flugfréttir

Yfir 20 látnir í flugslysi í Kongó

- Flugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki í borginni Goma

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:58

Dornier 228 flugvélin sem fórst í gær bar skráninguna 9S-GNH

Að minnsta kosti 29 létust í flugslysi í Kongó í Afríku í gær er farþegaflugvél af gerðinni Dornier 228 fórst í flugtaki skammt frá flugvellinum í borginni Goma í austurhluta landsins.

Flugvélin var á leið til borgarinnar Beni með sautján farþega um borð auk tveggja flugmanna og kemur fram að vélin hafi fallið til jarðar strax í flugtakinu með þeim afleiðingum að allir um borð, auk 12 manns á jörðu niðri, létu lífið. Meðal látinna eru níu manns í sömu fjölskyldunni sem voru heima í því húsi sem fór hvað verst út er flugvélin brotlenti ofan á því.

Flugvélin brotlenti í íbúðarhverfi skammt suður
af flugbrautarendanum

Slysið átti sér stað klukkan 9:10 á sunnudagsmorgni eða klukkan 7:10 að íslenskum tíma og brotlenti vélin í miðju íbúðarhverfi skammt suður af flugbraut vallarins.

Flugvélin var frá flugfélaginu Busy Bee Congo sem er lítið flugfélag með höfuðstöðvar í Goma en félagið markaðsetur sig sem „sérfræðingarnar í flugi í dýpstu Kongó“.

Einn sjónarvottur segist hafa séð vélina „snúast í nokkra hringi“ er hún féll til jarðar og lagði reyk frá henni. Flak vélarinnar varð alelda við brotlendinguna og steig mikill reykjarmökkur til himins.

Orsök slyssins liggur ekki fyrir en erlendir fjölmiðlar greina frá því að talið er að bilun hafi komið upp í öðrum hreyfli vélarinnar strax eftir flugtak.

Flugvélin, sem bar skráninguna 9S-GNH, var 35 ára gömul og afhent fyrst til gríska flugfélagsins Olympic Airways árið 1984 en þaðan fór hún í flota Kaskasi Aviation árið 2007 en Busy Bee Congo fékk vélina í apríl árið 2017.

Flugfélagið sinnir innanlandsflugi í Kongó auk leiguflugs og sjúkraflugs. Félagið hefur haft þrjár Dornier 228 flugvélar í flota sínum og var vélin sem fórst ein af þeim þremur.

Veður var með besta móti er slysið átti sér stað, suðlæg átt upp á 8 hnúta, léttskýjað og um 22 stiga hiti.

Flugöryggi í Kongó er verulega ábótavant en flugslysið í gær er það fjórtánda á sl. 10 árum en flest flugslys í Kongó áttu sér stað árið 2007 en það árið urðu sjö flugslys í landinu.

Slysið er það fjórtánda á 10 árum sem á sér stað í Kongó

Mannskæðasta flugslysið í Kongó átti sér stað þann 8. janúar árið 1996 er flugvél af gerðinni Antonov An-32B frá Air Africa rann út af braut í flugtaksbruni í borginni Kinshasa og endaði inn á fjölmennum götumarkaði með þeim afleiðingum að fjórir af sex um borð létust en 225 létu lífið á jörðu niðri.

Orsök þess slyss var rakið til þess að flugvélin var ofhlaðin og reyndist hún 270 kílóum of þung sem olli því að flugmennirnir náðu ekki að lyfta nefi vélarinnar upp í tæka tíð áður en brautin var á enda.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga