flugfréttir

Framtíð júmbó-þotunnar í óvissu

- Verksmiðja sem framleiðir stórar einingar fyrir Boeing 747-8 lokar starfsemi

21. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:26

Boeing á eftir að setja saman 18 júmbó-þotur af gerðinni Boeing 747-8

Svo gæti farið að Boeing neyðist til þess að hætta að framleiða júmbó-þotuna þar sem óvissa ríkir um framhald á framleiðslu á stórum einingum fyrir skrokk vélarinnar.

Það er þó ekki stefna Boeing að hætta að framleiða júmbó-þotuna en vandamálið snýst um að Triumph Aerostructures, fyrirtækið sem hefur framleitt skrokkinn á jumbó-þotunni til margra ára auk fleiri eininga, ætlar að hætta starfsemi sinni í Kaliforníu þann 6. desember næstkomandi en þar hafa stærstu einingarnar fyrir Boeing 747 verið framleiddar.

Boeing stendur frammi fyrir því að taka erfiða ákvörðun varðandi hvort þeir ætla að halda framleiðslunni á Boeing 747-8 áfram og þá hvernig þeir fara að því án Triumph Aerostructures.

Boeing hefur í augnablikinu næga parta til þess að smíða næstu Boeing 747-8 þotur sem hafa verið pantaðar en á endanum verða þeir uppiskroppa með íhluti ef fleiri pantanir berast.

Uppboð mun fara fram á verksmiðjutækjum og á húsnæði Triumph Aerostructures í Hawthrone í Kaliforníu og verða því bæði smá áhöld og verkfærði seld hæstbjóðanda og allt upp í stórar róbóta sem hafa verið notaðir í að framleiða flugvélaparta.

Framhlutaeining af Boeing 747-8 í samsetningarsal Boeing í Everett

Boeing á eftir að smíða átján Boeing 747-8 júmbó-þotur sem pantaðar hafa verið en ef ekki koma fleiri pantanir mun hlé verða gert á framleiðslunni eða hún stöðvuð burt séð frá lokun verksmiðjunnar í Hawthorne.

Triumph vinnur nú að því að klára að smíða einingar fyrir þær 18 júmbó-þotur sem Boeing á eftir að framleiða en fyrirtækið ætlar einnig að loka verksmiðjum í Dallas þar sem stélhluti júmbó-þotunnar hefur verið smíðaður auk burðarbita í gólfi vélanna.

Að meðaltali hefur Boeing smíðað þrjár júmbó-þotur á ári en flestar af þeim hafa farið til vöruflutningarisans United Parcel Service (UPS) en engar farþegaútgáfur af júmbó-þotunni eru smíðum eins og er.

Boeing 747-8 fraktþota United Parcel Service (UPS) við samsetningarsal Boeing í Everett

Lufthansa er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Boeing 747-8 og hefur flugfélagið þýska 19 slíkar júmbó-þotur í flotanum á meðan Korean Air hefur tíu eintök af Boeing 747-8.

Stephen Perry, sérfræðingur í flugmálum hjá Janes Capital Partners, segir að Boeing muni sennilega ekki afskrifa júmbó-þotuna strax þar sem vel geti farið svo að pantanir eiga eftir að taka við sér á ný og vitnar hann í „magnaða endurkomu“ Boeing 767 sem hefur fengið fjölda pantanna frá fraktflugfélögum að undanförnu, bæði frá UPS og FedEx.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga