flugfréttir

Aukin áhersla á þjálfun flugmanna í fráhvarfsflugi

28. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:30

Þotan sem fórst í mars árið 2016 á flugvellinum í Rostov-on-Don var af gerðinni Boeing 737-800

Miðausturlenska lágfargjaldafélagið Flydubai hefur lýst því yfir að til standi að taka upp ítarlega þjálfun fyrir flugmenn er kemur að fráhvarfsflugi (go-around) í kjölfar flugslyssins er Boeing 737-800 þota félagsins brotlent á flugvellinum í rússnesku borginni Rostov-on-Don í mars árið 2016.

Lokaskýrsla varðandi slysið var birt nú í vikunni og er talið að orsökina megi rekja til mannlegra mistaka meðal flugstjórans sem er rakið til þess að hann missti getu til að skynja aðstæður þegar vélin var í sínu öðru fráhvarfsflugi á flugvellinum í slæmu veðri með þeim afleiðingum að hún skall til jarðar.

Vélin fór með annan vænginn ofan í brautina, brotlenti og brotnaði í sundur og varð alelda þar sem hún staðnæmdist utan brautar og létust allir sem voru um borð.

Flydubai segir að fljótlega eftir slysið hafi verið ákveðið að taka upp strangari þjálfun flugmanna er kemur að fráhvarfsflugi og hafi þjálfunarkerfið verið „einfaldað“ í þeim tilgangi að flugmenn geti öðlast betri hæfni við að framkvæmda fráhvarfsflug með betri árangri.

Auk þess segir félagið að flugmenn hafa verið þjálfaðir í að öðlast skilning á sjónvillum sem geta gert vart við sig í myrkri þegar horft er út um glugga á stjórnklefanum í slæmu veðri er vélin er lágt yfir jörðu í lendingarham.

Rannsóknarnefndir flugslysa í Rússlandi og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru þó ekki sammála um hversu mikið hlutverk sjónvilla flugmannanna hafi spilað inn í aðstæðurnar og er bent á nokkur atriði er varðar aðgerðir og stillingar á hæðarstýri sem hafi verið breytt nokkrum sekúndum fyrir slysið auk þess sem ekki er vitað hversu mikið þeir fylgdust með mælum í stað þess að styðjast við að horfa út um gluggann á umhverfið.  fréttir af handahófi

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín opnar 31. október 2020

2. desember 2019

|

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt varðandi langþráða opnun Brandenburg-flugvallarins í Berlín og stendur til að flugvölluinn opni loksins 31. október á næsta ári.

Cessna Chancellor brotlenti í íbúðarhverfi í New Jersey

29. október 2019

|

Flugmaður lét lífið er tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 414A Chancellor brotlenti í íbúðarhverfi í New Jersey í Bandaríkjunum í dag.

GPU aflstöð varð fyrir mótor í gangi á Q400 flugvél

21. nóvember 2019

|

Flugvél af gerðinni de Havilland DHC-8-400, skemmdist er loftskrúfa á öðrum hreyfli vélarinnar varð fyrir aflstöð (GPU) á meðan mótorinn var í gangi.

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð