flugfréttir

Móðurfélag British Airways kaupir Air Europa

- Með kaupunum fær IAG aukið aðgengi að markaðnum í Suður-Ameríku

4. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:10

Búið verður að ganga frá samrunanum á síðari helming ársins 2020

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt spænska flugfélagið Air Europa fyrir einn milljarð evra sem samsvarar 138 milljörðum króna.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, sem er aðalsamkeppnisaðili IAG, segir að hann muni fylgjast með þróun samrunans er kemur að samkeppnismálum í fluginu til Evrópu en segist annars óska IAG velfarnaðar með kaupin.

Með kaupunum mun IAG fá aukið aðgengi að markaðnum í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku en Air Europa flýgur meðal annars langflug til áfangastaða í Paraguay, Brasilíu, Argentínu, Perú, Kólombíu, Uruguay, Panama, Bólivíu auk Kúbu.

IAG ætlar að gera Madríd að öflugri bækistöð félagsins og mun Air Europa verða eitt af dótturfélögum IAG ásamt Vueling og LEVEL en með kaupunum mun markaðshlutdeild IAG í Suður-Ameríku stækka frá 19% upp í 26 prósent.

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, segir að Air Europa verði rekið áfram sem sjálfstætt flugfélag til að byrja með en með tímanum verður það hluti af rekstri Iberia.

Air Europa flýgur til 69 áfangastaða í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku og telur floti félagsins 66 flugvélar en flotinn samanstendur af þotum af gerðinni Airbus A330, Boeing 737-800 auk Dreamliner-véla.

Air Europa var stofnað árið 1986 og er félagið þriðja stærsta flugfélag Spánar á eftir Iberia og Vueling en vinsælustu áfangastaðir félagsins eru Mallorca og Tenerife.  fréttir af handahófi

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Fresta áætlunum um Boeing 737 MAX fram í mars árið 2020

11. nóvember 2019

|

Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.

Missti mótor í flugtaki og fór í gegnum auglýsingaskilti

18. nóvember 2019

|

Þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega er lítil flugvél fór í gegnum auglýsingaskilti í bænum Ogden í Utah í Bandaríkjunum í gær.

Flugsýningin Dubai Airshow 2019 hófst í gær

18. nóvember 2019

|

Flugsýningin Dubai Airshow 2019, ein af stærstu flugsýningum heims, var sett við hátíðlega athöfn í gær en þetta er í 30. skiptið sem hátíðin fer fram.

CAE og easyJet semja um þjálfun á 1.000 cadet-flugnemum

15. nóvember 2019

|

Fyrirtækið CAE hefur gert langtímasamning við breska flugfélagið easyJet um þjálfun á allt að 1.000 nýjum flugnemum í cadet-flugnámi.

Flaug 19 tíma beint flug frá London Heathrow til Sydney

15. nóvember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas flaug lauk í nótt beinu flugi milli London Heathrow og Sydney í Ástralíu en um annað tilraunaflug félagsins af þremur er að ræða þar sem félagið prófar grundvöll fyrir mj

Flugmaður tók óvart köttinn með í 14 tíma flug til Ástralíu

15. nóvember 2019

|

Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00