flugfréttir
Gætu misst flugrekstarleyfið vegna seinkana á greiðslu launa
- Mótmæli og óeirðir farin að hafa veruleg áhrif á rekstur Hong Kong Airlines

Flugvélar Hong Kong Airlines á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong
Flugmálayfirvöld í Hong Kong íhuga nú að svipta flugfélaginu Hong Kong Airlines flugrekstarleyfinu eftir að félagið tilkynnti að það muni seinka launagreiðslum til starfsmanna vegna slæmrar afkomu sem rekja má til mótmæla og óeirða á Hong Kong.
Hong Kong Airlines segir að afkoma félagið hafi orðið fyrir verulegum skaða
undanfarnar vikur og mánuði vegna mótmæla í borginni og hefur eftirspurn
meðal ferðamanna til Hong Kong dvínað í samræmi við það.
Flugfélagið lýsti því yfir nú rétt fyrir helgi að um 1.600 starfsmenn af þeim 3.560 sem
starfa hjá félaginu fá ekki laun greidd fyrr en eftir fyrstu vikuna í desember.
Flugmálayfirvöld hafa varað félagið við að taka sig saman í andlitinu og stendur nú
til að koma á fundi og athuga hvort að grípa þurfi til aðgera eftir að félagið tilkynnti
um seinkun á launagreiðslum.
Félagið hefur að undanförnu hætt tímabundið öllu áætlunarflugi til Vancouver, Ho Chi Minh
City og til Tianjin í Kína og er verið að endurskoða leiðarkerfi félagsins og stendur
til að einblína á mikilvægar tengingar til þeirra borga sem viðskiptafarþegar nýta sér reglulega.
Mótmæli og óeirðir þeim tengdum hafa nú staðið yfir í sex mánuði í Hong Kong og
hafa sjaldan eða aldrei verið eins fáir ferðamenn í borginni en til að mynda
hefur orðið 22% samdráttur á bókunum hjá flugfélaginu Cathay Pacific.


15. nóvember 2019
|
Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

18. október 2019
|
Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

5. desember 2019
|
South African Airways hefur farið fram á gjaldþrotameðferð og hefur ríkistjórn Suður-Afríku sótt um sambærilega gjaldþrotavernd fyrir félagið á borð við Chapter 11 í Bandaríkjunum.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

6. desember 2019
|
Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.