flugfréttir
Binter Canarias fær sína fyrstu E195-E2 þotu frá Embraer
- Fyrsta evrópska félagið til að fá stærstu útgáfuna af E2 þotunni

Fyrsta Embraer E195-E2 þota Binter Canarias af þeim fimm sem félagið pantaði
Binter Canarias, flugfélag Kanaríeyja, hefur fengið afhenta sína fyrstu E2 þotu frá Embeaer.
Þotan er af gerðinni Embraer E195-E2 sem er arftaki E195 þotunnar sem kom á markaðinn árið 2004
en fyrsta E2-þotan var afhent í apríl í fyrra til Widerøe.
Í tilefni afhendingarinnar fór fram sérstök athöfn í verksmiðjum Embraer í São José dos Campos í Brasilíu
um sl. helgi en Binter Canarias er fyrsta flugfélagið í Evrópu til að fá stærstu útgáfuna af E2 þotunni sem kemur í þremur stærðum.
Embraer E195-E2 þotan er allt að 25% sparneytnari en fyrirrennari hennar, viðhaldskostnaður allt að 20 prósentum
lægri og þá er þotan ein sú umhverfisvænasta og hljóðlátasta á markaðnum.
Binter lagði inn pöntun í fimm þotur af gerðinni Embraer E195-E2 sem koma með sætum fyrir 132 farþega
en félagið mun nota þoturnar í leiðarkerfi félagsins sem samanstendur af áætlunarflugi milli Kanaríeyja, til Afríku og til meginlands Evrópu.
Meðal landa sem Binter Canarias flýgur til eru Grænhöfðaeyjar, Morokkó, Senegal, Gambía, Vestur-Sahara, Portúgal auk Mauritaníu.


2. desember 2019
|
Airbus hefur fengið grænt ljós frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) fyrir nýrri útgáfu af Airbus A350-1000 þotunni sem mun koma með 80 fleiri sæti og mun þotan því geta tekið allt að 480 farþega.

11. nóvember 2019
|
Tvö bandarísk flugfélög, American Airlines og Southwest Airlines, hafa bæði uppfært áætlanir sínar er varðar Boeing 737 MAX þoturnar og gera félögin ekki ráð fyrir að fljúga þeim fyrr en í fyrsta la

14. október 2019
|
El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

6. desember 2019
|
Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.