt væri að nýta sjó sem auðlind sem er til staðar hvenær sem er og væri framleiðslan því stöðug.

„Það sem er sérstakt við þessa aðferð er að bakterían sem þarf til framleiðslunnar lifir í sjónum og að beisla eiginleika hennar er auðveld aðferð þar sem líftími hennar er löng sem tryggir stanslausa framleiðslu á lífrænu eldsneyti“.  fréttir af handahófi

Aeroflot stefnir á að hafa eingöngu Airbus-þotur

28. júlí 2020

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot stefnir á að hafa eingöngu nýjar Airbus-þotur í flota sínum eftir 8 ár.

Framleiðslan hjá Airbus mun dragast saman um 40 prósent

30. júní 2020

|

Airbus hefur tilkynnt um 40 prósenta samdrátt á framleiðslu og afhendingum á nýjum farþegaþotum á næstu tveimur árum og mögulega stefni í uppsagnir á tugþúsundum starfsmanna.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00