flugfréttir

Yfir 20 látnir í flugslysi í Kongó

- Flugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki í borginni Goma

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:58

Dornier 228 flugvélin sem fórst í gær bar skráninguna 9S-GNH

Að minnsta kosti 29 létust í flugslysi í Kongó í Afríku í gær er farþegaflugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki skammt frá flugvellinum í borginni Goma í austurhluta landsins.

Flugvélin var á leið til borgarinnar Beni með sautján farþega um borð auk tveggja flugmanna og kemur fram að vélin hafi fallið til jarðar strax í flugtakinu með þeim afleiðingum að allir um borð, auk 12 manns á jörðu niðri, létu lífið. Meðal látinna eru níu manns í sömu fjölskyldunni sem voru heima í því húsi sem fór hvað verst út er flugvélin brotlenti ofan á því.

Flugvélin brotlenti í íbúðarhverfi skammt suður
af flugbrautarendanum

Slysið átti sér stað klukkan 9:10 á sunnudagsmorgni eða klukkan 7:10 að íslenskum tíma og brotlenti vélin í miðju íbúðarhverfi skammt suður af flugbraut vallarins.

Flugvélin var frá flugfélaginu Busy Bee Congo sem er lítið flugfélag með höfuðstöðvar í Goma en félagið markaðsetur sig sem „sérfræðingarnar í flugi í dýpstu Kongó“.

Einn sjónarvottur segist hafa séð vélina „snúast í nokkra hringi“ er hún féll til jarðar og lagði reyk frá henni. Flak vélarinnar varð alelda við brotlendinguna og steig mikill reykjarmökkur til himins.

Orsök slyssins liggur ekki fyrir en erlendir fjölmiðlar greina frá því að talið er að bilun hafi komið upp í öðrum hreyfli vélarinnar strax eftir flugtak.

Flugvélin, sem bar skráninguna 9S-GNH, var 35 ára gömul og afhent fyrst til gríska flugfélagsins Olympic Airways árið 1984 en þaðan fór hún í flota Kaskasi Aviation árið 2007 en Busy Bee Congo fékk vélina í apríl árið 2017.

Flugfélagið sinnir innanlandsflugi í Kongó auk leiguflugs og sjúkraflugs. Félagið hefur haft þrjár Dornier 228 flugvélar í flota sínum og var vélin sem fórst ein af þeim þremur.

Veður var með besta móti er slysið átti sér stað, suðlæg átt upp á 8 hnúta, léttskýjað og um 22 stiga hiti.

Flugöryggi í Kongó er verulega ábótavant en flugslysið í gær er það fjórtánda á sl. 10 árum en flest flugslys í Kongó áttu sér stað árið 2007 en það árið urðu sjö flugslys í landinu.

Slysið er það fjórtánda á 10 árum sem á sér stað í Kongó

Mannskæðasta flugslysið í Kongó átti sér stað þann 8. janúar árið 1996 er flugvél af gerðinni Antonov An-32B frá Air Africa rann út af braut í flugtaksbruni í borginni Kinshasa og endaði inn á fjölmennum götumarkaði með þeim afleiðingum að fjórir af sex um borð létust en 225 létu lífið á jörðu niðri.

Orsök þess slyss var rakið til þess að flugvélin var ofhlaðin og reyndist hún 270 kílóum of þung sem olli því að flugmennirnir náðu ekki að lyfta nefi vélarinnar upp í tæka tíð áður en brautin var á enda.  fréttir af handahófi

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Júmbó-þota frá Lufthansa á leið til Keflavíkur

25. október 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 747-8 frá Lufthansa stefnir nú í átt að Keflavíkurflugvelli eftir að hafa lýst yfir neyðarástandi.

Tvær Cessna Caravan fóru mjög nálægt í aðflugi

25. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur greint frá mjög alvarlegu atviki sem átti sér stað á Englandi þegar tvær Cessna 208 Caravan flugvélar fóru mjög nálægt hvor annarri en vélarnar voru báðar

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð