flugfréttir

Í flestum tilvikum ná flugmenn ekki að koma auga á dróna

- Sérstaklega erfitt að sjá dróna sem er ekki á hreyfingu

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:01

Talið er að í 30 prósent tilvika ná flugmenn að koma auga á dróna í aðflugi að flugbraut

Mjög erfitt er fyrir reynda flugmenn að koma auga á dróna sem er nálægt lokastefnu að flugbraut og undir flestum kringumstæðum er erfiðara að koma auga á dróna sem er hreyfingarlaus í loftinu.

Þetta er niðurstaðar nýrrar rannsóknar þar sem mannleg geta nokkurra flugmanna, sem tóku þátt í rannsókninni, til að koma auga á dróna úr stjórnklefanum, var rannsökuð.

Í 28 tilfellum af fjörutíu náðu flugmennirnir ekki að koma auga á dróna sem var vísvitandi flogið nálægt flugvelli í tengslum við rannsóknina sem gerð var í samvinnu við háskólann í Oklakoma-fylki og Embry-Riddle flugskólann.

Þetta þýðir að í tólf skipti komu flugmennirnir auga á drónann sem var notaður en honum var flogið lægst í 213 fetum yfir jörð og allt upp í 2.300 fet á meðan flugmenn flugu flugvél af gerðinni Cessna 172 í átt að flugbraut og var þeim sagt að mögulega gæti verið dróni í aðflugslínunni.

Í nýjasta hefti International Journal of Aviation, Aeronautics, and Aerospace segir að þetta endurspegli þá hættu sem stafar af drónum sem er flogið nálægt flugvöllum. „Hættulega mikil nálægð milli flugvéla og dróna er vaxandi vandamál og fjöldi atvika, þar sem flugmenn tilkynna um dróna, hækkar sífellt milli ára“, segir Dr. Ryan J. Wallace, aðstoðarprófessor við Embry-Riddle.

Ef horft er á myndbandið að neðan má sjá að næstum ómögulegt er að koma auga á drónann

Þá kemur fram að flugmaður sem kemur auga á dróna í 2.300 feta fjarlægð hefur aðeins 20 sekúndur til þess að bregðast við til að forðast árekstur.

„Þetta er enn hættulegra ef dróninn er á ferð og stefnir í átt að flugvélinni en ef hann er kyrr þá eru minni líkur á að flugmaður kemur auga á hann þar sem að hann fellur inn í bakgrunninn og landslagið“.

Jon M. Loffi, prófessor við háskólann í Oklahoma, segir að mikil hætta sé á ferðum ef dróni fer inn í hreyfil á flugvél í þessari hæð þar sem þá er hún að koma inn til lendingar með lítið afl á hreyflunum og tími til að bregðast við er lítill og breytingar á hraða og stefnu getur verið stórhættuleg aðgerð.

Myndband:  fréttir af handahófi

Rannsaka starfsemi Silverstone Air í kjölfar fjölda atvika

29. október 2019

|

Flugmálayfirvöld í Kenýa hafa hafið rannsókn á starfsemi flugfélagsins Silverstone Air Service í kjölfar fjölda atvika sem hafa átt sér stað hjá félaginu í þessum mánuði.

Tveggja vikna töf á endurreisn hiðs nýja WOW air

25. september 2019

|

Nýja WOW air flugfélagið, eða WOW 2 eins og bandaríska kaupsýslukonan Michelle Ballarin kýs að kalla félagið, mun ekki hefja flug strax í byrjun október eins og til stóð og kemur fram að fyrstu flugf

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Missti mótor í flugtaki og fór í gegnum auglýsingaskilti

18. nóvember 2019

|

Þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega er lítil flugvél fór í gegnum auglýsingaskilti í bænum Ogden í Utah í Bandaríkjunum í gær.

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00