flugfréttir

NTSB mun taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran

10. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:24

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segir að stofnunin muni taka þátt í rannsókn á slysinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segja að nefndin muni taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Teheran þann 8. janúar síðastliðinn.

NTSB tekur ekki fram með hvaða hætti stofnunin ætlar að taka þátt í rannsókninni á slysinu þar sem írönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekki sé vilji til þess að vinna að rannsókninni með aðkomu Bandaríkjanna.

NTSB tekur fram að stofnunin hafi fengið formlega tilkynningu varðandi flugslysið og vitnar í sáttmála Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í viðauka Annex 13 er varðar flugslys og rannsóknir á flugslysum og flugatvikum.

Samkvæmt Annex 13 kemur fram að það land skal leiða rannsókn á flugslysi þar sem slysið átti sér stað eða nefna það land sem skal taka rannsóknina að sér ef svo ber undir. Þá eru öðrum löndum gert að taka þátt ef þau búa yfir betri sérfræðiþekkingu til þess eða hafa yfir að ráð betri tækjum og aðbúnaði.

176 manns létu lífið í flugslysinu en flestir farþega um borð voru Íranir og Kanadamenn

Tilkynning NTSB kemur sama dag og yfirlýsing frá bandarískum stjórnvöldum sem tilkynntu í gær að þau hafi undir höndum áreiðanlegar heimildir fyrir því að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður með flugskeyti.

Þá hefur myndbandi verið dreift, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, sem á að sýna hvar flugskeyti er skotið á loft að næturlagi og hæfir þotuna í flugtaki sem fellur logandi til jarðar.

Stjórnvöld í Íran hafa neitað því að flugskeyti hafi verið skotið í átt að þotunni af þeirra hálfu en þotan fórst nokkrum klukkutímum eftir loftskeytaárás Írana á herstöðvar í Írak.  fréttir af handahófi

Hætt við áform um stofnun nýs flugfélags fyrir Slóveníu

19. desember 2019

|

Ríkisstjórnin í Slóveníu segist hafa gefist upp á því að reyna að koma á fót nýju flugfélagi til að fylla það skarð sem Adria Airways skildi eftir sig.

Fyrrum WOW air breiðþota skemmdist í lendingu í Nígeríu

2. janúar 2020

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330, sem áður var í flota WOW air, varð fyrir skemmdum aðeins þremur dögum eftir að hún var tekin í notkun hjá flugfélaginu Turkish Airlines.

Ríkisstjórn Trumps bannar áætlunarflug til Kúbu

28. október 2019

|

Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur fyrirskipað bandarískum flugfélögum að hætta að fljúga til allra þeirra níu áfangastaða á Kúbu fyrir utan Havana í þeim tilgangi að stöðva flæði á bandarískum gjaldey

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00