flugfréttir

Svíar sporna við flugviskubiti með lestarferðum til Evrópu

- Ætla að bjóða upp á næturlestir til Þýslands svo fólk þurfi ekki að fljúga

5. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:07

Lest á lestarstöðinni í Gautaborg í Svíþjóð

Stjórnvöld í Svíþjóð ætla að koma á fót lestarsamgöngur frá Svíþjóð til meginlands Evrópu svo hægt sé að bjóða fólki upp á annan valkost í samgöngum heldur en flugsamgöngur og draga þar með úr „flugviskubiti“ meðal fólks.

Svíþjóð er það land sem hefur barist hvað mest fyrir minni flugsamgöngum og er landið leiðandi í „flugviskubits-byltingunni“ sem gengur út á að efla vitundarvakningu fólks um þá mengun sem Svíar telja að stafi af áætlunarflugi.

Orðið „flugskömm“ hefur tröllriðið öllu undanfarin misseri og þá einna helst í Svíþjóð en orðið vísar til þess samviskubits sem fólk fær er það hugsar um þau áhrif sem flugsamgöngur eiga að hafa áhrif á umverfið.

Sænska ríkisstjórnin hefur beðið samgönguráðuneytið um að kanna þá kosti sem eru í boði með að bjóða upp á lestarþjónustu á nóttunni með nýrri lestarleið sem fer frá Malmö til Kölnar í Þýskalandi með viðkomu í Danmörku.

Lestarferð frá Malmö til Köln mun taka um 11 klukkustundir

Þrátt fyrir að þessa sé ennþá einungis til skoðunar þá hefur sænska lestarfyrirtækið SJ (Statens Järnvägar) nú þegar gert drög að lestaráætlun með tímatöflu um næturlest sem mun fara frá Malmó kl. 19.40 og verður hún komin til Kölnar klukkan 06:00.

Áætlunin gerir ráð fyrir að farþegar geti náð lest til Bretlands beint frá Köln en það mun því taka um 17 klukkustundir að ferðast með lest frá Köln til Bretlands á meðan flugtíminn frá Malmö til Lundúna er um ein og hálf klukkustund.

Þá stefna sænsk stjórnvöld einnig á að sporna við flugsamgöngum til fleiri borgar í Evrópu með því að bjóða upp á sérstakar lestarferðir til Hamborgar, Frankfurt, Brussel, Berlínar og Basel á næstunni.

Samkvæmt nýrri könnun þá vilja 20% Svía velja annan samgöngumáta heldur en flug þar sem þeir hafa áhyggjur af umhverfismálum.  fréttir af handahófi

Krefjast skaðabóta frá fjórum löndum upp á tæpa 700 milljarða

22. júlí 2020

|

Qatar Airways Group, móðurfélag og eigandi Qatar Airways, fer fram á 5 milljarða dala skaðabætur frá fjórum arabalöndum sem eru Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Bahrain og Sádí-Arabíu, f

Isavia tryggir fjármögnun hjá Evrópska fjárfestingabankanum

19. maí 2020

|

Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt lánaádrátt Isavia upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna en um er að ræða lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn

Lufthansa sækir um flugrekstrarleyfi fyrir „Ocean“

15. júlí 2020

|

Lufthansa Group vinnur nú að stofnun nýs dótturflugfélags sem fengið hefur vinnuheitið „Ocean“ en nýja flugfélagið mun hefja áætlunarflug árið 2022.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00