flugfréttir

Ná sáttum um 12/30 brautina í Köben sem fær að vera áfram

- Verður þó stytt um 200 metra og færð aðeins til suðurs

26. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

12/30 flugbrautin fær að vera áfram en verður stytt um 400 metra og færð aðeins sunnar svo pláss verði fyrir framlengingu á nýrri flugstöðvarálmu

Allt bendir til þess að áralangar deilur milli flugfélaganna SAS, Norwegian og Danish Air Transport (DAT) og flugvallarins í Kaupmannahöfn varðandi lokun flugbrautarinnar 12/30 sé á lokið.

12/30 brautin á flugvellinum í Kaupmannahöfn þverar aðalbrautirnar 4L/22R og 4R/22L en sú braut er sjaldan notuð og yfirleitt í notkun í stífri austanátt og vestanátt þegar of mikill hliðarvindur er á hinar brautunum tveimur.

Copenhagen Airport, rekstaraðili flugvallarins, hefur komið með lausn sem flugfélögin þrjú hafa sæst á sem er að sleppa því að leggja niður 12/30 brautina en stytta hana samt og færa hana aðeins til.

Boeing 737 þota KLM á leið í flugtak af braut 04R í janúar árið 2011

Copenhagen Airport kynnti nýtt masterplan um framtíð flugvallarins árið 2016 en þá voru kynnt áform um að loka 12/30 brautinni þar sem framlenging og viðbót á einni flugstöðvarálmunni á að teygja sig til suðurs yfir þá staðsetningu þar sem 12/30 brautin liggur í dag.

Þau áform féllu í grýttan jarðveg hjá SAS og fleiri flugfélögum sem höfðu áhyggjur af því að þetta ætti að raska um 500 flugferðum á ári þegar hvassviðri gengur yfir Kaupmannahöfn með vindstyrk sem fer yfir hliðarvindsstuðul þeirra flugvéla sem flugfélögin hafa í flota sínum.

SAS skoraði meðal annars á samgönguráðuneyti Danmerkur til þess að blanda sér í málið og láta gera sérstaka úttekt á þau áhrif sem lokun 12/30 brautarinnar mun hafa í för með sér.

Gert er ráð fyrir nýrri flugstöð sem mun koma til með að verða staðsett á þeim stað þar sem 12/30 brautin liggur í dag

Vorið 2017 kom Copenhagen Airport með tillögu um að stytta 12/30 brautina úr 2.400 metrum niður í 1.600 metra en flugfélögin sögðu að þá væri of mikið verið að taka af brautinni sem myndi aðeins duga minni flugvélum sem þau hafa ekki í rekstri.

Því næst var skoðaður möguleiki á því að stytta brautina á „12 endanum“ í norðvestri og lengja 30-endann með þeim hætti að brautin gæti verið að minnsta kosti 2.200 metrar á lengd.

12/30 brautin þverar hinar flugbrautirnar tvær. 04R/22L er lárétt að ofan á myndinni og brautarendinn á 22R sést í hægri jaðar myndarinnar

Sátt hefur náðst um þessa tillögu sem hefur nú verið uppfærð inn í nýjustu útgáfu af masterplani flugvallarins sem gefið hefur verið út og er gert ráð fyrir að 12/30 brautin bjóði upp á 2.200 metra brautarlengd fyrir flugtök og 2.000 metra fyrir lendingar.

Með þessu geta farþegaflugvélar á borð við Boeing 737 og Airbus A320 lent á 12/30 en ekki Boeing 777 og Boeing 787 eins og hægt er í dag nema þá með töluverðum takmörkunum.

Frekar sjaldgæft er að farþegar fái útsýni yfir alla Kaupmannahöfn, miðborgina og Amager en slíkt gerist þegar 12/30 brautin er í notkun í hvassri austanátt

Hinsvegar verða flugtök og lendingar aðeins leyfðar yfir Eyrarsundið og verður ekki gert ráð fyrir að 30-brautin verði notuð fyrir lendingar með aðflugi yfir Amager og Kaupmannahöfn.

Um 2% af öllum flugtökum og lendingum á flugvellinum í Kaupmannahöfn eiga sér stað á 12/30 brautinni og í 80 prósent tilvika er um að ræða flugtök og lendingar yfir sundið á meðan 20 prósent fer yfir borgina.

Troels Karlskov, talsmaður SAS, segir að menn séu mjög sáttir hjá félaginu með þessa lausn og þá segir að nýja tillagan njóti einnig stuðnings hjá Norwegian og DAT.  fréttir af handahófi

Viðbúnaðarástand á Schiphol vegna gruns um flugrán

7. nóvember 2019

|

Viðbúnaðarástand skapaðist tímabundið í gærkvöldi á Schiphol-flugvellinum í Amstedam er flugmaður í stjórnklefa á Airbus A330-200 breiðþotu hjá Air Europa gaf óvart til kynna að flugvélinni hefði ver

Thrush Aircraft fer fram á gjaldþrotameðferð

1. október 2019

|

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Thrush Aircraft hefur farið fram á gjaldþrotameðferð og hefur 113 starfsmönnum verið sagt upp en fyrirtækið er að hefja endurreisnaráætlun með það markmið að geta h

Gætu misst flugrekstarleyfið vegna seinkana á greiðslu launa

29. nóvember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong íhuga nú að svipta flugfélaginu Hong Kong Airlines flugrekstarleyfinu eftir að félagið tilkynnti að það muni seinka launagreiðslum til starfsmanna vegna slæmrar afkomu s

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð