flugfréttir

Binter Canarias fær sína fyrstu E195-E2 þotu frá Embraer

- Fyrsta evrópska félagið til að fá stærstu útgáfuna af E2 þotunni

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:47

Fyrsta Embraer E195-E2 þota Binter Canarias af þeim fimm sem félagið pantaði

Binter Canarias, flugfélag Kanaríeyja, hefur fengið afhenta sína fyrstu E2 þotu frá Embeaer.

Þotan er af gerðinni Embraer E195-E2 sem er arftaki E195 þotunnar sem kom á markaðinn árið 2004 en fyrsta E2-þotan var afhent í apríl í fyrra til Widerøe.

Í tilefni afhendingarinnar fór fram sérstök athöfn í verksmiðjum Embraer í São José dos Campos í Brasilíu um sl. helgi en Binter Canarias er fyrsta flugfélagið í Evrópu til að fá stærstu útgáfuna af E2 þotunni sem kemur í þremur stærðum.

Embraer E195-E2 þotan er allt að 25% sparneytnari en fyrirrennari hennar, viðhaldskostnaður allt að 20 prósentum lægri og þá er þotan ein sú umhverfisvænasta og hljóðlátasta á markaðnum.

Binter lagði inn pöntun í fimm þotur af gerðinni Embraer E195-E2 sem koma með sætum fyrir 132 farþega en félagið mun nota þoturnar í leiðarkerfi félagsins sem samanstendur af áætlunarflugi milli Kanaríeyja, til Afríku og til meginlands Evrópu.

Meðal landa sem Binter Canarias flýgur til eru Grænhöfðaeyjar, Morokkó, Senegal, Gambía, Vestur-Sahara, Portúgal auk Mauritaníu.  fréttir af handahófi

Segir að EasyJet hafi ekki efni á fleiri nýjum þotum

30. mars 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að láta reka stjórnarmeðlimi úr stjórn félagsins ef þeir draga ekki úr skuldbindingum félagsins sem gerðar hafa verið við Airbus um kaup á nýjum fa

KEF meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum flokki

9. mars 2020

|

Keflavíkurflugvöllur er á meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki (5-15 milljónir árlegra farþega) hvað varðar þjónustugæði.

Heathrow-flugvöllur tapar 1.2 milljörðum á hverjum degi

6. maí 2020

|

Svo virðist sem að draumurinn um þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvelli sé úti vegna COVID-19 heimsfaraldursins og lítur út fyrir að allar áætlanir varðandi þriðju flugbrautina verði settar á hill

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00