flugfréttir

Flaug 11 tíma „fýluferð“ yfir hafið vegna eldgoss í Mexíkó

- Voru með hesta um borð í fraktinni og því ekki möguleiki að lenda í Ameríku

29. nóvember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:23

Júmbó-þotan snéri við eftir að hafa flogið 11 klukkustunda flug fram og til baka yfir Atlantshafið í gær

Júmbó-þota frá KLM Royal Dutch Airlines þurfti í gær að snúa við til Amsterdam og fljúga alla leið til baka yfir Atlantshafið þegar hún var nýkomin yfir Norður-Ameríku vegna eldgoss í Mexíkó.

Flug KL685 fór í loftið frá Schiphol-flugvellinum kl. 15:06 að staðartíma áleiðis til Mexíkóborgar en þegar vélin var komin yfir Brunswick í Kanada tilkynnti náttúruhamfarastofnunin í Mexíkó um að eldfjallið Popocatepetl hefði byrjað að gjósa og væri mikil aska í loftinu í nágrenni fjallsins sem teygði sig enn frekar upp í andrúmsloftið.

Júmbó-þotan snéri við og hélt aftur til Amsterdam þar sem hún lenti klukkan 2 í nótt og hafði þotan því flogið í 11 klukkustundir með farþega fram og til baka yfir Atlantshafið.

Flugferill þotunnar á Flightradar24.com

KLM afsakaði þessi óþægindi á Twitter-síðu sinni og tilkynnti að flugskilyrði hefðu verið mjög óhagstæð vegna eldvirkni í eldfjallinu Popocatepetl í Mexíkó.

KLM er annað tveggja flugfélaga sem flýgur á milli Mexíkóborgar og Amsterdam en mexíkóska ríkisflugfélagið, Aeromexico, flýgur einnig sömu leið. Mörg önnur flugfélög flugu hinsvegar til Mexíkóborgar í gær þrátt fyrir eldgosið og þar á meðal Lufthansa sem náði að lenda í borginni þrátt fyrir öskuskýið.

Þá kemur fram að þotan hafi verið að flytja nokkra hesta sem voru um borð í fraktinni og þar af leiðandi var ekki hægt að lenda á varaflugvelli í Ameríku sem er ein ástæða þess að ákveðið var að halda til baka yfir Atlantshafið og lenda aftur í Amsterdam.  fréttir af handahófi

Air New Zealand selur afgreiðslupláss sitt á Heathrow

9. mars 2020

|

Air New Zealand hefur selt afgreiðsluplássin sín á Heathrow-flugvellinum í London fyrir um 3.4 milljarða króna.

Starfsmaður Boeing látinn eftir að hafa smitast af veirunni

23. mars 2020

|

Starfsmaður hjá Boeing-verksmiðjunum í Everett er látinn eftir veikindi í kjölfar COVID-19 en hann greindist fyrr í þessum mánuði með kórónaveiruna og er fyrsti starfsmaður Boeing sem lætur lífið í k

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

23. mars 2020

|

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunu

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00