flugfréttir

Dekk á Boeing 767 sprakk í flugtaki og fór inn í hreyfil

- Var á fimmtu klukkustund að brenna eldsneyti fyrir nauðlendingu

madríd

3. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:48

Þotan fór í loftið frá Madríd í dag en hefur verið að hringsóla í nágrenni borgarinnar í meira en 4 tíma til að brenna eldsneyti

Breiðþota af gerðinni Boeing 767 frá kanadíska flugfélaginu Air Canada þurfti að snúa við til Madrídar skömmu eftir flugtak í dag eftir dekk á hjólastelli vélarinnar sprakk og er talið að brak og gúmmí hafi farið inn í hreyfilinn.

Þotan var á leið frá Bajaras-flugvellinum í Madríd til Toronto í Kanada með 128 farþega innanborðs en skyndilega kom hvellur frá hreyflinum með eldglæringum í flugtakinu. Flugmennirnir hættu við flugtaksklifrið í 5.000 fetum en hækkuðu sig skömmu síðar up í 8.000 fet til að brenna upp eldsneyti til að gera vélina léttari fyrir lendingu aftur í Madríd.

Þotan yfir Madríd í dag

Orrustuþota af gerðinni F-18 frá spænska flughernum var send af stað og staðfestu herflugmennirnir að hjól á vinstra aðalhjólastelli væri sprungið. Það tók þotuna um fjóra og hálfa klukkustund að fljúga biðflug til að brenna eldsneyti.

Fjölmennt lið sjúkrabíla og slökkviliðsbíla var í viðbragðsstöðu og beið vélarinnar á flugvellinum en lendingin gekk greiðlega fyrir sig og sakaði engan.

Þotan átti að fara í loftið klukkan 11:55 að íslenskum tíma en seinkun varð á brottförinni sem sennilega má rekja til þess að tilkynnt var um dróna í nágrenni við Bajaras-flugvöllinn sem er einn stærsti flugvöllur Spánar.

Þotan fór í loftið klukkan skömmu eftir klukkan 14:00 en fljótlega eftir að hún lyfti sér frá brautinni kom upp bilun í hreyflinum. Einn farþegi sem var um borð í vélinni sagðist hafa heyrt mikinn hvell auk þess sem hann fann lykt eins og gúmmí væri að brenna.

Þotan lenti skömmu eftir klukkan 18:10 í kvöld og er þotan enn á brautinni í Madríd, umkringd slökkviliðsbílum og sjúkrabílum og þá hafa spítalar í borginni verið í viðbragsstöðu.

Fleiri myndir:Myndband af lendingunni:  fréttir af handahófi

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Leggja til að flugstjóri fari í sálfræðilegt mat vegna atviks

27. júlí 2020

|

Rannsóknaraðilar flugslysa í Tékklandi hafa lagt til að flugstjóri einn hjá flugfélaginu Smartwings skuli gangast undir sálfræðilegt mat í kjölfar atviks sem átti sér stað í ágúst í fyrra eftir að h

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00