flugfréttir

Fjórir flugmenn handteknir fyrir aðstoð við flótta

- Flugu með fyrrum forstjóra Nissan frá Japan til Tyrklands

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:03

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Nissan, flúði stofufangelsi sitt milli jóla og nýárs og leigði sér einkaþotu til að yfirgefa Japan

Fjórir einkaþotuflugmenn hafa verið handteknir af tyrknesku lögreglunni, grunaðir um að hafa aðstoðað Carlos Ghosn, fyrrum framkvæmdarstjóra Nissan og Renault, við flótta frá Japan.

Ghosn hafði verið í stofufangelsi í Japan fyrir fjármálamisferli og hafði hann verið settur í farbann en honum tókst að flýja frá Japan skömmu fyrir áramót.

Í ljós kom að Ghosn hafði tekið á leigu einkaþotu sem flaug með hann frá Japan þann 29. desember til Istanbúl þar sem skipt var um einkaþotu og honum flogið þaðan til Beirút í Líbanon.

Ekki er staðfest hvaða einkaþota flaug Ghosn frá Japan en samkvæmt erlendum flugfréttamiðli kemur fram að eina einkaþotan sem flaug frá Japan til Tyrklands tveimur dögum fyrir gamlársdag var þota af gerðinni Bombardier Global Express með tyrknesku skráninguna TC-TSR en hún fór í loftið frá Kansai-flugvellinum í Osaka kl. 23.10 að staðartíma.

Einkaþotan sem talið er að hafi flogið með Carlos Ghosn frá Osaka þann 29. desember sl.

Sú þota lenti í Istanbúl kl. 17:26 að staðartíma og rúmri klukkustund síðar, kl. 18:30, fór einkaþota af gerðinni Bombardier Challenger 300, í loftið frá Istanbúl til Beirút. Báðar einkaþoturnar eru skráðar á fyrirtækið MNG Jet Aerospace

Innanríkisráðuneytið í Tyrklandi staðfesti að fjórir flugmenn hafi verið handteknir í tengslum við flótta Ghosn en talið er að þeir starfi allir fyrir leiguflugfélag sem hefur höfuðstöðvar í Istanbúl. Einnig voru þrír aðrir starfsmenn handteknir sem starfa fyrir flugþjónustufyrirtæki og fraktflugfélag.

Ghosn var látinn laus gegn tryggingu í apríl í fyrra en gert að halda sig á heimili sínu í Tókýó og voru öll vegbréf tekinn af honum en hann er með brasilískt, líbanonsk og franskt ríkisfang.

Einkaþotufyrirtækið hefur hafið rannsókn á leigunni á þotunum

MNG Jet Aerospace, sendi frá sér tilkynningu á nýársdag þar sem fram kemur að leigan á einkaþotunum hafi ekki verið „ólögleg“ og sé fyrirtækið að rannsaka með hvaða hætti þoturnar voru teknar á leigu.

Fram kemur að MNG Jet Aerospace hafi komist að tilgangi flugferðanna í gegnum fjölmiðla og segir fyrirtækið að ekki hafi verið skráð rétt nafn fyrir leigunni þar sem nafn Carlos Ghosn kom aldrei fram.

Við komuna til Istanbúl flaug Bombardier Challenger einkaþota með Carlos Ghosn til Beirút í Líbanon„Flóttaflugið“ á Flightradar frá Osaka til Istanbúl  fréttir af handahófi

Ríkisflugfélag Ekvador tekið til gjaldþrotaskipta

19. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að binda endi á rekstur ríkisflugfélagsins TAME sem verður að öllum líkindum tekið til gjaldþrotaskipta.

Flugmenn samþykkja laun og kjör er varðar Project Sunrise

30. mars 2020

|

Flugmenn hjá ástralska flugfélaginu Qantas hafa kosið með Sólarupprásar-verkefninu Project Sunrise sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu og Norður-Ameríku

Boeing gæti þurft að segja upp 10 prósent af starfsmönnum

10. apríl 2020

|

Boeing gerir ráð fyrir að segja upp allt að 16.000 manns sem samsvarar 10 prósent af vinnuafli í verksmiðjunum en flestar uppsagnir verða í framleiðslu á farþegaþotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00