flugfréttir

AtlasGlobal hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

- Starfsfólki tilkynnt um „tímabundna“ stöðvun á starfseminni í kvöld

26. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:37

Airbus A321 þota FlightGlobal á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl

Tyrkneska flugfélagið AtlasGlobal hefur tilkynnt að félagið hafi fellt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag og fram til 21. desember næstkomandi að minnsta kosti.

AtlasGlobal er 4. stærsta flugfélag Tyrklands er kemur að flugflota á eftir Turkish Airlines, Pegasus Airlines, SunExpress og Anadolujet.

Starfsmönnum félagsins var tilkynnt um þetta í tölvupósti nú undir kvöld og kemur fram að félagið muni stöðva starfsemina tímabundið vegna erfiðleika í rekstri en fjárhagsstaða félagsins er sögð vera mjög slæm.

Allri farmiðasölu hefur verið hætt og segir í tilkynningu að félagið sé að leita leiða til að fá fjármagn inn í reksturinn. Nokkrir starfsmenn verða við vinnu áfram en félagið mun segja upp flesti starfsfólki á næstu tímum og eiga margir von á símtali í kvöld og á morgun.

Síðustu flugferðir félagsins í bili á Flightradar24.com

Síðasta áætlunarflugið á vegum AtlasGlobal lenti í Istanbúl klukkan 16:31 UTC í dag sem var flug KK1291 frá borginni Arbil í Írak en það var flogið með þotu af gerðinni Airbus A320.

AtlasGlobal var stofnað þann 14. mars árið 2001 og hét félagið fyrst Atlas International Airlines en nafni félagsins var breytt síðar í Atlasjet og loks í AtlasGlobal árið 2015.

Flugfélagið hefur 18 þotur í flotanum af gerðinni Airbus A319, A320 og Airbus A321 og hefur félagið flogið frá Istanbúl til 24 áfangastaða í Tyrklandi, Egyptalandi, Bahrain, Frakklandi, Kazakhstan, Hollandi, Þýskalandi, Íran, Írak, Ísrael, Rússlandi, Serbíu, Bretlands, Kýpur, Armeníu og til Líbanon.

AtlasGlobal var stofnað árið 2001  fréttir af handahófi

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Flughátíðin Allt sem flýgur á áætlun í sumar

29. apríl 2020

|

Þrátt fyrir að búið sé að blása af fjölmörgum samkomum og hátíðum í sumar þá bendir flest til þess að flughátíðin „Allt sem flýgur“ á Hellu sé á áætlun.

South African mun heyra sögunni til í stað nýs flugfélags

4. maí 2020

|

Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur komist að samkomulagi um að stöðva starfsemi South African Airways og stofna þess í stað nýtt flugfélag fyrir landið en fram kemur að samkomulag þess efnis hafi náðst á

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00