flugfréttir

Hluti af væng klipptist af Cessnu sem flaug á vír á útvarpsmastri

- Var að skrifa niður minnispunkta og var ekki að horfa út um gluggann

1. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:03

Meira en einn metri klipptist af vinstri væng flugvélarinnar eftir að hún flaug á einn af þeim vírum sem halda uppi útvaprsmastrinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) hafa gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er lítil flugvél af gerðinni Cessna 172 náði að lenda þrátt fyrir að meira en 1 metri af vinstri væng vélarinnar klippist af er flugvélin flaug á línur sem halda útvarpsmastri uppi.

Atvikið átti sér stað nálægt bænum Abiline í Texas í Bandaríkjunum þann 21. desember árið 2018 en fram kemur að flugmaðurinn hafi verið að fljúga sérstakt skoðunarflug til þess að athuga með ástand á olíleiðslu sem liggur þverrt yfir stóran hluta Texas.

Flugmaðurinn, sem var einn um borð og komst heill á húfi frá atvikinu, segir að hann hafi verið að fljúga meðfram lögninni og hafi verið með höfuðið niður þar sem hann var að skrifa niður athugasemdir og minnispunkta varðandi olíulögnina er skyndilega kom mikið högg á vélina.

Eitt af nokkrum útvarpsmöstrum á svæðinu

Flugvélin hafði þá rekist með vinstri vænginn utan í víra sem halda uppi háu útvarpsmastri. Flugmaðurinn náði að halda stjórn á flugvélinni og lýsti yfir neyðarástandi en hann lenti flugvélinni á Abilene Regional flugvellinum sem var í 10 mílna fjarlægð.

Eftir lendingu kom í ljós að 1.2 meter vantaði á vænginn sem hafði klippst af rétt við hallastýrið við áreksturinn.

Flugmaðurinn sagði að vanalega væru tveir flugmenn í þessum eftirlitsflugferðum, einn sem skrifar niður upplýsingar og athugasemdir og annar sem fylgist með út um gluggan. Í þetta skiptið var hann þó einn og þurfti hann að skrifa niður athugasemdirnar sjálfur en viðurkenndi að hann hefði þó átt að bíða aðeins með það til betri tíma.  fréttir af handahófi

Air Greenland pantar A330neo

18. janúar 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á einni Airbus A330-800 breiðþotu sem er minni gerðin af A330neo þotunni.

Alitalia fær 50 milljarða króna lán frá ítalska ríkinu

4. desember 2019

|

Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að veita ríkisflugfélaginu Alitalia lán upp á 53 milljarða króna til þess að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins en á sama tíma er verið að leita að nýjum fjárfest

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00