flugfréttir

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

- Stærsta flugfélagið í innanlandsflugi á Bretlandi berst í bökkum

14. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:44

De Havilland Dash 8 Q400 flugvél Flybe á flugvelinum í Cork á Írlandi

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að félagið sé á barmi gjaldþrots.

Neyðarfundur fer fram í dag innan herbúða Flybe sem mun eiga viðræður með breska samgönguráðuneytinu vegna framtíð félagsins.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin vinni hörðum höndum að því að gera allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Flybe fyrir horn en tekur fram að það sé takmarkað hvað stjórnvöld geta gert til þess að bjarga einstaka fyrirtækjum.

Ein leiðin sem nefnd er sé að lækka skatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi en með því myndu skattagreiðslur í rekstri Flybe upp á 16 milljarða króna frestast fram til ársins 2023 sem myndi létta róður félagsins og skapa rými fyrir Flybe til þess að snúa rekstrinum á réttan kjöl.

Farþegar ganga um borð í flugvél Flybe á flugvellinum í Edinborg

Sú tillaga hefur sætt harðri gagnrýni þar sem það er sagt stangast á við stefnu stjórnvalda í öðrum löndum í Evrópu sem hafa hækkað skatta á flugsamgöngur af umhverfissjónarmiðum og segir Doug Parr hjá Greenpeace í Bretlandi að það væri mikil afturför fyrir stefnu Bretlands í málum er varðar kolefnisjöfnun í fluginu.

Flybe er umsvifamesta flugfélag í innanlandsfluginu á Bretlandseyjum og er félagið einnig stærsti flugrekandi í heimi er kemur að Dash 8 Q400 flugvélunum en félagið flýgur milli 85 flugvalla og þar af til 17 flugvalla í Bretlandi auk þess sem félagið flýgur einnig til Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Sviss og til Frakklands.

Flybe hefur einn stærsta flugflota í heimi af Dehavilland Dash 8 Q400 flugvélunum

Flybe býður upp á nauðsynlegar samgöngur fyrir fjölmörg bæjarfélög á Bretlandseyjum og flýgur til margar flugvalla sem önnur flugfélög myndu ekki geta fyllt í skarðið strax ef félagið hættir starfsemi sinni auk þess sem aðrar samgönguleiðir eru ekki í boði fyrir suma bæi.

„Leiðirnar sem félagið er að fljúga eru of litlar fyrir flugfélög á borð við easyJet og Ryanair sem nota mun stærri flugvélar“, segir Garry Graham, ritari hjá verkalýðsfélaginu Prospect, en hann tekur fram að ef Flybe heyrir sögunni til þá munu um 2.000 starfsmenn missa vinnuna.  fréttir af handahófi

Engar uppsagnir þrátt fyrir að allt flug liggur niðri

14. apríl 2020

|

Tony Fernandes, framkvæmdarstjóri AirAsia Group, segir að fyrirtækið sé að ná því að sleppa við uppsagnir og sé móðurfélagið búið að halda öllu starfsfólki þrátt fyrir að 96% af flugflota allra dóttu

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

GECAS hættir við pöntun í 69 Boeing 737 MAX þotur

17. apríl 2020

|

Flugvélaleigan GECAS hefur hætt við pöntun í 69 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og er ástæðan sögð vera vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á flugiðnaðinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00