flugfréttir

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:21

Maðurinn, sem var að ferðast með flugi í fyrsta sinn á ævinni, kastaði tveimur smámyntum í átt að þotuhreyfli

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfil á þotu af gerðinni Airbus A320 skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í borginni Anqing áleiðis til Kunming.

Atvikið átti sér stað þann 17. febrúar árið 2019 en maðurinn, sem er 28 ára, var að fljúga í fyrsta sinn ásamt eiginkonu sínu og eins árs barni og gengu farþegar um borð með stigabíl.

Þegar maðurinn gekk framhjá hreyflinum tók hann upp tvær smámyntir og fleygði inn í hreyfilinn á þotu flugfélagsins Lucky Air en slíkt átti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú.

Fluginu var afslýst strax er upp komst um atvikið sem endaði með því að bóka þurfti hótel fyrir alla þá 162 farþegana sem áttu að fara með vélinni en þeir komust með öðru flugi daginn eftir.

Lucky Air gaf frá sér kæru og dæmdi dómstóll í Kína að maðurinn skyldi greiða sekt upp á 2.181.000 krónur að kröfu félagsins sem varð fyrir miklu tjóni vegna viðgerðarkostnaðar þar sem mikill tími fór í að ganga úr skugga um að ekki væri meira klink inni í hreyflinum auk hótelskostnaðar fyrir alla farþegana.

Farþeginn, sem er 28 ára karlmaður, sagði að þetta ætti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú

Lögfræðingur mannsins fór fram á að milda dóminn á þeim forsendum að skjólstæðingur sinn hefði ekki hlotið mikla menntun og gerði hann sér því ekki grein fyrir alvarleika málsins auk þess sem hann hafði þegar þurft að dúsa í 10 daga í varðhaldi í kjölfarið.

Þá sagði lögfræðingurinn að atvikið væri einnig flugvellinum að kenna fyrir að hafa ekki varað farþega við þessari hjátrú en þetta er ekki í fyrsta sinn sem farþegi í Kína kastar klinki inn í þotuhreyfil.

Dómari andmælti orðum lögfræðingsins og sagði að hver heilvita manneskja ætti að gera sér grein fyrir því að kasta klinki inn í þotuhreyfil gæti haft í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar sem gæt orsakað flugslys. Einnig tók dómari fram að það væri ekki í verkahring flugvallarins að hafa sérstakan starfsmann til að koma í veg fyrir slík uppátæki.

Í yfirlýsingu frá Lucky Air kemur fram að þrisvar í fyrra hafi komið upp atvik þar sem farþegar hafi kastað klinki í átt að þotuhreyfli en samkvæmt kínverskri hjátrú er talið að það boði gæfu að kasta mynt í átt að einhverju sem vekur óhug eða því sem fólk óttast í von um að hættan sé einungis ímyndun.  fréttir af handahófi

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

13. maí 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmu

Flugvél með hjálpargögn fórst í aðflugi í Sómalíu

5. maí 2020

|

Sex létust í flugslysi í Afríku í gær er flugvél af gerðinni Embraer EMB-120RT Brasilia frá flugfélaginu African Express Airways fórst í aðflugi að flugvelli í Sómalíu.

Sagt að Boeing 747 eigi tvö ár eftir í framleiðslu

3. júlí 2020

|

Sagt er að Boeing sé búið að ákveða að hætta framleiðslu á júmbó-þotunni, Boeing 747, samkvæmt fréttum Bloomberg News en sú útgáfa af júmbó-þotunni sem framleidd hefur verið í dag nefnist Boe

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00