flugfréttir

Flugmaður hjá Aeroflot lést í miðju áætlunarflugi

- Flugstjórinn lenti þotunni í borginni Rostov-on-Don

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:37

Airbus A320 þota Aeroflot

Flugmaður hjá Aeroflot lést í gær eftir að hann veiktist skyndilega í flugi um borð í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320.

Þotan fór í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu áleiðis til borgarinnar Anapa í Rússlandi. Þegar vélin var í 35.000 fetum í 120 mílna fjarlægð norður af Rostov-on-Don fór fór aðstoðarflugmaðurinn að finna fyrir vanlíðan og fór heilsu hans að hraka skyndilega.

Flugmaðurinn, sem var 49 ára gamall, missti meðvitund og var tekin ákvörðun um að lenda í Rostov. Áhöfnin reyndi að athuga hvort að læknir væri um borð meðal farþega en í ljós kom að enginn læknir var í vélinni.

Flugmaðurinn var enn meðvitundarlaus í aðfluginu að Rostov-on-Don og fóru læknar um borð í vélina eftir lendingu auk sjúkraliða en flugmaðurinn var þá úrskurðaður látinn.

Flugvélin var á jörðu niðri í 3:15 klukkustundir á meðan annar flugmaður var kallaður til og hélt flugvélin áfram för sinni til Anapa.

Rannsókn er hafin á atvikinu en fyrstu niðurstöður benda til þess að dánarorsök flugmannsins hafi verið segamyndun sem hafi valdið hjartaáfalli.

Atvik sem þessi, þar sem flugmaður veikist og andast í kjölfarið, eru mjög sjaldgæf en þau eru ein ástæða þess að flugmenn sem fljúga í atvinnuflugi fara reglulega í sérstaka fluglæknaskoðun minnst einu sinni á ári og á sex mánaða fresti eftir að þeir ná 40 ára aldri.

Af öryggisástæðum þá fara flugmálayfirvöld í flestum löndum í heiminum fram á að ávallt séu tveir flugmenn í áhöfn í farþegaflugi á þeim tegundum flugvéla sem krefjast tveggja flugmanna en þess má geta að Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, lýsti því yfir árið 2010 að hann vildi losa flugfélagið við aðstoðarflugmenn á styttri flugleiðum innan Evrópu í þeim tilgangi að ná fram sparnaði.

"Í 25 ár höfum við flogið 10 milljón flugferðir og aðeins einu sinni kom upp atvik þar sem flugmaður fékk hjartaáfall og þrátt fyrir það þá lenti hann vélinni", sagði O´Leary á sínum tíma.  fréttir af handahófi

Loka fyrir allt flug um Kúveit

11. mars 2020

|

Stjórnvöld í Kúveit hafa ákveðið að loka fyrir allt áætlunarflug um flugvöllinn í Kúvætborg til að bregðast við útbreiðslu kórónaveirunnar sem var í dag skilgreindur sem heimsfaraldur.

Starfsemi Alitalia í norðurhluta Ítalíu lamast vegna veirunnar

9. mars 2020

|

Starfsemi ítalska flugfélagsins Alitalia hefur lamast eftir að ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að loka norðurhluta Ítalíu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar með þeim afleiðingum að 16 milljónir íbúa eru

Fresta afhendingum á 78 nýjum breiðþotum frá Airbus

3. mars 2020

|

Malasíska lágfargjaldaflugfélagið Air Asia X ætlar að fresta afhendingum á 78 breiðþotum sem félagið hefur pantað sem eru af gerðinni Airbus A330neo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00