flugfréttir

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:21

Maðurinn, sem var að ferðast með flugi í fyrsta sinn á ævinni, kastaði tveimur smámyntum í átt að þotuhreyfli

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfil á þotu af gerðinni Airbus A320 skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í borginni Anqing áleiðis til Kunming.

Atvikið átti sér stað þann 17. febrúar árið 2019 en maðurinn, sem er 28 ára, var að fljúga í fyrsta sinn ásamt eiginkonu sínu og eins árs barni og gengu farþegar um borð með stigabíl.

Þegar maðurinn gekk framhjá hreyflinum tók hann upp tvær smámyntir og fleygði inn í hreyfilinn á þotu flugfélagsins Lucky Air en slíkt átti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú.

Fluginu var afslýst strax er upp komst um atvikið sem endaði með því að bóka þurfti hótel fyrir alla þá 162 farþegana sem áttu að fara með vélinni en þeir komust með öðru flugi daginn eftir.

Lucky Air gaf frá sér kæru og dæmdi dómstóll í Kína að maðurinn skyldi greiða sekt upp á 2.181.000 krónur að kröfu félagsins sem varð fyrir miklu tjóni vegna viðgerðarkostnaðar þar sem mikill tími fór í að ganga úr skugga um að ekki væri meira klink inni í hreyflinum auk hótelskostnaðar fyrir alla farþegana.

Farþeginn, sem er 28 ára karlmaður, sagði að þetta ætti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú

Lögfræðingur mannsins fór fram á að milda dóminn á þeim forsendum að skjólstæðingur sinn hefði ekki hlotið mikla menntun og gerði hann sér því ekki grein fyrir alvarleika málsins auk þess sem hann hafði þegar þurft að dúsa í 10 daga í varðhaldi í kjölfarið.

Þá sagði lögfræðingurinn að atvikið væri einnig flugvellinum að kenna fyrir að hafa ekki varað farþega við þessari hjátrú en þetta er ekki í fyrsta sinn sem farþegi í Kína kastar klinki inn í þotuhreyfil.

Dómari andmælti orðum lögfræðingsins og sagði að hver heilvita manneskja ætti að gera sér grein fyrir því að kasta klinki inn í þotuhreyfil gæti haft í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar sem gæt orsakað flugslys. Einnig tók dómari fram að það væri ekki í verkahring flugvallarins að hafa sérstakan starfsmann til að koma í veg fyrir slík uppátæki.

Í yfirlýsingu frá Lucky Air kemur fram að þrisvar í fyrra hafi komið upp atvik þar sem farþegar hafi kastað klinki í átt að þotuhreyfli en samkvæmt kínverskri hjátrú er talið að það boði gæfu að kasta mynt í átt að einhverju sem vekur óhug eða því sem fólk óttast í von um að hættan sé einungis ímyndun.  fréttir af handahófi

Isavia semur við ELKO um aðstöðu á Keflavíkurflugvelli

30. desember 2019

|

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, hafa undirritað samning við Elko um aðstöðu undir tvær raftækjaverslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurf

Lufthansa ætlar að hætta að fljúga til Jeddah

29. október 2019

|

Lufthansa ætlar að hætta að fljúga til Jeddah í Sádí-Arabíu eftir áramót en flugfélagið þýska hefur flogið til Jeddah í meira en 50 ár.

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00