flugfréttir

Fjórir flugmenn handteknir fyrir aðstoð við flótta

- Flugu með fyrrum forstjóra Nissan frá Japan til Tyrklands

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:03

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Nissan, flúði stofufangelsi sitt milli jóla og nýárs og leigði sér einkaþotu til að yfirgefa Japan

Fjórir einkaþotuflugmenn hafa verið handteknir af tyrknesku lögreglunni, grunaðir um að hafa aðstoðað Carlos Ghosn, fyrrum framkvæmdarstjóra Nissan og Renault, við flótta frá Japan.

Ghosn hafði verið í stofufangelsi í Japan fyrir fjármálamisferli og hafði hann verið settur í farbann en honum tókst að flýja frá Japan skömmu fyrir áramót.

Í ljós kom að Ghosn hafði tekið á leigu einkaþotu sem flaug með hann frá Japan þann 29. desember til Istanbúl þar sem skipt var um einkaþotu og honum flogið þaðan til Beirút í Líbanon.

Ekki er staðfest hvaða einkaþota flaug Ghosn frá Japan en samkvæmt erlendum flugfréttamiðli kemur fram að eina einkaþotan sem flaug frá Japan til Tyrklands tveimur dögum fyrir gamlársdag var þota af gerðinni Bombardier Global Express með tyrknesku skráninguna TC-TSR en hún fór í loftið frá Kansai-flugvellinum í Osaka kl. 23.10 að staðartíma.

Einkaþotan sem talið er að hafi flogið með Carlos Ghosn frá Osaka þann 29. desember sl.

Sú þota lenti í Istanbúl kl. 17:26 að staðartíma og rúmri klukkustund síðar, kl. 18:30, fór einkaþota af gerðinni Bombardier Challenger 300, í loftið frá Istanbúl til Beirút. Báðar einkaþoturnar eru skráðar á fyrirtækið MNG Jet Aerospace

Innanríkisráðuneytið í Tyrklandi staðfesti að fjórir flugmenn hafi verið handteknir í tengslum við flótta Ghosn en talið er að þeir starfi allir fyrir leiguflugfélag sem hefur höfuðstöðvar í Istanbúl. Einnig voru þrír aðrir starfsmenn handteknir sem starfa fyrir flugþjónustufyrirtæki og fraktflugfélag.

Ghosn var látinn laus gegn tryggingu í apríl í fyrra en gert að halda sig á heimili sínu í Tókýó og voru öll vegbréf tekinn af honum en hann er með brasilískt, líbanonsk og franskt ríkisfang.

Einkaþotufyrirtækið hefur hafið rannsókn á leigunni á þotunum

MNG Jet Aerospace, sendi frá sér tilkynningu á nýársdag þar sem fram kemur að leigan á einkaþotunum hafi ekki verið „ólögleg“ og sé fyrirtækið að rannsaka með hvaða hætti þoturnar voru teknar á leigu.

Fram kemur að MNG Jet Aerospace hafi komist að tilgangi flugferðanna í gegnum fjölmiðla og segir fyrirtækið að ekki hafi verið skráð rétt nafn fyrir leigunni þar sem nafn Carlos Ghosn kom aldrei fram.

Við komuna til Istanbúl flaug Bombardier Challenger einkaþota með Carlos Ghosn til Beirút í Líbanon„Flóttaflugið“ á Flightradar frá Osaka til Istanbúl  fréttir af handahófi

Flugslys í Íran: Boeing 737-800 fórst skömmu eftir flugtak

8. janúar 2020

|

Enginn komst lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá úkraínska flugfélaginu Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í nótt frá höfuðborginni í Íran.

17 ára stúlka gerði tilraun til að stela King Air 200 flugvél

19. desember 2019

|

Lögreglan í Fresno í Kaliforníu fékk í gær undarlegt útkall þegar tilkynnt var um að unglingsstúlka hafði tekist að fara um borð í flugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200 á flugvellinum í bænum og

Afhendingar á Boeing 737 MAX gætu hafist á ný í desember

12. nóvember 2019

|

Boeing tilkynnti í gær að afhendingar á Boeing 737 MAX þotunum gætu hafist að nýju í desember þar sem að framleiðandinn hefur náð þeim áfanga að uppfylla fyrsta skilyrðið af þeim fimm sem bandarísk f

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00