flugfréttir

Boeing 737 MAX 10 frumsýnd - Hjólastellið lengist í flugtakinu

- Aðalhjólastellin lengjast um 24 cm þegar 737 MAX 10 tekst á loft

25. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:05

Boeing frumsýndi fyrsta eintakið af Boeing 737 MAX 10 sl. föstudag en aðeins starfsmönnum við verksmiðjurnar í Renton var boðið

Boeing frumsýndi síðastliðna helgi fyrstu útgáfuna af 737 MAX 10 sem er lengsta MAX-þotan en hún kemur á markað á næsta ári.

Frumsýningin var frekar látlaus og var aðeins starfsmönnum Boeing við verksmiðjurnar í Renton boðið að sjá fyrsta eintakið af 737 MAX 10.

Boeing 737 MAX 10 kemur með nýrri útgáfu af aðalhjólastelli með búnaði sem lengir hjólastellið sjálft og lyftir vélinni því hærra upp frá yfirborði flugbrautarinnar í flugtaki á þeim tímapunkti sem hún er að hefja sig á loft.

Það er gert í þeim tilgangi að mynda meira pláss frá stéli vélarinnar svo það rekist ekki ofan í brautina við flugtak þar sem skrokkurinn er 1.6 metrum lengri en á Boeing 737 MAX 9, 4.4 metrum lengri en 737 MAX 8 vélarnar og 1.8 metrum lengri en Boeing 737-900ER sem í dag er lengsta tegundin á markaðnum af Boeing 737.

Boeing 737 MAX 10 á að koma á markað á næsta ári en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir ennþá

Boeing 737 MAX 10 hefði í raun þurft að koma með hærra hjólastelli en þá hefði þurft að stækka hjólarýmið, þar sem hjólin dragast upp eftir flugtak, sem var ekki möguleiki þar sem það takmarkast við hönnun vélarinnar sem hefur haldist að mestu leyti óbreytt frá því „Classic“ útgáfan af Boeing 737 kom á markað árið 1984.

„Okkur langaði að viðhalda áfram 90% sameiginleika milli Boeing 737 MAX þotnanna og við vildum fá hjólastellið til þess að dragast upp aftur inn í sama hjólarýmið“, segir Gary Hamatani, yfirverkfræðingur yfir Boeing 737 MAX deildinni.

Aðalhjólastellið á fyrstu Boeing 737 MAX þotunni

Þess í stað ákvað Boeing að hanna búnnað sem lengir hjólastellið tímabundið í flugtaki um 24 sentimetra og dregst stellið aftur saman til baka í upprunalega stærð eftir flugtak áður en hjólin fara svo inn í hjólarýmið.

Hjólastellið lengist með sérstökum búnaði sem Boeing kallar „shrink link“ en Boeing kynnti hönnunina fyrst í ágúst í fyrra sem lausn við þeim vanda sem Boeing stóð frammi fyrir vegna þess hversu stutt hjólin miðað við lengdina á skrokknum.

Hjólastellið lengist um 24 sentimetra þegar vélin er að fara á loft og dregst svo aftur saman áður en hjólin fara inn í hjólarýmið

Boeing hefur fengið pantanir í 550 eintök af Boeing 737 MAX 10 þotunni frá yfir tuttugu viðskiptavinum víðvegar um heiminn en United Airlines er stærsti viðskiptavinurinn og hefur það flugfélag pantað yfir 100 eintök af 737 MAX 10.

Boeing 737 MAX 10 er ætlað að keppa við Airbus A321neo og var vélin kynnt á flugsýningunni í París árið 2017. Boeing hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega hvenær hún kemur á markað þar sem það veltur á kyrrsetningu MAX vélanna en tekur fram að það verði á „næsta ári“.

Skjáskot af myndbandi frá Boeing  fréttir af handahófi

De Havilland fær leyfi til að breyta Dash 8 yfir í fraktvélar

12. maí 2020

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland Aircraft tilkynnti í dag að framleiðandinn hafi fengið leyfi frá flugmálayfirvöldum í Kanada fyrir breytingum á Dash-8 flugvélum yfir í fraktvélar.

Flugvél með hjálpargögn fórst í aðflugi í Sómalíu

5. maí 2020

|

Sex létust í flugslysi í Afríku í gær er flugvél af gerðinni Embraer EMB-120RT Brasilia frá flugfélaginu African Express Airways fórst í aðflugi að flugvelli í Sómalíu.

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00