flugfréttir

Svíar sporna við flugviskubiti með lestarferðum til Evrópu

- Ætla að bjóða upp á næturlestir til Þýslands svo fólk þurfi ekki að fljúga

5. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:07

Lest á lestarstöðinni í Gautaborg í Svíþjóð

Stjórnvöld í Svíþjóð ætla að koma á fót lestarsamgöngur frá Svíþjóð til meginlands Evrópu svo hægt sé að bjóða fólki upp á annan valkost í samgöngum heldur en flugsamgöngur og draga þar með úr „flugviskubiti“ meðal fólks.

Svíþjóð er það land sem hefur barist hvað mest fyrir minni flugsamgöngum og er landið leiðandi í „flugviskubits-byltingunni“ sem gengur út á að efla vitundarvakningu fólks um þá mengun sem Svíar telja að stafi af áætlunarflugi.

Orðið „flugskömm“ hefur tröllriðið öllu undanfarin misseri og þá einna helst í Svíþjóð en orðið vísar til þess samviskubits sem fólk fær er það hugsar um þau áhrif sem flugsamgöngur eiga að hafa áhrif á umverfið.

Sænska ríkisstjórnin hefur beðið samgönguráðuneytið um að kanna þá kosti sem eru í boði með að bjóða upp á lestarþjónustu á nóttunni með nýrri lestarleið sem fer frá Malmö til Kölnar í Þýskalandi með viðkomu í Danmörku.

Lestarferð frá Malmö til Köln mun taka um 11 klukkustundir

Þrátt fyrir að þessa sé ennþá einungis til skoðunar þá hefur sænska lestarfyrirtækið SJ (Statens Järnvägar) nú þegar gert drög að lestaráætlun með tímatöflu um næturlest sem mun fara frá Malmó kl. 19.40 og verður hún komin til Kölnar klukkan 06:00.

Áætlunin gerir ráð fyrir að farþegar geti náð lest til Bretlands beint frá Köln en það mun því taka um 17 klukkustundir að ferðast með lest frá Köln til Bretlands á meðan flugtíminn frá Malmö til Lundúna er um ein og hálf klukkustund.

Þá stefna sænsk stjórnvöld einnig á að sporna við flugsamgöngum til fleiri borgar í Evrópu með því að bjóða upp á sérstakar lestarferðir til Hamborgar, Frankfurt, Brussel, Berlínar og Basel á næstunni.

Samkvæmt nýrri könnun þá vilja 20% Svía velja annan samgöngumáta heldur en flug þar sem þeir hafa áhyggjur af umhverfismálum.  fréttir af handahófi

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

FAA gæti mögulega hafið prófanir á 737 MAX eftir 3 vikur

1. janúar 2020

|

Möguleiki er á því að prófanir á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) með Boeing 737 MAX þoturnar hefjist núna í janúar og líklega í þriðju viku mánaðarins.

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00