flugfréttir

Dagar Air India taldir ef nýir eigendur finnast ekki

- Segja að einkavæðing sé eina leiðin til að bjarga rekstri Air India

3. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:46

Boeing 747 júmbó-þota Air India

Töluverð óvissa ríkir nú með framtíð Air India en nú lítur allt út fyrir að flugfélagið indverska eigi sér enga framtíð án þess að verða einkavætt og sé það eina vonin ef bjarga á rekstri félagsins fyrir horn.

Tuttugu og sex forsvarsmenn þeirra 13 verkalýðsfélaga á Indlandi sem fara fyrir þeim 14.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air India hafa fundað með indverskum stjórnvöldum til að fá skýr svör varðandi framtíð starfsfólksins ef einkaaðilar finnast til að taka yfir reksturinn en á sama tíma stendur indverska ríkisstjórnin í örvæntingarfullri leit af áhugasömum kaupendum.

Ríkisstjórn Indlands segir að það sé engin von fyrir flugfélag sem skuldar yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða króna nema að áhugasamur kaupandi komi fram og hægt sé að semja um heildarskuldina við kaupsaming.

Heildarskuld Air India er yfir 1.300 milljarðar króna

Í gær var greint frá því að tvö stór flugfélög hafi nú sýnt Air India áhuga sem eru Etihad Airways og indverska lágfargjaldafélagið IndiGo Airlines en bæði félögin hafa átt fund með stjórnvöldum á Indlandi varðandi yfirtöku.

Ríkisstjórn landsins hefur tilkynnt að Air India verði selt í heilu lagi og hefur verið gefin frestur til enda þessa mánaðar fyrir þá aðila sem vilja senda inn áhugayfirlýsingu vegna sölu á félaginu.

Etihad Airways hefur áður átt hlut í indversku flugfélagi en félagið átti 24% hlut í Jet Airways en ákvað á endanum að yfirgefa sinn hlut og hætti það félag starfsemi sinni í apríl árið 2019.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin til þess að afskrifa um þriðjung af skuldum Air India sem þýðir að nýr eigandi gætu samt þurft að taka á sig skuld upp á 600 milljarða króna.

Air India þarf allt að 18 milljarða króna sem fyrst til að fjármagna nýja hreyfla fyrir tólf Airbus A320 þotur sem hafa verið kyrrsettar vegna viðhaldsmála.

Talið er líklegt að ef ekki verður hægt að finna nýjan eiganda og ganga frá sölu á félaginu fyrir mitt árið gæti svo farið að rekstrur Air India stöðvist í júní í sumar sem gæti verið upphafið að endalokum flugfélagsins sem á rætur sínar að rekja til ársins 1932.  fréttir af handahófi

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

Piaggio Aerospace fékk tilboð frá 19 áhugasömum aðilum

8. júní 2020

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Piaggio Aerospace hefur tilkynnt að fyrirtækinu hafi borist tilboð frá nítján áhugasömum aðilum sem eru tilbúnir að skoða möguleika á að kaupa flugvélaverksmiðjurnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00