flugfréttir

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

- Stærsta flugfélagið í innanlandsflugi á Bretlandi berst í bökkum

14. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:44

De Havilland Dash 8 Q400 flugvél Flybe á flugvelinum í Cork á Írlandi

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að félagið sé á barmi gjaldþrots.

Neyðarfundur fer fram í dag innan herbúða Flybe sem mun eiga viðræður með breska samgönguráðuneytinu vegna framtíð félagsins.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin vinni hörðum höndum að því að gera allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Flybe fyrir horn en tekur fram að það sé takmarkað hvað stjórnvöld geta gert til þess að bjarga einstaka fyrirtækjum.

Ein leiðin sem nefnd er sé að lækka skatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi en með því myndu skattagreiðslur í rekstri Flybe upp á 16 milljarða króna frestast fram til ársins 2023 sem myndi létta róður félagsins og skapa rými fyrir Flybe til þess að snúa rekstrinum á réttan kjöl.

Farþegar ganga um borð í flugvél Flybe á flugvellinum í Edinborg

Sú tillaga hefur sætt harðri gagnrýni þar sem það er sagt stangast á við stefnu stjórnvalda í öðrum löndum í Evrópu sem hafa hækkað skatta á flugsamgöngur af umhverfissjónarmiðum og segir Doug Parr hjá Greenpeace í Bretlandi að það væri mikil afturför fyrir stefnu Bretlands í málum er varðar kolefnisjöfnun í fluginu.

Flybe er umsvifamesta flugfélag í innanlandsfluginu á Bretlandseyjum og er félagið einnig stærsti flugrekandi í heimi er kemur að Dash 8 Q400 flugvélunum en félagið flýgur milli 85 flugvalla og þar af til 17 flugvalla í Bretlandi auk þess sem félagið flýgur einnig til Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Sviss og til Frakklands.

Flybe hefur einn stærsta flugflota í heimi af Dehavilland Dash 8 Q400 flugvélunum

Flybe býður upp á nauðsynlegar samgöngur fyrir fjölmörg bæjarfélög á Bretlandseyjum og flýgur til margar flugvalla sem önnur flugfélög myndu ekki geta fyllt í skarðið strax ef félagið hættir starfsemi sinni auk þess sem aðrar samgönguleiðir eru ekki í boði fyrir suma bæi.

„Leiðirnar sem félagið er að fljúga eru of litlar fyrir flugfélög á borð við easyJet og Ryanair sem nota mun stærri flugvélar“, segir Garry Graham, ritari hjá verkalýðsfélaginu Prospect, en hann tekur fram að ef Flybe heyrir sögunni til þá munu um 2.000 starfsmenn missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

IndiGo sagt vera að undirbúa pöntun í 300 þotur frá Airbus

29. október 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo er sagt vera að undirbúa risapöntun í 300 farþegaþotur úr A320neo fjölskyldunni frá Airbus.

Móðurfélag British Airways kaupir Air Europa

4. nóvember 2019

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt spænska flugfélagið Air Europa fyrir einn milljarð evra sem samsvarar 138 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

Pútin fer fram á drög að nýju flugfélagi í Austur-Rússlandi

20. janúar 2020

|

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur farið fram á að kannað verði hvort að grundvöllur sé fyrir því að stofna nýtt flugfélag í austurhluta Rússlands sem myndi einblína á dreifbýl svæði þar sem sko

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00