flugfréttir

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín opnar 31. október 2020

- Opnar 9 árum á eftir áætlun

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Hjólreiðamaður virðir fyrir sér flugstöðvarbygginguna á heimsins stærsta draugaflugvelli

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt varðandi langþráða opnun Brandenburg-flugvallarins í Berlín og stendur til að flugvölluinn opni loksins 31. október á næsta ári.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri Brandenburg-flugvallarins, tilkynnti þetta sl. föstudag og ef allt gengur upp mun flugvöllurinn því opna loksins 9 árum á eftir áætlun.

Fram kemur að tvær flugstöðvar munu opna 31. október, T1 og T2 og þann dag mun fyrsti hluti flutninga hefjast frá Schönefeld og Tegel-flugvöllunum yfir á Brandenburg-flugvöllinn og nafn flugstöðvarinnar á Schönefeld mun breytast í BER T5.

Gróður er farinn að vaxa á gangséttinni við flugstöðina

4. nóvember verður syðri flugbraut vallarins tekin í notkun og annar hluti flutninga hefst þann dag en þann 7. nóvember hefst þriðja og síðasta hollið í flutningum auk þess sem Tegel-flugvellinum verður lokað þann daginn.

Brandenburg-flugvölluinn verður heimastöð Eurowings, easyJet og Ryanair en alls eru 74 flugfélög sem í dag fljúga til Schönefeld og Tegel-flugvallanna og munu þau öll færa sig yfir á nýja Brandenburg-flugvöllinn á næsta ári.

Brandenburg-flugvöllurinn átti upphaflega að opna árið 2011 en sex sinnum var opnun hans frestað vegna fjölda vandamála sem má rekja til galla í reykræstikerfi, sprinkler-vatnsúðunarkerfi, brunahljóðkerfi auk þess sem sjálfvirkar hurðir á flugvellinum hafa ekki virkað sem skildi.

Kostnaður við Brandenburg hefur aukist um 4,1 milljarða evra sem samsvarar 575 milljörðum króna og er talið að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé að nálgast 930 milljarða og gæti hann hæglega farið í 1.000 milljarða þegar upp er staðið.

Flugstöðvarbyggingin á Brandenburg-flugvelli

Þess má geta að það kostar rekstraraðila flugvallarins 79 milljónir króna hver dagur sem Brandenburg-flugvöllur er ekki í notkun sem samsvarar 2 milljörðum á mánuði.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Air India mun leggjast af ef ekki næst að einkavæða félagið

29. nóvember 2019

|

Air India mun neyðast til þess að hætta rekstri ef næstu tilraunir til þess að einkavæða ríkisflugfélagið ná ekki fram að ganga.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Thomas Cook flaug til 68 áfangastaða í 30 löndum

23. september 2019

|

Síðasta áætlunarflug í sögu Thomas Cook til að lenda eftir gjaldþrot félagsins var flug TCX2643 frá Orlando í Flórída til Manchester.

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð