flugfréttir

Boeing 737 þota frá Pegasus fór út af braut á Istanbúl

- Mánuður frá því að þota sömu gerðar frá Pegasus fór út af á sama flugvelli

5. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:33

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem að Boeing 737-800 þota frá Pegasus Airlines fer út af braut í Istanbúl

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 rann út af flugbraut í harðri lendingu í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

Þotan, sem er frá flugfélaginu Pegasus Airlines, var að lenda á Sabiha Gökcen flugvellinum eftir áætlunarflug frá borginni Izmir en um borð voru 171 farþegi og sex manna áhöfn.

Töluverð bleyta var á flugbrautinni eftir mikla rigningu og er talið að vélin hafi lent mjög harkaleg og runnið við það út af brautinni. Allir komust lífs af en einhver slys urðu þó á fólki.

Samkvæmt veðurupplýsingum er slysið átti sér stað var mjög hvasst með vindhviður upp í 37 hnúta auk þrumuveðurs og úrkomu.

METAR LTFJ 051520Z 29022G37KT 240V330 7000 -TSRA FEW017CB BKN025 BKN070 11/09 Q0992 RESHRA NOSIG=

Slysið átti sér stað klukkan 15:20 í dag að íslenskum tíma og fór þotan í gegnum grindverk flugvallarins og staðnæmdist í um 170 metra fjarlægð frá brautarendanum þar sem vélin brotnaði upp í þrjá hluta. Eldur kom upp í öðrum hreyfli vélarinnar en slökkvilið var fljótt að ráða niðurlögum hans.

Hátt í 40 manns slösuðust af þeim 177 sem voru um borð en þotan er gjörónýt

Þotan, sem er 11 ára gömul, ber skráninguna TC-IZK og var hún afhent til Air Berlin fyrst árið 2009 en fór yfir til Pegasus Airlines í maí árið 2016.

Sabiha Gökcen flugvellinum var lokað í kjöfarið og hefur öllu flugi, sem var á leið til flugvallarins, verið gert fara í biðflug eða lenda á öðrum flugvöllum í nágrenninu.

Samgönguráðherra Tyrklands hefur staðfest að engin hafi látið lífið en tilkynnt er að um 39 manns hafi slasast og þurft á læknisaðstoð að halda.

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem þota sömu gerðar fer út af í lendingu á sama flugvelli og það frá sama flugfélagi en Boeing 737-800 þota frá Pegasus fór út af braut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn.

Þá fór Boeing 737-800 þota frá Pegasus Airlines út af braut á flugvellinum í borginni Trabzon í Tyrklandi þann 14. janúar árið 2018.  fréttir af handahófi

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Ernest svipt flugrekstarleyfinu

30. desember 2019

|

Flugmálayfirvöld á Ítalíu hafa tilkynnt að þau munu svipta lágfargjaldafélaginu Ernest airlines flugrekstarleyfinu strax í byrjun ársins 2020.

  Nýjustu flugfréttirnar

Endurgreiða allt að helming af árslaunum sínum til flugfélagsins

26. febrúar 2020

|

Æðstu yfirmenn kóreska flugfélagsins Asiana Airlines hafa boðist til þess að greiða til baka um 40 prósent af árslaunum sínum til flugfélagsins kóreska í þeim tilgangi að hjálpa félaginu út úr fjárha

Atlas Air selur og leggur fraktþotum vegna samdráttar

26. febrúar 2020

|

Fraktflugfélagið Atlas Air segir að félagið hafi frá áramótum lagt fjórum júmbó-fraktþotum af gerðinni Boeing 747-400F vegna samdráttar í eftirspurn eftir fraktflugi í heiminum.

Hefja flug frá Færeyjum til London Gatwick í sumar

26. febrúar 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways mun hefja áætlunarflug frá Vágar í Færeyjum til Gatwick-flugvallarins í London.

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

Flugfélög farin að fella niður flug milli landa vegna Covid-19

25. febrúar 2020

|

Útbreiðsla kórónaveirunnar (Covid-19) er farin að hafa áhrif á áætlunarflug milli annarra landa en Kína en upphaflega fóru flugfélög eingöngu að fella niður allt áætlunarflug til Kína þar sem veiran

Gerði tilraun til að ræna sjóflugvél um miðja nótt

24. febrúar 2020

|

Þrjár sjóflugvélar eru mikið skemmdar eftir að óprúttinn aðili gerði sér lítið fyrir og reyndi að stela sjóflugvél í Vancouver í Kanada um síðustu helgi.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

Mikil röskun á flugi til Kanarí vegna sandstorms

24. febrúar 2020

|

Töluverð röskun varð á flugi til og frá Kanaríeyja um helgina vegna sandstorms sem gekk yfir eyjarnar en í gær var öllu flugi til og frá eyjunum aflýst.

48 mál á flugsviði til rannsóknar hjá RNSA eftir árið 2019

21. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) gaf út nýverið ársyfirlit fyrir árið 2019 þar sem finna má upplýsingar, tölfræði og uppgjör fyrir árið í fyrra er kemur að flugi.

Qatar Airways tryggir sér fjórðungshlut í móðurfélagi BA

21. febrúar 2020

|

Qatar Aiways hefur keypt frekari hlut í International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways og Iberia, fyrir um 600 milljónir bandaríkjadali (76 milljarða króna).

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00