flugfréttir

Leyfðu farþega að stýra flugvél í innanlandsflugi í Rússlandi

- Flugmennirnir leyfðu stúlkunni að prófa að stýra 44 sæta Antonov An-24

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:54

Skjáskot af myndbandinu sem var sett á Youtube um helgina

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Myndband á Youtube, sem fór í dreifingu sl. laugardag, sýnir hvar ung kona á þrítugsaldri situr í sæti aðstoðarflugmannsins en flugmennirnir hleyptu henni inn í stjórnklefa á Antonov An-24 flugvél, sem tekur hátt í 50 farþega, hjá rússneska flugfélaginu IrAero, og leyfðu henni að stýra vélinni í smástund.

Stúlkan setti myndir af sér á Instagram eftir flugið þar
sem hún skrifaði „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt“

Nokkrar ábendingar um atvikið var komið á framfæri og þar á meðal til rússnesku fréttastöðvarinnar rkt.ru sem fjallaði fyrst um málið.

Í frétt The Siberian Times kemur fram að heyra má annan flugmanninn leiðbeina henni á meðan vélin var í farflugshæð frá borginni Yakutsk til Batagai í Síberíu.

Talsmaður IrAero segist efast um að myndbandið hafi nokkuð með starfsemi flugfélagsins að gera en atvikið á að hafa átt sér stað þann 31. ágúst sl.

Stúlkan á myndbandinu hafði einnig látið taka nokkrar myndir af sér stýra vélinni, sem hún setti á Instagram-reikning sinn en myndunum hefur verið eytt í dag. Myndbandið er hinsvegar enn á Netinu og hefur rússnesk sjónvarpsstöð heimildir fyrir því að stúlkan sé unnusta aðstoðarflugmannsins.

IrAero er rússneskt flugfélag sem var stofnað árið 1999 og flýgur félagið bæði farþegaflug og fraktflug í innanlandsflugi auk til áfangastaða í Kína, Azerbaijan, Kazakhstan, Mongólíu og víðar.

Félagið hefur 31 flugvél í flotanum af gerðinni Antonov An-24, An-26, Boeing 777-200ER, Bombardier CRJ200 auk Sukhoi Superjet SSJ100 þotna.

Myndband:  fréttir af handahófi

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

EasyJet leggur 100 þotum

16. mars 2020

|

EasyJet hefur lagt um 100 farþegaþotum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og segir félagið að svo gæti farið að nauðsynlegt verði að leggja flestum þotunum í flotanum þegar á líður.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00