flugfréttir

Flugmaður hjá Aeroflot lést í miðju áætlunarflugi

- Flugstjórinn lenti þotunni í borginni Rostov-on-Don

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:37

Airbus A320 þota Aeroflot

Flugmaður hjá Aeroflot lést í gær eftir að hann veiktist skyndilega í flugi um borð í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320.

Þotan fór í loftið frá Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu áleiðis til borgarinnar Anapa í Rússlandi. Þegar vélin var í 35.000 fetum í 120 mílna fjarlægð norður af Rostov-on-Don fór fór aðstoðarflugmaðurinn að finna fyrir vanlíðan og fór heilsu hans að hraka skyndilega.

Flugmaðurinn, sem var 49 ára gamall, missti meðvitund og var tekin ákvörðun um að lenda í Rostov. Áhöfnin reyndi að athuga hvort að læknir væri um borð meðal farþega en í ljós kom að enginn læknir var í vélinni.

Flugmaðurinn var enn meðvitundarlaus í aðfluginu að Rostov-on-Don og fóru læknar um borð í vélina eftir lendingu auk sjúkraliða en flugmaðurinn var þá úrskurðaður látinn.

Flugvélin var á jörðu niðri í 3:15 klukkustundir á meðan annar flugmaður var kallaður til og hélt flugvélin áfram för sinni til Anapa.

Rannsókn er hafin á atvikinu en fyrstu niðurstöður benda til þess að dánarorsök flugmannsins hafi verið segamyndun sem hafi valdið hjartaáfalli.

Atvik sem þessi, þar sem flugmaður veikist og andast í kjölfarið, eru mjög sjaldgæf en þau eru ein ástæða þess að flugmenn sem fljúga í atvinnuflugi fara reglulega í sérstaka fluglæknaskoðun minnst einu sinni á ári og á sex mánaða fresti eftir að þeir ná 40 ára aldri.

Af öryggisástæðum þá fara flugmálayfirvöld í flestum löndum í heiminum fram á að ávallt séu tveir flugmenn í áhöfn í farþegaflugi á þeim tegundum flugvéla sem krefjast tveggja flugmanna en þess má geta að Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, lýsti því yfir árið 2010 að hann vildi losa flugfélagið við aðstoðarflugmenn á styttri flugleiðum innan Evrópu í þeim tilgangi að ná fram sparnaði.

"Í 25 ár höfum við flogið 10 milljón flugferðir og aðeins einu sinni kom upp atvik þar sem flugmaður fékk hjartaáfall og þrátt fyrir það þá lenti hann vélinni", sagði O´Leary á sínum tíma.  fréttir af handahófi

600.000 færri fara um Gatwick vegna gjaldþrots Thomas Cook

3. desember 2019

|

Talið er að um 600.000 færri farþegar munu fara um Gatwick-flugvöll á þessu ári eftir að Thomas Cook hvarf af sjónarsviðinu vegna gjaldþrots félagsins í lok september.

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Condor tekur í notkun gamla merkið með fuglinum

4. desember 2019

|

Þýska flugfélagið Condor hefur tekið aftur upp sitt upprunalega merki sem félagið notaði í gamla daga en merki þess má rekja aftur til sjöunda áratugarins.

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð