flugfréttir

Dagar Air India taldir ef nýir eigendur finnast ekki

- Segja að einkavæðing sé eina leiðin til að bjarga rekstri Air India

3. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:46

Boeing 747 júmbó-þota Air India

Töluverð óvissa ríkir nú með framtíð Air India en nú lítur allt út fyrir að flugfélagið indverska eigi sér enga framtíð án þess að verða einkavætt og sé það eina vonin ef bjarga á rekstri félagsins fyrir horn.

Tuttugu og sex forsvarsmenn þeirra 13 verkalýðsfélaga á Indlandi sem fara fyrir þeim 14.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air India hafa fundað með indverskum stjórnvöldum til að fá skýr svör varðandi framtíð starfsfólksins ef einkaaðilar finnast til að taka yfir reksturinn en á sama tíma stendur indverska ríkisstjórnin í örvæntingarfullri leit af áhugasömum kaupendum.

Ríkisstjórn Indlands segir að það sé engin von fyrir flugfélag sem skuldar yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða króna nema að áhugasamur kaupandi komi fram og hægt sé að semja um heildarskuldina við kaupsaming.

Heildarskuld Air India er yfir 1.300 milljarðar króna

Í gær var greint frá því að tvö stór flugfélög hafi nú sýnt Air India áhuga sem eru Etihad Airways og indverska lágfargjaldafélagið IndiGo Airlines en bæði félögin hafa átt fund með stjórnvöldum á Indlandi varðandi yfirtöku.

Ríkisstjórn landsins hefur tilkynnt að Air India verði selt í heilu lagi og hefur verið gefin frestur til enda þessa mánaðar fyrir þá aðila sem vilja senda inn áhugayfirlýsingu vegna sölu á félaginu.

Etihad Airways hefur áður átt hlut í indversku flugfélagi en félagið átti 24% hlut í Jet Airways en ákvað á endanum að yfirgefa sinn hlut og hætti það félag starfsemi sinni í apríl árið 2019.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin til þess að afskrifa um þriðjung af skuldum Air India sem þýðir að nýr eigandi gætu samt þurft að taka á sig skuld upp á 600 milljarða króna.

Air India þarf allt að 18 milljarða króna sem fyrst til að fjármagna nýja hreyfla fyrir tólf Airbus A320 þotur sem hafa verið kyrrsettar vegna viðhaldsmála.

Talið er líklegt að ef ekki verður hægt að finna nýjan eiganda og ganga frá sölu á félaginu fyrir mitt árið gæti svo farið að rekstrur Air India stöðvist í júní í sumar sem gæti verið upphafið að endalokum flugfélagsins sem á rætur sínar að rekja til ársins 1932.  fréttir af handahófi

Flugmannaskortur talin orsök flugatviks í Portúgal

29. desember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Portúgal hafa komist að þeirri niðurstöðu að skortur á flugmönnum hafi verið meginorsök atviks sem átti sér stað þann 6. júlí í fyrra er flugvél af gerðinni ATR 72-600 frá flugféla

AtlasGlobal hættir starfsemi og aflýsir öllu flugi

26. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið AtlasGlobal hefur tilkynnt að félagið hafi fellt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag og fram til 21. desember næstkomandi að minnsta kosti.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00