flugfréttir

FAA sviptir Boeing leyfi til að sjá um vottun á 737 MAX

- FAA mun framkvæma úttekt á hverri einustu 737 MAX þotu fyrir afhendingu

27. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:22

Nýjar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjur Boeing í Renton

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent tilkynningu til Boeing þar sem stofnunin lætur flugvélaframleiðandann vita að héðan í frá mun FAA sjá alfarrið um allar vottanir sem gefnar verða út fyrir nýjar Boeing 737 MAX og verður það ekki lengur að hluta til í höndum Boeing.

Í kjölfar flugslysanna tveggja kom í ljós að FAA hafði falið Boeing að hluta til að sjá um að hafa eftirlit með öryggisferli og vottun á sinni eigin framleiðslu varðandi Boeing 737 MAX og vakti það mikla furðu að flugmálayfirvöld settu vottunarferlið í hendurnar á framleiðandanum sjálfum.

Þá hefur FAA tilkynnt að það sé ekki búið að fara yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og hugbúnaði því tengdu auk viðeigandi þjálfunar.

„Það hefur verið ákveðið að það sé fyrir bestu bæði vegna almannahagsmuna og í ljósi flugöryggis að bandarísk flugmálayfirvöld taki aftur við hlutverki sínu sem eftirlitsaðili og hafi fulla stjórn sem eini aðilinn er kemur að útgáfu á endurvottun vegna flughæfis fyrir Boeing 737 MAX“, segir m.a. í bréfi sem FAA sendi Boeing í gær.

Í nýlegri heimildarmynd sem gerð var um Boeing 737 MAX er greint frá því að raunin hafi verið sú að umfang vinnunnar sem fór í að votta Boeing 737 MAX var orðin það umfangsmikil á sínum tíma auk tímapressu að koma vélinni á markað að FAA hafði ekki nægan mannafla með kunnáttu til þess að hafa eftirlit með öllu ferlinu og var Boeing því falið að framkvæma þá vinnu að mestu leyti.

Boeing vonast til þess að FAA muni gefa út flughæfisvottun að nýju fyrir Boeing 737 MAX um miðjan desember sem gætti þýtt að vélarnar gætu farið að fljúga á ný í janúar eftir áramót vestanhafs.  fréttir af handahófi

Virgin mun hætta á Gatwick

5. maí 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að hætta allri starfsemi á Gatwick-flugvellinum í London og segja upp 3.150 starfsmönnum í kjölfarið.

Lufthansa í viðræðum um aðstoð upp á 1.432 milljarða

7. maí 2020

|

Lufthansa á nú í viðræðum við þýska ríkið um opinbera aðstoð í formi „stöðugleikapakka“ upp á 9 milljarða evra til þess að tryggja framtíð félagsins en sú upphæð samsvarar 1.432 milljörðum króna.

Fyrsti taprekstur Singapore Airlines í 48 ár

17. maí 2020

|

Singapore Airlines hefur tilkynnt um sitt fyrsta tap í rekstri í næstum hálfa öld sem er rakið til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á félagið en Singapore Airlines hefur verið reki

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00