flugfréttir

FAA breytir reglum varðandi sykursýki í atvinnuflugi

- Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum geta sótt um Class 1 á næstunni

1. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:57

Brátt munu flugmenn í Bandaríkjunum með sykursýki geta sótt um heilbrigðisvottorð fyrir atvinnuflug samkvæmt nýjum reglugerðum sem FAA munu kynna á næstunni

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstu dögum tilkynna nýja reglugerð sem mun leyfa þeim flugmönnum, sem sprauta sig við sykursýki, að sækja um að heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs.

Sykursýki auk litblindu og annarra sjúkdóma hefur verið eitt af því sem hefur látið flugmenn missa heilbrigðisvottorð sitt skilyrðislaust í flestum löndum en flugmálayfirvöld í Bretlandi breyttu reglugerð er kemur að sykursýki varðandi einkaflugmenn árið 2012.

Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum hafa frá árinu 1996 getað sótt um heilbrigðisvottorð til þess að fljúga en aðeins í einkaflugi en þeir hafa ekki getað fengið heilbrigðisvottorð nr. 1 sem krafist er fyrir atvinnuflug og fyrir farþegaflug.

FAA hefur hingað til viðhaldið því þrátt fyrir að nokkur önnur lönd hafa leyft sykursjúkum flugmönnum að fljúga atvinnuflug með því skilyrði að annar flugmaður sé í stjórnklefanum líkt og hægt er í Bretlandi og í Kanada.

Félag flugvélaeiganda og einkaflugmanna í Bandaríkjunum (AOPA) fagna niðurstöðinni og segja að margir flugmenn hafa flogið einkaflug í Bandaríkjunum frá árinu 1996 með öruggum hætti og með nýjustu tækni hafa þeir geta fylgst mjög vel með blóðsykrinum.

Mikið þróun hefur orðið í tækni til að fylgjast með blóðsykursfalli á sl. árum

„Þetta mun gera það að verkum að margir góðir og hæfir flugmenn geta þá flogið að nýju“, segir Jim Coon hjá AOPA, en mesta áhyggjuefnið hingað til hjá flugmálayfirvöldum hafa verið ef upp koma aðstæður ef blóðsykursmagnið hækkar eða lækkar hjá flugmanni sem er að fljúga með þeim afleiðingum að hann missir meðvitund er hann er við stjórnvölin.

Blóðsykursfall hjá fólki með sykursýki veldur fyrst einkennum sem fljótlega verður til þess að það missir meðvitund en með nýjum tækjum, sem dæla sjálf insulíni inn í blóðrásina, hefur náðst það mikill árangur í að fyrirbyggja slíkt fall á blóðsykri að það hefur sýnt fram á að hættan sé tiltölulega lítil þar sem flugmenn geta með öryggum hætti fylgst með stöðunni á blóðsykrinum á hverri stundu.

Þeir flugmenn, sem stefna á að sækja að nýju um heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs vestanhafs, þurfa að skila inn gögnum með ítarlegum upplýsingum um árangur þeirra sl. ár varðandi hvernig þeir hafa náð að fylgjast með blóðsykrinum hjá sér og ef það uppfyllir skilyrði munu þeir fá heilbrigðisvottorð nr. 1 („Class 1 medical“) afhent með sérstökum takmörkunum.

„Blátt bann við sykursýki eitt og sér er ekki viðeigandi og ekki einu sinni í starfi þar sem öryggið er mikilvægt. Það eru ekki allir sem geta flogið með sína sykursýki en auðvitað eru margir sem geta það og það á að meta aðstæður hjá hverjum og einum“, segir formaður Sykursýkissamtaka Bandaríkjanna.

Í dag eru 8 lönd sem leyfa einkaflugmönnum með sykursýki að fljúga en þau eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía, Írland, Austurríki, Ísrael og Filippseyjar.  fréttir af handahófi

CFM nær að yfirstíga seinkanir á nýjum LEAP-hreyflum

28. október 2019

|

Hreyflaframleiðandinn CFM International segir að fyrirtækinu hafi tekist að fullu að greiða úr þeim vanda sem hafði hindrað afhendingar á nýjum LEAP-hreyflum fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og Airbus

FAA breytir reglum varðandi sykursýki í atvinnuflugi

1. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstu dögum tilkynna nýja reglugerð sem mun leyfa þeim flugmönnum, sem sprauta sig við sykursýki, að sækja um að heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs.

Vörslusvipting á farþegaþotu rakin til skuldar við bónda

26. ágúst 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A220-300 frá flugfélaginu Air Tanzania var vörslusvipt um helgina á O.R. Tambo flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vegna vangoldinna skulda við ríkisstjórn Suð

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Missti mótor í flugtaki og fór í gegnum auglýsingaskilti

18. nóvember 2019

|

Þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega er lítil flugvél fór í gegnum auglýsingaskilti í bænum Ogden í Utah í Bandaríkjunum í gær.

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00