flugfréttir

Ná sáttum um 12/30 brautina í Köben sem fær að vera áfram

- Verður þó stytt um 200 metra og færð aðeins til suðurs

26. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:37

12/30 flugbrautin fær að vera áfram en verður stytt um 400 metra og færð aðeins sunnar svo pláss verði fyrir framlengingu á nýrri flugstöðvarálmu

Allt bendir til þess að áralangar deilur milli flugfélaganna SAS, Norwegian og Danish Air Transport (DAT) og flugvallarins í Kaupmannahöfn varðandi lokun flugbrautarinnar 12/30 sé á lokið.

12/30 brautin á flugvellinum í Kaupmannahöfn þverar aðalbrautirnar 4L/22R og 4R/22L en sú braut er sjaldan notuð og yfirleitt í notkun í stífri austanátt og vestanátt þegar of mikill hliðarvindur er á hinar brautunum tveimur.

Copenhagen Airport, rekstaraðili flugvallarins, hefur komið með lausn sem flugfélögin þrjú hafa sæst á sem er að sleppa því að leggja niður 12/30 brautina en stytta hana samt og færa hana aðeins til.

Boeing 737 þota KLM á leið í flugtak af braut 04R í janúar árið 2011

Copenhagen Airport kynnti nýtt masterplan um framtíð flugvallarins árið 2016 en þá voru kynnt áform um að loka 12/30 brautinni þar sem framlenging og viðbót á einni flugstöðvarálmunni á að teygja sig til suðurs yfir þá staðsetningu þar sem 12/30 brautin liggur í dag.

Þau áform féllu í grýttan jarðveg hjá SAS og fleiri flugfélögum sem höfðu áhyggjur af því að þetta ætti að raska um 500 flugferðum á ári þegar hvassviðri gengur yfir Kaupmannahöfn með vindstyrk sem fer yfir hliðarvindsstuðul þeirra flugvéla sem flugfélögin hafa í flota sínum.

SAS skoraði meðal annars á samgönguráðuneyti Danmerkur til þess að blanda sér í málið og láta gera sérstaka úttekt á þau áhrif sem lokun 12/30 brautarinnar mun hafa í för með sér.

Gert er ráð fyrir nýrri flugstöð sem mun koma til með að verða staðsett á þeim stað þar sem 12/30 brautin liggur í dag

Vorið 2017 kom Copenhagen Airport með tillögu um að stytta 12/30 brautina úr 2.400 metrum niður í 1.600 metra en flugfélögin sögðu að þá væri of mikið verið að taka af brautinni sem myndi aðeins duga minni flugvélum sem þau hafa ekki í rekstri.

Því næst var skoðaður möguleiki á því að stytta brautina á „12 endanum“ í norðvestri og lengja 30-endann með þeim hætti að brautin gæti verið að minnsta kosti 2.200 metrar á lengd.

12/30 brautin þverar hinar flugbrautirnar tvær. 04R/22L er lárétt að ofan á myndinni og brautarendinn á 22R sést í hægri jaðar myndarinnar

Sátt hefur náðst um þessa tillögu sem hefur nú verið uppfærð inn í nýjustu útgáfu af masterplani flugvallarins sem gefið hefur verið út og er gert ráð fyrir að 12/30 brautin bjóði upp á 2.200 metra brautarlengd fyrir flugtök og 2.000 metra fyrir lendingar.

Með þessu geta farþegaflugvélar á borð við Boeing 737 og Airbus A320 lent á 12/30 en ekki Boeing 777 og Boeing 787 eins og hægt er í dag nema þá með töluverðum takmörkunum.

Frekar sjaldgæft er að farþegar fái útsýni yfir alla Kaupmannahöfn, miðborgina og Amager en slíkt gerist þegar 12/30 brautin er í notkun í hvassri austanátt

Hinsvegar verða flugtök og lendingar aðeins leyfðar yfir Eyrarsundið og verður ekki gert ráð fyrir að 30-brautin verði notuð fyrir lendingar með aðflugi yfir Amager og Kaupmannahöfn.

Um 2% af öllum flugtökum og lendingum á flugvellinum í Kaupmannahöfn eiga sér stað á 12/30 brautinni og í 80 prósent tilvika er um að ræða flugtök og lendingar yfir sundið á meðan 20 prósent fer yfir borgina.

Troels Karlskov, talsmaður SAS, segir að menn séu mjög sáttir hjá félaginu með þessa lausn og þá segir að nýja tillagan njóti einnig stuðnings hjá Norwegian og DAT.  fréttir af handahófi

Stefna á að opna aftur flugvelli í Serbíu

20. apríl 2020

|

Stjórnvöld í Serbíu stefna á að opna aftur flugvelli landsins fyrir farþegaflugi og er áætlað að flugvellir landsins verði starfræktir á ný í fyrstu vikunni í maí.

Sagt að 10 prósent starfsmanna verði sagt upp hjá Boeing

23. apríl 2020

|

Sagt er að Boeing sé að íhuga uppsagnir og er haft eftir tveimur heimildarmönnum að flugvélaframleiðandinn ætli að segja upp 10 prósent af öllum þeim mannafla sem starfar í farþegaþotudeildinni.

Þrír yfirmenn Air Namibia reknir í kjölfar rannsóknar

5. mars 2020

|

Þrír stjórnendur hjá Air Namibia hafa verið reknir frá félaginu í tengslum við rannsókn sem fram fer á rekstri félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00