flugfréttir

Rannsaka aðferð til að þróa þotueldsneyti úr sjónum

- Lífrænt eldsneyti sem væri óháð árstíðarbundinni uppskeru úr landbúnaði

24. október 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:25

Lífrænt eldsneyti sem væri framleitt úr örverum sem lifa í sjónum gæti orðið að veruleika á næstu árum

Vísindamenn við háskólann í Manchester rannsaka nú aðferð til þess að framleiða nýja tegund af lífrænu þotueldsneyti sem væri hægt að búa til með örverum sem lifa í sjónum.

Nokkrir vísindamenn hafa komist að því að baktería, sem lifir í sjónum sem nefnist „Halomonas“ framleiðir sérstaka tegund af örverum sem mögulega er hægt að nota sem efnasamband til bruna líkt á sér stað með hefðbundnu þotueldsneyti.

Aðferðin er sögð svipa til þeirrar aðferðar sem notuð er við ölgerð og með því að nýta endurnýjanlegar auðlindir væri hægt að nota sjó og sykur við framleiðslu á eldsneyti.

Rannsóknarteyminu er stjórnað af Nigel Scrutton sem er prófessor við líftæknideild háskólans í Manchester og er notast við rannsóknir á sviði gervilíffræði en markmiðið er að breyta eiginleikum örverunnar sem eftir breytinguna myndi hafa sambærilega eiginleika og hráolía.

Kirk Malone, sem einnig kemur að verkefninu, sem fer einnig fram við rannsóknardeild bandaríska sjóhersins í China Lake í Kaliforníu, segir að hægt væri að nýta eldsneyti, sem unnið er úr sjó, í öðrum iðnaði en er kemur að þotueldsneyti væri hægt að ná miklum árangri.

Flestar tegundir af lífrænu eldsneyti sem framleitt hefur verið í dag reiðir sig á hráefni úr landbúnaði

„Í dag er lífrænt flugvélaeldsneyti einungis framleitt úr hráefni sem kemur úr landbúnaði en með því að framleiða lífrænt eldsneyti úr sjó væri hægt að komast hjá því að blanda saman framleiðslu á matvælum og eldsneyti úr sama iðnaði“, segir Malone.

Þá tekur Malone fram að framleiðsla á lífrænu eldsneyti úr landbúnaðarafurðum sé mjög dýr framleiðsla þar sem það sé háð uppskeru sem er árstíðarbundin á meðan hægt væri að nýta sjó sem auðlind sem er til staðar hvenær sem er og væri framleiðslan því stöðug.

„Það sem er sérstakt við þessa aðferð er að bakterían sem þarf til framleiðslunnar lifir í sjónum og að beisla eiginleika hennar er auðveld aðferð þar sem líftími hennar er löng sem tryggir stanslausa framleiðslu á lífrænu eldsneyti“.  fréttir af handahófi

Ekkert lát á kaffisulli í stjórnklefum í Airbus-þotum

30. janúar 2020

|

Airbus, hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce og fyrirtækið Leonardo, munu á næstunni ræða við nokkur flugfélög varðandi tvö atvik sem hafa komið upp sem tengjast tilfellum þar sem flugmenn höfðu óvart h

Þota fórst við stillingar á leiðsögubúnaði

23. janúar 2020

|

Þrír létust í flugslysi í Suður-Afríku eftir að einkaþota af gerðinni Cessna S550 Citation II brotlenti í fjalllendi í Outeniqua-fjöllum, mitt á milli Höfðaborgar og borgarinnar Port Elizabeth, í mor

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

7. mars 2020

|

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00