flugfréttir

Orðrómur um að Norwegian ætli að yfirgefa Argentínu

- Norwegian Air Argentina hefur aðeins verið í loftinu í 1 ár

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:03

Boeing 737-800 þota Norwegian á flugvellinum í borginni Mendoza í Argentínu

Svo gæti farið að ævintýri Norwegian í Argentínu sé að nálgast endalokin ef marka má heimildamenn sem þekkja til sem segja að flugfélagið norska sé að leita að nýjum eigendum til þess að taka yfir starfsemi Norwegian Air Argentina.

Starfsemi Norwegian á suðurhveli jarðar hófst í janúar árið 2017 er félagið stofnaði Norwegian Air Argentina og fékk félagið argentínskt flugrekstrarleyfi í hendurnar árið 2018 og í október sama ár var fyrsta innanlandsflug félagsins flogið í Argentínu.

Norwegian hafði uppi stór áform í áætlunarflugi í Suður-Ameríku og stóð til að hefja einnig millilandaflug innan álfunnar en rekstur Norwegian í Evrópu hefur gengið brösulega að undanförnu og er sagt að félagið leiti nú að aðila til að taka yfir starfsemina í Argentínu.

Flugvélar Norwegian innan um suður-amerísk flugfélög

Geir Karlsen, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem tók við af Bjørn Kjos, tók fram í apríl á þessu ári, að ef frammistaða Norwegian Air Argentina myndi ekki standast væntingar þá yrði starfsemi félagsins endurskoðuð og rekstri þess hætt mögulega.

Raunin er hinsvegar sú að eftirspurn eftir flugsætum hjá Norwegian Air Argentina hefur verið dræm og þá hefur gengi argentínska pesóans gagnvart bandaríkjadollara verið mjög veik sem hefur haft áhrif á reksturinn.

Til stóð að Norwegian Air Argentina myndi hafa allt að 70 þotur í flota sem samanstæði af 50 Boeing 737 þotum og tuttugu Dreamliner-þotum eftir nokkur ár en flotinn hafði fjórar Boeing 737-800 þotur þegar þær voru flestar en eru í dag aðeins þrjár meðan félagið ætlaði sér að vera komið með 8 þotur.

Þá ætlaði Norwegian Air Argentina að fljúga 8 mismunandi áætlunarflugleiðir í dag en leiðarkerfið telur aðeins sex flugleiðir sem tengja saman borgirnar Bariloche, Iguazú, Ushuaia, Mendoza, Neuquén, Córdoba og Buenos Aires.

Orðrómur er uppi um að flugfélagið JetSmart Argentina muni taka yfir rekstur Norwegian Air Argenina en með því myndi það félag ná að koma starfsemi sinni inn á Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Aires og segja skilið við El Palomar flugvöllinn sem er háður ströngum næturflugstakmörkunum sem hafa hamlað starfsemi JetSmart.  fréttir af handahófi

Stefna á að fljúga 90 prósent af leiðarkerfinu í júlí

12. maí 2020

|

Ryanair stefnir á í byrjun júlí að fljúga flestar flugleiðirnar milli áfangastaða félagsins í leiðarkerfinu eða sem samsvarar 90% af flugáætluninni eins og hún var fyrir tíma COVID-19.

Isavia tryggir fjármögnun hjá Evrópska fjárfestingabankanum

19. maí 2020

|

Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt lánaádrátt Isavia upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna en um er að ræða lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn

Þyrla brotlenti eftir að farþegi fékk að prófa að stýra

20. mars 2020

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér lokaskýrslu varðandi þyrluslys sem átti sér stað árið 2018 er flugmaður þyrlu af gerðinni Hughes 269 leyfði farþega að spreyta sig á því

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00