flugfréttir

Rennibraut losnað af Boeing 767 og féll til jarðar í aðflugi í Boston

- Hafnaði í garði á einkalóð í bænum Milton

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:19

Rennibrautin kom niður í garði á einkalóð í bænum Milton í nágrenni flugvallarins í Boston

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað sl. sunnudagsmorgun eftir að neyðarrennibraut losnaði úr hólfi og féll til jarðar frá Boeing 767 breiðþotu hjá Delta Air Lines sem var í aðflugi að flugvellinum í Boston.

Flugstjóri vélarinnar tilkynnti um háværan hvell er vélin var í aðfluginu eftir 7 tíma flug yfir Atlantshafið frá París en lögreglan í bænum Milton lét vita skömmu síðar að torkennilegur hlutur, sem reyndist vera rennibraut, hefði fundist í garði á einkalóð.

Stephanie Leguia, íbúi í húsinu, stóð út í garði þegar atvikið gerðist og segir hún að stór hlutur hafi skyndilega fallið niður af himnum ofan í aðeins nokkura metra fjarlægð frá henni.

„Ef hún hefði lent ofan á okkur þá værum við dauð. Hún er sennilega það þung“, segir Leguia sem lýsti hlutnum sem silfurlituðu risatjaldi.

Þegar Leguia og nágrannakona hennar fóru að skoða fyrirbærið nánar fundu þær merki á hlutnum sem virtist vera merki Boeing og hringdu þær þá í lögregluna sem kom á staðinn og báru lögregluþjónar kennsl á fyrirbærið sem neyðarrennibraut af farþegaþotu.

Lögreglumaður virðir fyrir sér rennibrautina

Um var að ræða rennibraut sem staðsett er við neyðarútganginn yfir vængnum en flugvélin lenti giftusamlega og hélt að flugstöðinni að lokinni lendingu.

Það var ekki hinsvegar fyrr en eftir að vélin var lent að flugvirkjar tóku eftir því að rennibraut hefði losnað úr hólfinu við hægri væng vélarinnar.

„Atvik sem þessi eru mjög sjaldgæf og við erum mjög þakklát að engin slasaðist“, segir talsmaður Delta Air Lines.

Boeing 767 þotan var frá Delta Air Lines og var að ljúka við 7 tíma flug frá París  fréttir af handahófi

Uppsagnir hjá Isavia vegna COVID-19

30. mars 2020

|

Isavia hefur í dag gripið til uppsagna í kjölfar þeirra gríðarmiklu áhrifa sem útbreiðsla Covid 19 hefur á ferðamannastraum til Íslands. Flestar verða uppsagnirnar á Keflavíkurflugvelli þar sem ljóst

GECAS hættir við pöntun í 69 Boeing 737 MAX þotur

17. apríl 2020

|

Flugvélaleigan GECAS hefur hætt við pöntun í 69 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og er ástæðan sögð vera vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á flugiðnaðinn.

SAS: „Eftirspurn eftir flugsætum er gott sem horfin“

16. mars 2020

|

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt að félagið muni leggja niður að mestu allt áætlunarflug félagsins frá og með deginum í dag, 16. mars, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og einnig segja upp

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00