flugfréttir

Aukin áhersla á þjálfun flugmanna í fráhvarfsflugi

28. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:30

Þotan sem fórst í mars árið 2016 á flugvellinum í Rostov-on-Don var af gerðinni Boeing 737-800

Miðausturlenska lágfargjaldafélagið Flydubai hefur lýst því yfir að til standi að taka upp ítarlega þjálfun fyrir flugmenn er kemur að fráhvarfsflugi (go-around) í kjölfar flugslyssins er Boeing 737-800 þota félagsins brotlent á flugvellinum í rússnesku borginni Rostov-on-Don í mars árið 2016.

Lokaskýrsla varðandi slysið var birt nú í vikunni og er talið að orsökina megi rekja til mannlegra mistaka meðal flugstjórans sem er rakið til þess að hann missti getu til að skynja aðstæður þegar vélin var í sínu öðru fráhvarfsflugi á flugvellinum í slæmu veðri með þeim afleiðingum að hún skall til jarðar.

Vélin fór með annan vænginn ofan í brautina, brotlenti og brotnaði í sundur og varð alelda þar sem hún staðnæmdist utan brautar og létust allir sem voru um borð.

Flydubai segir að fljótlega eftir slysið hafi verið ákveðið að taka upp strangari þjálfun flugmanna er kemur að fráhvarfsflugi og hafi þjálfunarkerfið verið „einfaldað“ í þeim tilgangi að flugmenn geti öðlast betri hæfni við að framkvæmda fráhvarfsflug með betri árangri.

Auk þess segir félagið að flugmenn hafa verið þjálfaðir í að öðlast skilning á sjónvillum sem geta gert vart við sig í myrkri þegar horft er út um glugga á stjórnklefanum í slæmu veðri er vélin er lágt yfir jörðu í lendingarham.

Rannsóknarnefndir flugslysa í Rússlandi og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru þó ekki sammála um hversu mikið hlutverk sjónvilla flugmannanna hafi spilað inn í aðstæðurnar og er bent á nokkur atriði er varðar aðgerðir og stillingar á hæðarstýri sem hafi verið breytt nokkrum sekúndum fyrir slysið auk þess sem ekki er vitað hversu mikið þeir fylgdust með mælum í stað þess að styðjast við að horfa út um gluggann á umhverfið.  fréttir af handahófi

Airbus framleiðir þriðjungi færri þotur á mánuði

9. apríl 2020

|

Airbus hefur dregið úr framleiðslu á farþegaþotum um þriðjung og eru því töluvert færri þotur framleiddar á mánuði miðað við hversu margar voru smíðaðar áður en heimsfaraldurinn COVID-19 skall á.

Flugvél með hjálpargögn fórst í aðflugi í Sómalíu

5. maí 2020

|

Sex létust í flugslysi í Afríku í gær er flugvél af gerðinni Embraer EMB-120RT Brasilia frá flugfélaginu African Express Airways fórst í aðflugi að flugvelli í Sómalíu.

Uppsagnir mögulegar hjá Icelandair vegna veirunnar

10. mars 2020

|

Svo gæti farið að Icelandair verði að grípa til uppsagna til þess að hagræða rekstri félagsins vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem farin er að hafa áhrif á rekstur hjá flestum flugfélögum í heiminum

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00