flugfréttir

Leyfðu farþega að stýra flugvél í innanlandsflugi í Rússlandi

- Flugmennirnir leyfðu stúlkunni að prófa að stýra 44 sæta Antonov An-24

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:54

Skjáskot af myndbandinu sem var sett á Youtube um helgina

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

Myndband á Youtube, sem fór í dreifingu sl. laugardag, sýnir hvar ung kona á þrítugsaldri situr í sæti aðstoðarflugmannsins en flugmennirnir hleyptu henni inn í stjórnklefa á Antonov An-24 flugvél, sem tekur hátt í 50 farþega, hjá rússneska flugfélaginu IrAero, og leyfðu henni að stýra vélinni í smástund.

Stúlkan setti myndir af sér á Instagram eftir flugið þar
sem hún skrifaði „Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt“

Nokkrar ábendingar um atvikið var komið á framfæri og þar á meðal til rússnesku fréttastöðvarinnar rkt.ru sem fjallaði fyrst um málið.

Í frétt The Siberian Times kemur fram að heyra má annan flugmanninn leiðbeina henni á meðan vélin var í farflugshæð frá borginni Yakutsk til Batagai í Síberíu.

Talsmaður IrAero segist efast um að myndbandið hafi nokkuð með starfsemi flugfélagsins að gera en atvikið á að hafa átt sér stað þann 31. ágúst sl.

Stúlkan á myndbandinu hafði einnig látið taka nokkrar myndir af sér stýra vélinni, sem hún setti á Instagram-reikning sinn en myndunum hefur verið eytt í dag. Myndbandið er hinsvegar enn á Netinu og hefur rússnesk sjónvarpsstöð heimildir fyrir því að stúlkan sé unnusta aðstoðarflugmannsins.

IrAero er rússneskt flugfélag sem var stofnað árið 1999 og flýgur félagið bæði farþegaflug og fraktflug í innanlandsflugi auk til áfangastaða í Kína, Azerbaijan, Kazakhstan, Mongólíu og víðar.

Félagið hefur 31 flugvél í flotanum af gerðinni Antonov An-24, An-26, Boeing 777-200ER, Bombardier CRJ200 auk Sukhoi Superjet SSJ100 þotna.

Myndband:  fréttir af handahófi

Lokaskýrslu vegna fyrra 737 MAX slyssins að vænta í október

24. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu hefur lýst því yfir að von sé á lokaskýrsla í næsta mánuði varðandi fyrra flugslysið sem átti sér stað með Boeing 737 MAX er flug JT610 á vegum Lion Air fórst sk

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Lufthansa ætlar að hætta að fljúga til Jeddah

29. október 2019

|

Lufthansa ætlar að hætta að fljúga til Jeddah í Sádí-Arabíu eftir áramót en flugfélagið þýska hefur flogið til Jeddah í meira en 50 ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Missti mótor í flugtaki og fór í gegnum auglýsingaskilti

18. nóvember 2019

|

Þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega er lítil flugvél fór í gegnum auglýsingaskilti í bænum Ogden í Utah í Bandaríkjunum í gær.

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00