flugfréttir

Orðrómur um að Norwegian ætli að yfirgefa Argentínu

- Norwegian Air Argentina hefur aðeins verið í loftinu í 1 ár

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:03

Boeing 737-800 þota Norwegian á flugvellinum í borginni Mendoza í Argentínu

Svo gæti farið að ævintýri Norwegian í Argentínu sé að nálgast endalokin ef marka má heimildamenn sem þekkja til sem segja að flugfélagið norska sé að leita að nýjum eigendum til þess að taka yfir starfsemi Norwegian Air Argentina.

Starfsemi Norwegian á suðurhveli jarðar hófst í janúar árið 2017 er félagið stofnaði Norwegian Air Argentina og fékk félagið argentínskt flugrekstrarleyfi í hendurnar árið 2018 og í október sama ár var fyrsta innanlandsflug félagsins flogið í Argentínu.

Norwegian hafði uppi stór áform í áætlunarflugi í Suður-Ameríku og stóð til að hefja einnig millilandaflug innan álfunnar en rekstur Norwegian í Evrópu hefur gengið brösulega að undanförnu og er sagt að félagið leiti nú að aðila til að taka yfir starfsemina í Argentínu.

Flugvélar Norwegian innan um suður-amerísk flugfélög

Geir Karlsen, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem tók við af Bjørn Kjos, tók fram í apríl á þessu ári, að ef frammistaða Norwegian Air Argentina myndi ekki standast væntingar þá yrði starfsemi félagsins endurskoðuð og rekstri þess hætt mögulega.

Raunin er hinsvegar sú að eftirspurn eftir flugsætum hjá Norwegian Air Argentina hefur verið dræm og þá hefur gengi argentínska pesóans gagnvart bandaríkjadollara verið mjög veik sem hefur haft áhrif á reksturinn.

Til stóð að Norwegian Air Argentina myndi hafa allt að 70 þotur í flota sem samanstæði af 50 Boeing 737 þotum og tuttugu Dreamliner-þotum eftir nokkur ár en flotinn hafði fjórar Boeing 737-800 þotur þegar þær voru flestar en eru í dag aðeins þrjár meðan félagið ætlaði sér að vera komið með 8 þotur.

Þá ætlaði Norwegian Air Argentina að fljúga 8 mismunandi áætlunarflugleiðir í dag en leiðarkerfið telur aðeins sex flugleiðir sem tengja saman borgirnar Bariloche, Iguazú, Ushuaia, Mendoza, Neuquén, Córdoba og Buenos Aires.

Orðrómur er uppi um að flugfélagið JetSmart Argentina muni taka yfir rekstur Norwegian Air Argenina en með því myndi það félag ná að koma starfsemi sinni inn á Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Aires og segja skilið við El Palomar flugvöllinn sem er háður ströngum næturflugstakmörkunum sem hafa hamlað starfsemi JetSmart.  fréttir af handahófi

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Um 20 prósent flugmanna hjá easyJet verða konur árið 2020

2. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segist vera mjög bjartsýnt á að ná því takmarki að 20 prósent af nýjum flugmönnum félagsins verður kvenfólk árið 2020.

Icelandair mun hætta flugi til San Francisco og Kansas City

30. september 2019

|

Icelandair mun hætta áætlunarflugi til tveggja áfangastaða í Norður-Ameríku sem flogið hefur verið til yfir sumartímann sl. tvö ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð