flugfréttir

Í flestum tilvikum ná flugmenn ekki að koma auga á dróna

- Sérstaklega erfitt að sjá dróna sem er ekki á hreyfingu

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:01

Talið er að í 30 prósent tilvika ná flugmenn að koma auga á dróna í aðflugi að flugbraut

Mjög erfitt er fyrir reynda flugmenn að koma auga á dróna sem er nálægt lokastefnu að flugbraut og undir flestum kringumstæðum er erfiðara að koma auga á dróna sem er hreyfingarlaus í loftinu.

Þetta er niðurstaðar nýrrar rannsóknar þar sem mannleg geta nokkurra flugmanna, sem tóku þátt í rannsókninni, til að koma auga á dróna úr stjórnklefanum, var rannsökuð.

Í 28 tilfellum af fjörutíu náðu flugmennirnir ekki að koma auga á dróna sem var vísvitandi flogið nálægt flugvelli í tengslum við rannsóknina sem gerð var í samvinnu við háskólann í Oklakoma-fylki og Embry-Riddle flugskólann.

Þetta þýðir að í tólf skipti komu flugmennirnir auga á drónann sem var notaður en honum var flogið lægst í 213 fetum yfir jörð og allt upp í 2.300 fet á meðan flugmenn flugu flugvél af gerðinni Cessna 172 í átt að flugbraut og var þeim sagt að mögulega gæti verið dróni í aðflugslínunni.

Í nýjasta hefti International Journal of Aviation, Aeronautics, and Aerospace segir að þetta endurspegli þá hættu sem stafar af drónum sem er flogið nálægt flugvöllum. „Hættulega mikil nálægð milli flugvéla og dróna er vaxandi vandamál og fjöldi atvika, þar sem flugmenn tilkynna um dróna, hækkar sífellt milli ára“, segir Dr. Ryan J. Wallace, aðstoðarprófessor við Embry-Riddle.

Ef horft er á myndbandið að neðan má sjá að næstum ómögulegt er að koma auga á drónann

Þá kemur fram að flugmaður sem kemur auga á dróna í 2.300 feta fjarlægð hefur aðeins 20 sekúndur til þess að bregðast við til að forðast árekstur.

„Þetta er enn hættulegra ef dróninn er á ferð og stefnir í átt að flugvélinni en ef hann er kyrr þá eru minni líkur á að flugmaður kemur auga á hann þar sem að hann fellur inn í bakgrunninn og landslagið“.

Jon M. Loffi, prófessor við háskólann í Oklahoma, segir að mikil hætta sé á ferðum ef dróni fer inn í hreyfil á flugvél í þessari hæð þar sem þá er hún að koma inn til lendingar með lítið afl á hreyflunum og tími til að bregðast við er lítill og breytingar á hraða og stefnu getur verið stórhættuleg aðgerð.

Myndband:  fréttir af handahófi

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00