flugfréttir

NTSB mun taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran

10. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:24

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segir að stofnunin muni taka þátt í rannsókn á slysinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segja að nefndin muni taka þátt í rannsókn á flugslysinu í Íran er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Teheran þann 8. janúar síðastliðinn.

NTSB tekur ekki fram með hvaða hætti stofnunin ætlar að taka þátt í rannsókninni á slysinu þar sem írönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekki sé vilji til þess að vinna að rannsókninni með aðkomu Bandaríkjanna.

NTSB tekur fram að stofnunin hafi fengið formlega tilkynningu varðandi flugslysið og vitnar í sáttmála Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í viðauka Annex 13 er varðar flugslys og rannsóknir á flugslysum og flugatvikum.

Samkvæmt Annex 13 kemur fram að það land skal leiða rannsókn á flugslysi þar sem slysið átti sér stað eða nefna það land sem skal taka rannsóknina að sér ef svo ber undir. Þá eru öðrum löndum gert að taka þátt ef þau búa yfir betri sérfræðiþekkingu til þess eða hafa yfir að ráð betri tækjum og aðbúnaði.

176 manns létu lífið í flugslysinu en flestir farþega um borð voru Íranir og Kanadamenn

Tilkynning NTSB kemur sama dag og yfirlýsing frá bandarískum stjórnvöldum sem tilkynntu í gær að þau hafi undir höndum áreiðanlegar heimildir fyrir því að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður með flugskeyti.

Þá hefur myndbandi verið dreift, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, sem á að sýna hvar flugskeyti er skotið á loft að næturlagi og hæfir þotuna í flugtaki sem fellur logandi til jarðar.

Stjórnvöld í Íran hafa neitað því að flugskeyti hafi verið skotið í átt að þotunni af þeirra hálfu en þotan fórst nokkrum klukkutímum eftir loftskeytaárás Írana á herstöðvar í Írak.  fréttir af handahófi

Fækka flugvélum um þriðjung og segja upp fjórðung starfsfólks

12. maí 2020

|

Brussels Airlines ætlar að fækka flugvélum í flotanum um 30 prósent þegar félagið byrjar að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn auk þess sem til stendur að segja upp um fjórðung af starfsfó

Lágmarksverð sett á fargjöld til og frá Austurríki

9. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Austurríki hefur kynnt nýja reglugerð þar sem farið verður fram á lágmarksverð á fargjöldum fyrir þau flugfélög sem fljúga til og frá landinu en það er gert til þess að koma í veg fy

Aeroflot gerir ekki ráð fyrir neinu millilandaflugi í sumar

17. apríl 2020

|

Aeroflot hefur ákveðið að fresta allri sölu á farmiðum í millilandaflugi fram í ágúst að minnsta kosti þar sem mikil óvissa ríkir um hvenær rússnesk stjórnvöld munu aflétta ferðabanni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00