flugfréttir

Boeing 737 þota frá Pegasus fór út af braut á Istanbúl

- Mánuður frá því að þota sömu gerðar frá Pegasus fór út af á sama flugvelli

5. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:33

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem að Boeing 737-800 þota frá Pegasus Airlines fer út af braut í Istanbúl

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 rann út af flugbraut í harðri lendingu í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

Þotan, sem er frá flugfélaginu Pegasus Airlines, var að lenda á Sabiha Gökcen flugvellinum eftir áætlunarflug frá borginni Izmir en um borð voru 171 farþegi og sex manna áhöfn.

Töluverð bleyta var á flugbrautinni eftir mikla rigningu og er talið að vélin hafi lent mjög harkaleg og runnið við það út af brautinni. Allir komust lífs af en einhver slys urðu þó á fólki.

Samkvæmt veðurupplýsingum er slysið átti sér stað var mjög hvasst með vindhviður upp í 37 hnúta auk þrumuveðurs og úrkomu.

METAR LTFJ 051520Z 29022G37KT 240V330 7000 -TSRA FEW017CB BKN025 BKN070 11/09 Q0992 RESHRA NOSIG=

Slysið átti sér stað klukkan 15:20 í dag að íslenskum tíma og fór þotan í gegnum grindverk flugvallarins og staðnæmdist í um 170 metra fjarlægð frá brautarendanum þar sem vélin brotnaði upp í þrjá hluta. Eldur kom upp í öðrum hreyfli vélarinnar en slökkvilið var fljótt að ráða niðurlögum hans.

Hátt í 40 manns slösuðust af þeim 177 sem voru um borð en þotan er gjörónýt

Þotan, sem er 11 ára gömul, ber skráninguna TC-IZK og var hún afhent til Air Berlin fyrst árið 2009 en fór yfir til Pegasus Airlines í maí árið 2016.

Sabiha Gökcen flugvellinum var lokað í kjöfarið og hefur öllu flugi, sem var á leið til flugvallarins, verið gert fara í biðflug eða lenda á öðrum flugvöllum í nágrenninu.

Samgönguráðherra Tyrklands hefur staðfest að engin hafi látið lífið en tilkynnt er að um 39 manns hafi slasast og þurft á læknisaðstoð að halda.

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem þota sömu gerðar fer út af í lendingu á sama flugvelli og það frá sama flugfélagi en Boeing 737-800 þota frá Pegasus fór út af braut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn.

Þá fór Boeing 737-800 þota frá Pegasus Airlines út af braut á flugvellinum í borginni Trabzon í Tyrklandi þann 14. janúar árið 2018.  fréttir af handahófi

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

Panta 100 flugvélar frá COMAC

12. júní 2020

|

Kínverski flugvélaframleiðandinn COMAC hefur gert samkomulag við kínverskt flugfélag sem hyggst leggja inn pöntun í 100 þotur af gerðinni ARJ21 og C919.

Top Gun: Maverick frestað fram til sumarsins 2021

27. júlí 2020

|

Enn lengri bið verður eftir því að nýja Top Gun bíómyndin komi í kvikmyndahús en kvikmyndaframleiðandinn Paramount Pictures tilkynnti sl. fimmtudag að frumsýningu myndarinnar hafi verið frestað aftu

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00