flugfréttir

Yfir 20 látnir í flugslysi í Kongó

- Flugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki í borginni Goma

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:58

Dornier 228 flugvélin sem fórst í gær bar skráninguna 9S-GNH

Að minnsta kosti 29 létust í flugslysi í Kongó í Afríku í gær er farþegaflugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki skammt frá flugvellinum í borginni Goma í austurhluta landsins.

Flugvélin var á leið til borgarinnar Beni með sautján farþega um borð auk tveggja flugmanna og kemur fram að vélin hafi fallið til jarðar strax í flugtakinu með þeim afleiðingum að allir um borð, auk 12 manns á jörðu niðri, létu lífið. Meðal látinna eru níu manns í sömu fjölskyldunni sem voru heima í því húsi sem fór hvað verst út er flugvélin brotlenti ofan á því.

Flugvélin brotlenti í íbúðarhverfi skammt suður
af flugbrautarendanum

Slysið átti sér stað klukkan 9:10 á sunnudagsmorgni eða klukkan 7:10 að íslenskum tíma og brotlenti vélin í miðju íbúðarhverfi skammt suður af flugbraut vallarins.

Flugvélin var frá flugfélaginu Busy Bee Congo sem er lítið flugfélag með höfuðstöðvar í Goma en félagið markaðsetur sig sem „sérfræðingarnar í flugi í dýpstu Kongó“.

Einn sjónarvottur segist hafa séð vélina „snúast í nokkra hringi“ er hún féll til jarðar og lagði reyk frá henni. Flak vélarinnar varð alelda við brotlendinguna og steig mikill reykjarmökkur til himins.

Orsök slyssins liggur ekki fyrir en erlendir fjölmiðlar greina frá því að talið er að bilun hafi komið upp í öðrum hreyfli vélarinnar strax eftir flugtak.

Flugvélin, sem bar skráninguna 9S-GNH, var 35 ára gömul og afhent fyrst til gríska flugfélagsins Olympic Airways árið 1984 en þaðan fór hún í flota Kaskasi Aviation árið 2007 en Busy Bee Congo fékk vélina í apríl árið 2017.

Flugfélagið sinnir innanlandsflugi í Kongó auk leiguflugs og sjúkraflugs. Félagið hefur haft þrjár Dornier 228 flugvélar í flota sínum og var vélin sem fórst ein af þeim þremur.

Veður var með besta móti er slysið átti sér stað, suðlæg átt upp á 8 hnúta, léttskýjað og um 22 stiga hiti.

Flugöryggi í Kongó er verulega ábótavant en flugslysið í gær er það fjórtánda á sl. 10 árum en flest flugslys í Kongó áttu sér stað árið 2007 en það árið urðu sjö flugslys í landinu.

Slysið er það fjórtánda á 10 árum sem á sér stað í Kongó

Mannskæðasta flugslysið í Kongó átti sér stað þann 8. janúar árið 1996 er flugvél af gerðinni Antonov An-32B frá Air Africa rann út af braut í flugtaksbruni í borginni Kinshasa og endaði inn á fjölmennum götumarkaði með þeim afleiðingum að fjórir af sex um borð létust en 225 létu lífið á jörðu niðri.

Orsök þess slyss var rakið til þess að flugvélin var ofhlaðin og reyndist hún 270 kílóum of þung sem olli því að flugmennirnir náðu ekki að lyfta nefi vélarinnar upp í tæka tíð áður en brautin var á enda.  fréttir af handahófi

Finnair stefnir á flug til 40 áfangastaða í júlí

19. maí 2020

|

Finnair stefnir á að halda áfram áætlunarflugi til 40 áfangastaða frá og með 1. júlí næstkomandi en félagið ætlar að hefja meðal annars flug til flestallra áfangastaða sinna í Asíu.

Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast

31. mars 2020

|

Icelandair Group hefur tilkynnt að rekstur Icelandair og Air Iceland Connect verði sameinaður rekstri Icelandair.

Thai Airways sækir um gjaldþrotavernd

18. maí 2020

|

Thai Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hafa stjórnvöld í Singapúr ákveðið að fara þá leiðina til að bjarga rekstri félagsins í stað þess að veita félaginu opinbera aðstoð up

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00