flugfréttir

Hercules-flugvél fórst við slökkvistörf í Ástralíu

24. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:10

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Lockheed C-130 Hercules

Þrír eru látnir eftir að flugvél af gerðinni Lockheed C-130 Hercules fórst í gær er vélin var að sinna slökkvistarfi í baráttunni við skógareldanna í Ástralíu.

Flugvélin, sem er í eigu kanadíska fyrirtækisins Coulson Aviation, var að taka þátt í slökkvistarfi á Snowy Monaro-svæðinu í New South Wales, í um 100 kílómetra fjarlægð norður af höfuð borginni Canberra, þegar samband rofnaði við vélina.

Flugvélin fórst á svæði þar sem skæðir eldar loga ennþá og er talið að það geti tekið einhverja daga þar til hægt verður að komast að flakinu. Ekki er vitað um orsök slyssins.

Sjónarvottar á jörðu niðri sögðust hafa séð „stóran eldhnött“ er vélin skall til jarðar en þeir sem voru um borð voru allir bandarískir og hluti af sérþjálfuðu teymi slökkviliðsflugmanna sem hafa tekið þátt í baráttunni við skógareldana í Ástralíu.

Starfsmenn og fjölskyldumeðlimir komu saman við Numeralla Rural Fire Brigade slökkvistöðina í gær í bænum Cooma vegna slyssins

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur vottað aðstandendum samúð sína og þá hefur Coulson Aviation kyrrsett allar aðrar C-130 Hercules flugvélar fyrirtæksins í kjölfarið á meðan rannsókn stendur yfir.

Eigendur Coulson Aviation munu taka næsta áætlunarflug sem völ er frá Kanada til Sydney og er von á þeim til Ástralíu á morgun.  fréttir af handahófi

Qantas fær fyrstu Airbus A321P2F fraktþotuna

31. ágúst 2020

|

Qantas Freight, dótturfélag Qantas, mun á næstunni fá fyrstu Airbus A321P2F þotuna afhenta sem er farþegaþota sem breytt hefur verið í fraktþotu.

Flugmaður ruglaðist á þjónustuvegi og akbraut

22. júlí 2020

|

Lítil einkaflugvél varð fyrir minniháttar skemmdum er flugmaður vélarinnar ruglaðist á akbraut og þjónustuvegi sem er ætlaður fyrir flugvallarökutæki.

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00