flugfréttir

Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín opnar 31. október 2020

- Opnar 9 árum á eftir áætlun

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Hjólreiðamaður virðir fyrir sér flugstöðvarbygginguna á heimsins stærsta draugaflugvelli

Ný dagsetning hefur verið tilkynnt varðandi langþráða opnun Brandenburg-flugvallarins í Berlín og stendur til að flugvölluinn opni loksins 31. október á næsta ári.

Engelbert Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri Brandenburg-flugvallarins, tilkynnti þetta sl. föstudag og ef allt gengur upp mun flugvöllurinn því opna loksins 9 árum á eftir áætlun.

Fram kemur að tvær flugstöðvar munu opna 31. október, T1 og T2 og þann dag mun fyrsti hluti flutninga hefjast frá Schönefeld og Tegel-flugvöllunum yfir á Brandenburg-flugvöllinn og nafn flugstöðvarinnar á Schönefeld mun breytast í BER T5.

Gróður er farinn að vaxa á gangséttinni við flugstöðina

4. nóvember verður syðri flugbraut vallarins tekin í notkun og annar hluti flutninga hefst þann dag en þann 7. nóvember hefst þriðja og síðasta hollið í flutningum auk þess sem Tegel-flugvellinum verður lokað þann daginn.

Brandenburg-flugvölluinn verður heimastöð Eurowings, easyJet og Ryanair en alls eru 74 flugfélög sem í dag fljúga til Schönefeld og Tegel-flugvallanna og munu þau öll færa sig yfir á nýja Brandenburg-flugvöllinn á næsta ári.

Brandenburg-flugvöllurinn átti upphaflega að opna árið 2011 en sex sinnum var opnun hans frestað vegna fjölda vandamála sem má rekja til galla í reykræstikerfi, sprinkler-vatnsúðunarkerfi, brunahljóðkerfi auk þess sem sjálfvirkar hurðir á flugvellinum hafa ekki virkað sem skildi.

Kostnaður við Brandenburg hefur aukist um 4,1 milljarða evra sem samsvarar 575 milljörðum króna og er talið að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé að nálgast 930 milljarða og gæti hann hæglega farið í 1.000 milljarða þegar upp er staðið.

Flugstöðvarbyggingin á Brandenburg-flugvelli

Þess má geta að það kostar rekstraraðila flugvallarins 79 milljónir króna hver dagur sem Brandenburg-flugvöllur er ekki í notkun sem samsvarar 2 milljörðum á mánuði.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Flugumferðaratvik er varðar Harrison Ford til rannsóknar

29. apríl 2020

|

Hollywood-leikarinn Harrison Ford kom sér í bobba nú á dögunum er hann lenti þyrlu sinni á flugvelli í Los Angeles en eftir lendingu gerði hann mistök sem eru nú komin inn á borð hjá bandarískum flug

SkyCourier flýgur sitt fyrsta flug

18. maí 2020

|

Nýja Cessna 408 SkyCourier flugvélin frá Textron Aviation flaug í gær sitt fyrsta flug en um er að ræða tveggja hreyfla flugvél sem kynnt var fyrst til leiks árið 2017.

Framleiðsla á farþegaþotum hefst á ný eftir helgi

17. apríl 2020

|

Framleiðsla á farþegaþotum hjá Boeing á Seattle-svæðinu mun hefjast að nýju í næstu viku en Boeing stöðvaði framleiðsluna tímabundið vegna COVID-19 heimsfaraldursins þann 25. mars sl. eftir að neyðar

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00