flugfréttir

Boeing 737 MAX 10 frumsýnd - Hjólastellið lengist í flugtakinu

- Aðalhjólastellin lengjast um 24 cm þegar 737 MAX 10 tekst á loft

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:05

Boeing frumsýndi fyrsta eintakið af Boeing 737 MAX 10 sl. föstudag en aðeins starfsmönnum við verksmiðjurnar í Renton var boðið

Boeing frumsýndi síðastliðna helgi fyrstu útgáfuna af 737 MAX 10 sem er lengsta MAX-þotan en hún kemur á markað á næsta ári.

Frumsýningin var frekar látlaus og var aðeins starfsmönnum Boeing við verksmiðjurnar í Renton boðið að sjá fyrsta eintakið af 737 MAX 10.

Boeing 737 MAX 10 kemur með nýrri útgáfu af aðalhjólastelli með búnaði sem lengir hjólastellið sjálft og lyftir vélinni því hærra upp frá yfirborði flugbrautarinnar í flugtaki á þeim tímapunkti sem hún er að hefja sig á loft.

Það er gert í þeim tilgangi að mynda meira pláss frá stéli vélarinnar svo það rekist ekki ofan í brautina við flugtak þar sem skrokkurinn er 1.6 metrum lengri en á Boeing 737 MAX 9, 4.4 metrum lengri en 737 MAX 8 vélarnar og 1.8 metrum lengri en Boeing 737-900ER sem í dag er lengsta tegundin á markaðnum af Boeing 737.

Boeing 737 MAX 10 á að koma á markað á næsta ári en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir ennþá

Boeing 737 MAX 10 hefði í raun þurft að koma með hærra hjólastelli en þá hefði þurft að stækka hjólarýmið, þar sem hjólin dragast upp eftir flugtak, sem var ekki möguleiki þar sem það takmarkast við hönnun vélarinnar sem hefur haldist að mestu leyti óbreytt frá því „Classic“ útgáfan af Boeing 737 kom á markað árið 1984.

„Okkur langaði að viðhalda áfram 90% sameiginleika milli Boeing 737 MAX þotnanna og við vildum fá hjólastellið til þess að dragast upp aftur inn í sama hjólarýmið“, segir Gary Hamatani, yfirverkfræðingur yfir Boeing 737 MAX deildinni.

Aðalhjólastellið á fyrstu Boeing 737 MAX þotunni

Þess í stað ákvað Boeing að hanna búnnað sem lengir hjólastellið tímabundið í flugtaki um 24 sentimetra og dregst stellið aftur saman til baka í upprunalega stærð eftir flugtak áður en hjólin fara svo inn í hjólarýmið.

Hjólastellið lengist með sérstökum búnaði sem Boeing kallar „shrink link“ en Boeing kynnti hönnunina fyrst í ágúst í fyrra sem lausn við þeim vanda sem Boeing stóð frammi fyrir vegna þess hversu stutt hjólin miðað við lengdina á skrokknum.

Hjólastellið lengist um 24 sentimetra þegar vélin er að fara á loft og dregst svo aftur saman áður en hjólin fara inn í hjólarýmið

Boeing hefur fengið pantanir í 550 eintök af Boeing 737 MAX 10 þotunni frá yfir tuttugu viðskiptavinum víðvegar um heiminn en United Airlines er stærsti viðskiptavinurinn og hefur það flugfélag pantað yfir 100 eintök af 737 MAX 10.

Boeing 737 MAX 10 er ætlað að keppa við Airbus A321neo og var vélin kynnt á flugsýningunni í París árið 2017. Boeing hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega hvenær hún kemur á markað þar sem það veltur á kyrrsetningu MAX vélanna en tekur fram að það verði á „næsta ári“.

Skjáskot af myndbandi frá Boeing  fréttir af handahófi

KLM stefnir á að hætta með Airbus A330 á næstu árum

6. nóvember 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun hætta með Airbus A330 breiðþoturnar á næstu árum en ástæðan er sögð þar sem móðurfélagið, Air France-KLM, stefnir á að einfalda flugflota félaganna.

JetSMART kaupir dótturfélag Norwegian í Argentínu

5. desember 2019

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur selt alla starfsemina sína í Argentínu til samkeppnisflugfélagsins JetSMART sem hefur því tekið yfir rekstri dótturfélagsins Norwegian Air Argentina, aðeins 14 mánu

Aukin áhersla á þjálfun flugmanna í fráhvarfsflugi

28. nóvember 2019

|

Miðausturlenska lágfargjaldafélagið Flydubai hefur lýst því yfir að til standi að taka upp ítarlega þjálfun fyrir flugmenn er kemur að fráhvarfsflugi (go-around) í kjölfar flugslyssins er Boeing 737-

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð