flugfréttir

Hluti af væng klipptist af Cessnu sem flaug á vír á útvarpsmastri

- Var að skrifa niður minnispunkta og var ekki að horfa út um gluggann

1. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:03

Meira en einn metri klipptist af vinstri væng flugvélarinnar eftir að hún flaug á einn af þeim vírum sem halda uppi útvaprsmastrinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 náði að lenda þrátt fyrir að meira en 1 metri af vinstri væng vélarinnar klippist af er flugvélin flaug á línur sem halda útvarpsmastri uppi.

Atvikið átti sér stað nálægt bænum Abiline í Texas í Bandaríkjunum þann 21. desember árið 2018 en fram kemur að flugmaðurinn hafi verið að fljúga sérstakt skoðunarflug til þess að athuga með ástand á olíleiðslu sem liggur þverrt yfir stóran hluta Texas.

Flugmaðurinn, sem var einn um borð og komst heill á húfi frá atvikinu, segir að hann hafi verið að fljúga meðfram lögninni og hafi verið með höfuðið niður þar sem hann var að skrifa niður athugasemdir og minnispunkta varðandi olíulögnina er skyndilega kom mikið högg á vélina.

Eitt af nokkrum útvarpsmöstrum á svæðinu

Flugvélin hafði þá rekist með vinstri vænginn utan í víra sem halda uppi háu útvarpsmastri. Flugmaðurinn náði að halda stjórn á flugvélinni og lýsti yfir neyðarástandi en hann lenti flugvélinni á Abilene Regional flugvellinum sem var í 10 mílna fjarlægð.

Eftir lendingu kom í ljós að 1.2 meter vantaði á vænginn sem hafði klippst af rétt við hallastýrið við áreksturinn.

Flugmaðurinn sagði að vanalega væru tveir flugmenn í þessum eftirlitsflugferðum, einn sem skrifar niður upplýsingar og athugasemdir og annar sem fylgist með út um gluggan. Í þetta skiptið var hann þó einn og þurfti hann að skrifa niður athugasemdirnar sjálfur en viðurkenndi að hann hefði þó átt að bíða aðeins með það til betri tíma.  fréttir af handahófi

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

South African mun heyra sögunni til í stað nýs flugfélags

4. maí 2020

|

Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur komist að samkomulagi um að stöðva starfsemi South African Airways og stofna þess í stað nýtt flugfélag fyrir landið en fram kemur að samkomulag þess efnis hafi náðst á

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00