flugfréttir

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

- Var handtekinn á flugvellinum í Delí með falsaðan passa merktan Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:48

Uppátæki Rajan Mabhubani þykir svipa til gjörðir Frank Abegnale sem leikinn var af Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Maðurinn, sem heitir Rajan Mahbubani og er 48 ára, var klæddur í flugmannsbúning er hann var stöðvaður og þóttist hann vera flugmaður hjá Lufthansa.

Mahbubani hefur viðurkennt að hafa 15 sinnum flogið með farþegaflugi og með því notið margs konar fríðinda á borð við að vera uppfærður upp í fyrsta farrými, sloppið við raðir í öryggisleit á flugvöllum og fengið að fara fyrstur um borð á undan öðrum farþegum.

Atvikið þykir minna óneitanlega á kvikmyndina „Catch Me If You Can“ sem byggir á sannsögulegum atburðum um Frank Abegnale sem ferðaðist frítt um allan heim, klæddur sem flugmaður hjá Pan American Airways en Abegnale var leikinn af Leonardo DiCaprio.

Mahbubani var mjög virðulegur í tauinu og ekki
furða að margir hafi haldið að hann væri
flugmaður

Mahbubani stærði sig af uppátækjum sínum með því að birta myndir og myndbönd sem hann sendi félögum sínum á samfélagsmiðlum en svo virðist sem að gamanið sé núna á enda.

Kynnti sig oftast sem þjálfunarflugstjóri hjá Lufthansa

Er Mahbubani var stöðvaður á flugvellinum í Delí var hann með starfsmannapassa utan um hálsinn sem var merktur Lufthansa en hann sagðist hafa keypt hann á markaði í Bangkok og hafi hann með þessu flogið nokkrum sinnum frá flugvöllunum í Delí og í Kalkútta.

Mahbubani sagðist hafa kynnt sig oft sem ráðgjafa og þjálfunarflugstjóra hjá Lufthansa en hann var stöðvaður á mánudaginn er starfsmaður á flugvellinum ákvað að hafa samband við Lufthansa til að athuga bakgrunn hans og deili á honum hjá flugfélaginu þýska.

Lufthansa sendi starfsmenn sína á vettvang til að hitta „flugstjórann“ við hlið nr. 52 þar sem hann ætlaði að fara um borð í flug hjá AirAsia India en fljótlega játaði Mahbubani að hann væri að þykjast að vera flugmaður.

Mahbubani var afhentur lögregluyfirvöldum og mun hefjast rannsókn á því hvernig honum tókst að fara framhjá öryggisleit og nýta sér 15 flugferðir auk fríðinda um borð og á flugvöllum. Hann verður bæði yfirheyrður af lögreglu og indversku leyniþjónustunni.

Fram kemur að Mahbubani hafi haldið úti sjónvarpsrás á YouTube þar sem hann hefur framleitt og klippt mörg myndbönd um flugvélar og er hann áhugamaður um flug.

Mahbubani leiddur í burtu af lögreglunni á Indira Gandhi flugvellinum í Delí sl. mánudag







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga