flugfréttir

FAA breytir reglum varðandi sykursýki í atvinnuflugi

- Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum geta sótt um Class 1 á næstunni

1. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:57

Brátt munu flugmenn í Bandaríkjunum með sykursýki geta sótt um heilbrigðisvottorð fyrir atvinnuflug samkvæmt nýjum reglugerðum sem FAA munu kynna á næstunni

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) munu á næstu dögum tilkynna nýja reglugerð sem mun leyfa þeim flugmönnum, sem sprauta sig við sykursýki, að sækja um að heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs.

Sykursýki auk litblindu og annarra sjúkdóma hefur verið eitt af því sem hefur látið flugmenn missa heilbrigðisvottorð sitt skilyrðislaust í flestum löndum en flugmálayfirvöld í Bretlandi breyttu reglugerð er kemur að sykursýki varðandi einkaflugmenn árið 2012.

Flugmenn með sykursýki í Bandaríkjunum hafa frá árinu 1996 getað sótt um heilbrigðisvottorð til þess að fljúga en aðeins í einkaflugi en þeir hafa ekki getað fengið heilbrigðisvottorð nr. 1 sem krafist er fyrir atvinnuflug og fyrir farþegaflug.

FAA hefur hingað til viðhaldið því þrátt fyrir að nokkur önnur lönd hafa leyft sykursjúkum flugmönnum að fljúga atvinnuflug með því skilyrði að annar flugmaður sé í stjórnklefanum líkt og hægt er í Bretlandi og í Kanada.

Félag flugvélaeiganda og einkaflugmanna í Bandaríkjunum (AOPA) fagna niðurstöðinni og segja að margir flugmenn hafa flogið einkaflug í Bandaríkjunum frá árinu 1996 með öruggum hætti og með nýjustu tækni hafa þeir geta fylgst mjög vel með blóðsykrinum.

Mikið þróun hefur orðið í tækni til að fylgjast með blóðsykursfalli á sl. árum

„Þetta mun gera það að verkum að margir góðir og hæfir flugmenn geta þá flogið að nýju“, segir Jim Coon hjá AOPA, en mesta áhyggjuefnið hingað til hjá flugmálayfirvöldum hafa verið ef upp koma aðstæður ef blóðsykursmagnið hækkar eða lækkar hjá flugmanni sem er að fljúga með þeim afleiðingum að hann missir meðvitund er hann er við stjórnvölin.

Blóðsykursfall hjá fólki með sykursýki veldur fyrst einkennum sem fljótlega verður til þess að það missir meðvitund en með nýjum tækjum, sem dæla sjálf insulíni inn í blóðrásina, hefur náðst það mikill árangur í að fyrirbyggja slíkt fall á blóðsykri að það hefur sýnt fram á að hættan sé tiltölulega lítil þar sem flugmenn geta með öryggum hætti fylgst með stöðunni á blóðsykrinum á hverri stundu.

Þeir flugmenn, sem stefna á að sækja að nýju um heilbrigðisvottorð til atvinnuflugs vestanhafs, þurfa að skila inn gögnum með ítarlegum upplýsingum um árangur þeirra sl. ár varðandi hvernig þeir hafa náð að fylgjast með blóðsykrinum hjá sér og ef það uppfyllir skilyrði munu þeir fá heilbrigðisvottorð nr. 1 („Class 1 medical“) afhent með sérstökum takmörkunum.

„Blátt bann við sykursýki eitt og sér er ekki viðeigandi og ekki einu sinni í starfi þar sem öryggið er mikilvægt. Það eru ekki allir sem geta flogið með sína sykursýki en auðvitað eru margir sem geta það og það á að meta aðstæður hjá hverjum og einum“, segir formaður Sykursýkissamtaka Bandaríkjanna.

Í dag eru 8 lönd sem leyfa einkaflugmönnum með sykursýki að fljúga en þau eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía, Írland, Austurríki, Ísrael og Filippseyjar.  fréttir af handahófi

Banna allt innanlandsflug með farþega á Indlandi

23. mars 2020

|

Ríkisstjórn Indlands hefur bannað allt innanlandsflug með farþega þar í landi vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Þremur breiðþotum Icelandair breytt tímabundið í fraktvélar

24. apríl 2020

|

Icelandair hefur náð samkomulagi við þýska fyrirtækið DB Schenker um fraktflug á milli Þýskalands og Kína og verður þremur Boeing 767 breiðþotum félagsins breytt tímabundið í fraktvélar vegna þessa.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00