flugfréttir

Rennibraut losnað af Boeing 767 og féll til jarðar í aðflugi í Boston

- Hafnaði í garði á einkalóð í bænum Milton

2. desember 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:19

Rennibrautin kom niður í garði á einkalóð í bænum Milton í nágrenni flugvallarins í Boston

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað sl. sunnudagsmorgun eftir að neyðarrennibraut losnaði úr hólfi og féll til jarðar frá Boeing 767 breiðþotu hjá Delta Air Lines sem var í aðflugi að flugvellinum í Boston.

Flugstjóri vélarinnar tilkynnti um háværan hvell er vélin var í aðfluginu eftir 7 tíma flug yfir Atlantshafið frá París en lögreglan í bænum Milton lét vita skömmu síðar að torkennilegur hlutur, sem reyndist vera rennibraut, hefði fundist í garði á einkalóð.

Stephanie Leguia, íbúi í húsinu, stóð út í garði þegar atvikið gerðist og segir hún að stór hlutur hafi skyndilega fallið niður af himnum ofan í aðeins nokkura metra fjarlægð frá henni.

„Ef hún hefði lent ofan á okkur þá værum við dauð. Hún er sennilega það þung“, segir Leguia sem lýsti hlutnum sem silfurlituðu risatjaldi.

Þegar Leguia og nágrannakona hennar fóru að skoða fyrirbærið nánar fundu þær merki á hlutnum sem virtist vera merki Boeing og hringdu þær þá í lögregluna sem kom á staðinn og báru lögregluþjónar kennsl á fyrirbærið sem neyðarrennibraut af farþegaþotu.

Lögreglumaður virðir fyrir sér rennibrautina

Um var að ræða rennibraut sem staðsett er við neyðarútganginn yfir vængnum en flugvélin lenti giftusamlega og hélt að flugstöðinni að lokinni lendingu.

Það var ekki hinsvegar fyrr en eftir að vélin var lent að flugvirkjar tóku eftir því að rennibraut hefði losnað úr hólfinu við hægri væng vélarinnar.

„Atvik sem þessi eru mjög sjaldgæf og við erum mjög þakklát að engin slasaðist“, segir talsmaður Delta Air Lines.

Boeing 767 þotan var frá Delta Air Lines og var að ljúka við 7 tíma flug frá París  fréttir af handahófi

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Móðurfélag British Airways kaupir Air Europa

4. nóvember 2019

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt spænska flugfélagið Air Europa fyrir einn milljarð evra sem samsvarar 138 milljörðum króna.

Mooney hættir starfsemi og segir upp öllu starfsfólki

13. nóvember 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Mooney Aircraft Company hefur hætt starfsemi sinni eftir 90 ára rekstur og hefur næstum öllu starfsfólki verið sagt upp.

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð