flugfréttir

Dekk á Boeing 767 sprakk í flugtaki og fór inn í hreyfil

- Var á fimmtu klukkustund að brenna eldsneyti fyrir nauðlendingu

madríd

3. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:48

Þotan fór í loftið frá Madríd í dag en hefur verið að hringsóla í nágrenni borgarinnar í meira en 4 tíma til að brenna eldsneyti

Breiðþota af gerðinni Boeing 767 frá kanadíska flugfélaginu Air Canada þurfti að snúa við til Madrídar skömmu eftir flugtak í dag eftir dekk á hjólastelli vélarinnar sprakk og er talið að brak og gúmmí hafi farið inn í hreyfilinn.

Þotan var á leið frá Bajaras-flugvellinum í Madríd til Toronto í Kanada með 128 farþega innanborðs en skyndilega kom hvellur frá hreyflinum með eldglæringum í flugtakinu. Flugmennirnir hættu við flugtaksklifrið í 5.000 fetum en hækkuðu sig skömmu síðar up í 8.000 fet til að brenna upp eldsneyti til að gera vélina léttari fyrir lendingu aftur í Madríd.

Þotan yfir Madríd í dag

Orrustuþota af gerðinni F-18 frá spænska flughernum var send af stað og staðfestu herflugmennirnir að hjól á vinstra aðalhjólastelli væri sprungið. Það tók þotuna um fjóra og hálfa klukkustund að fljúga biðflug til að brenna eldsneyti.

Fjölmennt lið sjúkrabíla og slökkviliðsbíla var í viðbragðsstöðu og beið vélarinnar á flugvellinum en lendingin gekk greiðlega fyrir sig og sakaði engan.

Þotan átti að fara í loftið klukkan 11:55 að íslenskum tíma en seinkun varð á brottförinni sem sennilega má rekja til þess að tilkynnt var um dróna í nágrenni við Bajaras-flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Spánar.

Þotan fór í loftið klukkan skömmu eftir klukkan 14:00 en fljótlega eftir að hún lyfti sér frá brautinni kom upp bilun í hreyflinum. Einn farþegi sem var um borð í vélinni sagðist hafa heyrt mikinn hvell auk þess sem hann fann lykt eins og gúmmí væri að brenna.

Þotan lenti skömmu eftir klukkan 18:10 í kvöld og er þotan enn á brautinni í Madríd, umkringd slökkviliðsbílum og sjúkrabílum og þá hafa spítalar í borginni verið í viðbragsstöðu.

Fleiri myndir:Myndband af lendingunni:  fréttir af handahófi

Flugu yfir 21.000 flugferðir með ranga jafnvægisútreikninga

13. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað bandaríska flugfélagið Southwest Airlines fyrir að hafa framkvæmt ranga jafnvægis- og þyngdarútreiknina fyrir yfir 21.000 flugferðir sem félagið flaug á t

Læstir stýrislásar orsök þess að Jetstream fór út af í flugtaki

30. desember 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Þýskalandi hefur komist að því að orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni Jetstream 32 fór út af flugbraut í flugtaksbruni á flugvellinum í borginni Munster þann 8. októb

17 ára stúlka gerði tilraun til að stela King Air 200 flugvél

19. desember 2019

|

Lögreglan í Fresno í Kaliforníu fékk í gær undarlegt útkall þegar tilkynnt var um að unglingsstúlka hafði tekist að fara um borð í flugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200 á flugvellinum í bænum og

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00