flugfréttir

Bjóða upp á langtímaleigu á flugvélum fyrir tímasöfnun

- Hægt að leigja Cessna 150 flugvélar í allt að 4 vikur

6. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:55

Fyrsta Cessna 150 flugvélin hjá TimeBuildUSA

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Flórída sem leigir út flugvélar til flugnema og flugmanna sem eru að safna sér flugtímum en fyrirtækið einblínir á langtímaleigu á vélunum.

Fyrirtækið, sem heitir TimeBuildUSA og hefur höfuðstöðvar sínar á Palatka-Kay Larkin flugvellinum, skammt vestur af Palm Coast, segir að hugmyndin sé að gefa flugmönnum kost á því að leigja flugvélar af gerðinni Cessna 150 í nokkra daga og þessvegna í nokkrar vikur í stað þess að leigja vélar í nokkrar klukkustundir í senn.

Cary Green hjá TimeBuildUSA segir að vegna skorts á flugmönnum og aukinnar aðsóknar í flugnám að þá sé takmarkað aðgengi að tímasöfnunarflugvélum á markaðnum vestanhafs.

„Með því að gefa viðskiptavinum okkar tækifæri á að fá langtímaðgengi að flugvélum þá geta flugmenn náð að safna tímum með meiri hraða“, segir Green sem tekur fram að með þessu geta flugmenn í tímasöfnun flogið hvert sem er, á hvaða staði sem þeir langar til og farið í raunverulegri yfirlandsflug og fengið víðtækari reynslu í stað þess að þurfa skila flugvélinni eftir nokkrar klukkustundir.

TimeBuildUSA mun bæta fleiri flugvélum í flotann á árinu

Lágmarksleigutímafjöldi hjá TimeBuildUSA eru 20 klukkustundir og er klukkutíminn á „þurrleigu“ frá 75 bandaríkjadölum sem samsvarar 9.200 krónum.

Fyrirtækið fékk sína fyrstu Cessnu 150 flugvél afhenta í nóvember og munu tvær til viðbótar bætast við á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og verður fleiri vélum bætt við eftir því sem eftirspurnin eykst.

Gert er ráð fyrir að flestir viðskiptavinirnir séu flugmenn með lágan flugtímafjölda sem eru að safna tímum til að ná lágmarkstímum sem flugfélög fara fram á er kemur að ráðningu.

Ekki má fljúga flugvélum fyrirtækisins lengur en í 500 nm fjarlægð frá Palatka-Kay Larkin flugvellinum

Allir þeir sem sækja um leigu á flugvél munu gangast undir öryggisferli til að tryggja að þeir séu hæfir til þess að leigja vélarnar og verður öryggið í fyrirrúmi að sögn Cary Green sem nefnir að flugmönnum, sem eru ekki að safna tímum vegna flugnáms, standi einnig til boða að leigja vélarnar fyrir persónuleg afnot eða sér til skemmtunnar.

„Bæði erlendir og bandarískir flugmenn vilja einnig leigja flugvélar til þess að fara í fríið og fljúga um“, segir Green.

TimeBuildUSA stefnir einnig á að opna útibú á næstunni í fylkjum þar sem gott veður ríkir flesta daga ársins og sé verið að skoða bæði Arizona og Texas.  fréttir af handahófi

Hvetja Þjóðverja til þess að hætta að fljúga

13. nóvember 2019

|

Hundruðir tóku þátt í friðsamlegum mótmælum á flugvellinum í Frankfurt sl. mánudag þar sem flugsamgöngum var mótmælt með loftslags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi.

Flugnemi í sólóflugi missti hjól undan kennsluflugvél

28. nóvember 2019

|

Flugnemi í Ástralíu náði giftusamlega að lenda kennsluflugvél síðastliðna helgi eftir að vinstra hjólið á vélinni losnaði af skömmu eftir flugtak.

Leyfðu farþega að stýra flugvél í innanlandsflugi í Rússlandi

4. nóvember 2019

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað á dögunum er ungri konu var leyft að prófa að taka í stýrið og fljúga flugvél sem var í innanlandsflugi í Rússlandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00