flugfréttir

Bjóða upp á langtímaleigu á flugvélum fyrir tímasöfnun

- Hægt að leigja Cessna 150 flugvélar í allt að 4 vikur

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:55

Fyrsta Cessna 150 flugvélin hjá TimeBuildUSA

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Flórída sem leigir út flugvélar til flugnema og flugmanna sem eru að safna sér flugtímum en fyrirtækið einblínir á langtímaleigu á vélunum.

Fyrirtækið, sem heitir TimeBuildUSA og hefur höfuðstöðvar sínar á Palatka-Kay Larkin flugvellinum, skammt vestur af Palm Coast, segir að hugmyndin sé að gefa flugmönnum kost á því að leigja flugvélar af gerðinni Cessna 150 í nokkra daga og þessvegna í nokkrar vikur í stað þess að leigja vélar í nokkrar klukkustundir í senn.

Cary Green hjá TimeBuildUSA segir að vegna skorts á flugmönnum og aukinnar aðsóknar í flugnám að þá sé takmarkað aðgengi að tímasöfnunarflugvélum á markaðnum vestanhafs.

„Með því að gefa viðskiptavinum okkar tækifæri á að fá langtímaðgengi að flugvélum þá geta flugmenn náð að safna tímum með meiri hraða“, segir Green sem tekur fram að með þessu geta flugmenn í tímasöfnun flogið hvert sem er, á hvaða staði sem þeir langar til og farið í raunverulegri yfirlandsflug og fengið víðtækari reynslu í stað þess að þurfa skila flugvélinni eftir nokkrar klukkustundir.

TimeBuildUSA mun bæta fleiri flugvélum í flotann á árinu

Lágmarksleigutímafjöldi hjá TimeBuildUSA eru 20 klukkustundir og er klukkutíminn á „þurrleigu“ frá 75 bandaríkjadölum sem samsvarar 9.200 krónum.

Fyrirtækið fékk sína fyrstu Cessnu 150 flugvél afhenta í nóvember og munu tvær til viðbótar bætast við á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og verður fleiri vélum bætt við eftir því sem eftirspurnin eykst.

Gert er ráð fyrir að flestir viðskiptavinirnir séu flugmenn með lágan flugtímafjölda sem eru að safna tímum til að ná lágmarkstímum sem flugfélög fara fram á er kemur að ráðningu.

Ekki má fljúga flugvélum fyrirtækisins lengur en í 500 nm fjarlægð frá Palatka-Kay Larkin flugvellinum

Allir þeir sem sækja um leigu á flugvél munu gangast undir öryggisferli til að tryggja að þeir séu hæfir til þess að leigja vélarnar og verður öryggið í fyrirrúmi að sögn Cary Green sem nefnir að flugmönnum, sem eru ekki að safna tímum vegna flugnáms, standi einnig til boða að leigja vélarnar fyrir persónuleg afnot eða sér til skemmtunnar.

„Bæði erlendir og bandarískir flugmenn vilja einnig leigja flugvélar til þess að fara í fríið og fljúga um“, segir Green.

TimeBuildUSA stefnir einnig á að opna útibú á næstunni í fylkjum þar sem gott veður ríkir flesta daga ársins og sé verið að skoða bæði Arizona og Texas.  fréttir af handahófi

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Einn þekktasti listflugmaður Litháa lést í flugslysi

11. maí 2020

|

Einn reyndasti og þekktasti listflugmaður Litháa, Donaldas Bleifertas, lést sl. laugardag í flugslysi er flugvél af gerðinni Piper PA-38 Tomahawk, sem hann flaug, brotlenti skammt frá bænum Kena í L

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00